Vikan


Vikan - 09.07.1992, Síða 9

Vikan - 09.07.1992, Síða 9
TEXTI: VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR / LJÓSM.: BINNI LISTAMENN A HELLU: LEIFUR ÞORARINSSON TONSKALD OG INGA BJARNASON LEIKSTJÓRI i * iBl II# I i 1 II II ERFIÐ OG LJÓT Leifur Þórarinsson og Inga Bjarnason eru meö- al þeirra listamanna sem hafa flutt sig úr skarkala höf- uðborgarinnar og sest aö á Hellu. Þau voru nýbýin að koma sér fyrir í einbýlishúsi, sem þau keyptu sér fyrir skömmu, er Vikuna bar þar aö garði. Leifur haföi fallist á viðtal en tók fram aö hann væri frekar illa haldinn þar sem hesturinn hennar Ingu heföi kastað hon- um af baki með þeim afleiðing- um að rifbein og viðbein brotn- aði. „Þú verður að sætta þig við að ég stynji meðan á sam- talinu stendur,11 sagði hann í símann áður en lagt var af stað yfir heiðina og hann kem- ur hálfhaltrandi til dyra. Þau eiga tvo hesta. „Ætli verði ekki að drepa hestinn hennar Ingu, hann verður bara notaður í bjúgu." Hann segir þau ekki mikla hestamenn en íbúar á Hellu eiga yfirleitt allir hesta. „Fólkið hér í húsunum í kring á flest allt hesta, þetta er land- lægur siður hér um slóðir, allt frá landnámstíð, svo þetta er ekkert tískufyrirbæri. Hér eru tíu sinnum fleiri hestar en menn.“ Hvers vegna völdu þau Hellu? „Leifur vildi flytja," segir Inga og Leifur jánkar því, segir þau hafa valið Hellu þar sem stutt er til Reykjavíkur. „Það er góður vegur og þó menn hafi verið aö setja fyrir sig ófærð á veturna er ekki erfitt að fara á milli nema tvo til þrjá daga á vetri. Erfiðasta færðin á vet- urna er í Reykjavík. Auðvitað getur verið glæfralegt á heið- inni en þá er maður ekki að tefla í neina tvísýnu, gistir bara í bænum. Annars er furðulegt aö ekki skuli vera búið að leggja lestarkerfi um landiö, það myndi breyta miklu um búsæld landins." Eiga þau ættir að rekja til þessara slóða? „Já.“ Inga segir það hafa komið í Ijós við nánari eftirgrennslan að lang- afi hennar var fæddur á Sela- læk og faðir hans var frá Kálf- holti. Leifur er hins vegar ætt- aöur að norðan og austan. „Faðir minn var af þingeyskum ættum og fólkiö hans var aust- an af Seyðisfirði og frá Húsa- vík. Móðir mín var frá Sauðár- króki og amma mín Skagfirð- ingur og Húnvetningur. Að þessu fólki standa alls konar bændur eins og reyndar öllum Islendingum öðrurn." Þetta er ekki [ fyrsta sinn sem Leifur er búsettur utan Reykjavíkur. „Ég hef alltaf ver- ið í góðum tengslum við lands- byggðina, var í sveit á sumrin sem barn og svo bjó ég tvö ár á Akureyri, tvö ár var ég skóla- stjóri Tónlistarskólans í Vest- mannaeyjum og eitt ár var ég á ísafirði." Þar að auki er hann heimsborgari, bjó sex ár í New York meðan hann var þar við nám og í Kaupmannahöfn í sex ár, auk þess sem hann var við nám í Austurríki og Þýska- landi og segist hafa þvælst þar um slóðir í nokkur ár. „Rangæingar eru sérstakur þjóðflokkur," segir Leifur. „Þeir eru rólegir í tiöinni, skynsamir og góðir búmenn. Þeir hafa skemmtilegan húmor, láta samt ekki fara mikið fyrir sér, eru lágværir og kurteisir. Það eru miklar bújarðir hér á Suðurlandsundirlendinu og hér hefur verið unnið þrekvirki í landgræðslunni, eins lítið og hefur verið lagt af fjármunum til þeirra hluta. Ef ekki væru hugsjónamenn sem stæðu að þessu veit ég ekki hvernig þetta svæði væri. Þetta eru öndvegismenn sem ættu að fá medalíur á hverju ári fyrir starf sitt. Það er greinilegt að þeim þykir vænt um landið sitt. Það er erfitt að vera bóndi núna því landbúnaðarstefnan er eitt í dag og annað á morgun. Það er furðulegt að mönnum skuli detta í hug að leggja landbún- aðinn niður. Búskapur er lífs- skoðun og lífsform, allt annað en þeir menn geta skilið sem sitja á skrifstofum og eru að kortleggja þetta. Fólk hefur sínar rætur í sveitinni og hefur lifað hér ættlið fram af ættlið. Það er einkennilegt hugarfar að láta sér detta í hug að strika yfir slíkt með einu pennastriki." Hann segist ekki sakna Reykjavíkur. „Reykjavík er erfið borg og Ijót, meö kauða- legum monthúsum. Ég hélt að ráðhúsið yrði fallegt en það hefur mislukkast, þetta er vondur arkitektúr. Það er eng- in borgarmenning til i þessu landi, Reykjavík hefur bara ókosti stórborgarinnar. Það er til dæmis miklu meiri ró yfir öllu i New York, að ég tali nú ekki um stórborgir í Evrópu.“ Hann var í tónlistarnámi í New York á árunum 1959- 1965/66 og vann auk þess sem fréttamaður fyrir Samein- uðu þjóðirnar, sat meðal ann- ars á alþjóðaþinginu sem að- stoðarmaður. „Þetta var í lok McCarthy-tímans, um svipað leyti og Kennedy fór fram.“ - Hefurðu komið til New York nýlega? „Já. Inga, hvað er langt síð- an við fórum þangað?" Hann kallar í Ingu sem er önnum kafin við að baka ameríska jólaköku, uppskrift úr ævisögu Katrínar Hepburn. Hún segir að þaö séu þrjú ár síöan þau fóru með tónverk í farangrin- um til að vera við opnun á mál- verkasýningu hjá Gunnari Erni. „Fengum þessa mynd í staðinn," segir hann og bendir á stórt málverk á veggnum andspænis. „Þaö var miklu meira talent í borginni hér áður fyrr, meira um að vera í tónlist, myndlist og almennt í listalífinu." - Hvar er talentið núna? „Ætli það sé ekki í Berlín,“ segir Inga. „Þjóðverjar hafa náð forustunni í Evrópu og það eru spennandi tímar fram- undan.“ Sólin hellir geislum sínum yfir stofuna þar sem við sitjum á stólum á flísalögðu gólfinu, innan um húsgögn sem eru eins og spönsk í aðra ættina. Inga er í stuttbuxum með breið axlabönd þar sem veðrið er yndislegt og hún nýkomin inn frá því að spjalla við bænd- urna í nágrenninu. Leifur seg- ist vera að koma húsinu í gagnið, hafa fengið iðnaðar- menn til að leggja flísarnar á gólfið. „Þaö eru mjög góðir iðnaðarmenn hér um slóðir en maður er kominn á hausinn áður en maður er búinn að sjá nokkurn árangur." Við förum að tala um þetta yndislega veður úti eins og allra góðra íslendinga er siður. „Frænka 14. TBL 1992 VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.