Vikan


Vikan - 11.06.1992, Page 72

Vikan - 11.06.1992, Page 72
ISLENSKT SU Uppáhalds Ijósmyndin þín úr sumarfríinu gæti fært þér liðlega hundrað þúsund króna verðlaun. Kynntu þér keppnisreglur Ijósmyndasamkeppni Vikunnar og FUJI hér í opnunni. Myndin þín getur til dæmis verið frá útilegu, ferð um þjóð- veginn, grillveislu, af landslagi jafnt sem fólki á sumardegi, slökun í garðinum eða háskalegri fjallgöngu svo dæmi séu tekin. Möguleikarnir á að ná skemmtilegri sumarmynd eru óendanlega margir. Þú þarft bara að vera með augun opin - og filmu í vélinni. Skilafrestur er til 7. september næstkomandi og skulu myndir sendar til keppninnar með utanáskriftinni: VIKAN Fuji, Ijósmyndasamkeppni, Ármúla 22,108 Reykjavík. (Sjá keppnisreglur um frágang sendingarinnar.) Taktu líka eftir því að horn úr þessari síðu er ávísun á 24 mynda litfilmu frá FUJI og einnig er sagt frá því hvernig þú getur fengið ókeypis stækkanir á völdum myndum sem þú hefur tekið. • Þátttökurétt eiga allir áhugaljósmyndarar með íslenskan ríkisborgararétt. • Aðeins koma til álita myndir sem teknar eru á íslandi. • Myndum má skila inn hvort heldur er á pappír eða litskyggnum. • Allar myndir skulu merktar með dulnefni og skal fylgja umslag, merkt dulnefninu, sem inniheldur nafn Ijósmyndarans, síma og heimilisfang. • Vikan áskilur sér rétt til að birta eins mörg sýnishorn af aðsendum myndum og þurfa þykir. • Myndirnar þurfa ekki að vera frá þessu sumri. Líttu í myndasafnið, aðgættu hvort þar leynist ekki einmitt verðlaunamyndin! Framköllunarþjónustan, Borgarnesi Filman Hamraborg 1, Kópavogi Ljósmyndabúöin Myndin hf. Ingólfsstræti 6, Reykjavík Úlfarsfell Hagamel, Reykjavik Ljósmyndavörur Skipholti 31, Reykjavík Framköllun Mosfellsbæjar, Þverholti 19 Ljósmyndastofa Suöurlands, Selfossi Foto, Vestmannaeyjum Myndsmiöjan Dynskógum 4, Egilsstööum Ljósmyndstofa Stefáns Pedersen, Sauðárkróki Nýja bíó (Bíógrillið), Siglufiröi Prentsmiöja Hornafjaröar, Hornafirði

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.