Vikan


Vikan - 09.07.1992, Side 17

Vikan - 09.07.1992, Side 17
Sigrúnu fylgir nánasl stormsveipur þar sem hún kemur askvaðandi að borðinu. Hressilega heilsar hún. Mætt í gulri rúllukraga- peysu með hálsmenin á maganum. Töluvert rám. Seg- ist hafa sungið svo mikið undanfarið. Og svo var hún líka að vakna þó komið sé há- degi og rúmlega það. Helgarn- ar tekur hún nefnilega á mánu- dögum og þriðjudögum. Nú er þriðjudagur. Ertu alltaf svona rám? „Nei, nei, bara á morgnana," svarar hún. Viltu kaffi? „Nei, ég drekk ekki kaffi. Gæti ég fengið te?“ Og svona byrjar samtalið. Sigrún Eva Ármannsdóttir neitar öllu en biður um te. Hún virkar svolítið spennt en þegar bollinn með heita vatninu er kominn á borðið og skál með tepokum, svo mörgum að halda mætti að við værum þarna komin til að skrásetja alla ævi hennar, þá fær hún eitthvað að fikta við. Þannig fer flýtirinn af henni. Hún var svo- lítið sein en þó innan við aka- demíska korterið. Talandi um akademíu eða skóla. „Endaerég í Háskólan- um,“ útskýrir Sigrún Eva þeg- ar þessar frægu fimmtán mín- útur ber á góma. „Ég legg stund á ensku og frönsku. Hefði reyndar átt að útskrifast í vor en ég á ritgeröina eftir. Maður nennir aldrei að gefa sér tíma fyrir hana. Síðan á ég eftir að taka eitt próf líka. Ég var úti í Eurovision þegar það var á dagskránni." ÞOLIR EKKI EINVERU En af hverju enska og franska? „Ég veit ekki. Ég var á málabraut í Menntaskólan- um á Akureyri. En mig langar að læra svo margt og ég var meira að segja skráð í við- skiptafræði sem aukagrein. Ég hætti við það og ákvað að taka frönskuna í staðinn með ensk- unni,“ segir Sigrún og franskt bókmenntanán skýtur upp kollinum. ( Frakklandi. „Ég var einn vetur í útlendingadeild skóla í borg sem heitir Gren- oble. Veturinn eftir fór ég í há- skólann i Lyon.“ Henni leiddist ógurlega í Frakklandi. „Það var aðallega einveran. Ég þoli ekki að vera ein. Þó bjó ég fyrri veturinn með íslenskum stelpum og það var alveg brjálæðislega gaman. Svo ákvað ég að taka inntökupróf í háskólann, meira staklega hvað varðar fram- burð og hljómfall. Við tókum til dæmis próf í hljómfalli og þrjú okkar, öll starfandi í tónlist, fengum tíu,“ bætir hún við. Og þetta síðara segir hún sem sjálfsagðan hlut. Kennarinn sagði víst að svona væri þetta alltaf. Hún segist í fyrstu aldrei hafa lært neitt í tónlist. En það er nú bara vegna þess að fimm flautuár verða útundan. Hún áttar sig fljótlega á því. „Jú, hvað er ég að Ijúga þetta. Ég lærði á blokkflautu í fimm ár, frá fimm til tíu ára, eitthvað svoleiðis. Ég ætlaði alltaf að læra á þverflautu en það var enginn kennari heima," segir svekkt. Skemmtilegar uppá- ={ komur? „Það þótti vinsælt að ^ rugla skóm. Þá voru margir í kínaskóm og körfuboltaskóm, O' hvítum og bláum. Skórnir voru alltaf skildir eftir niðri. Einu ^ sinni bundum við körfubolta- q skóna alla á handriðið, upp c eftir öllum hæðum og kína- skómir voru allir settir í einhvem ^ dall. Morguninn eftir fann eng- 5 inn neitt og allt varð vitlaust," svarar Sigrún Eva og nú örlar g greinilega á púkanum. Það 2: tístir í henni í þessum töluðum r— orðum. Hún er að blaðra O' CO þessu núna. „Þú mátt ekki ^ segja að ég hafi gert þetta. Við ^ vorum marga klukkutíma að ^ þessu! 5? Skemmtilegt spjall við Sigrúnu Evu: . J JTT AF á heimavistinni í gamni en alvöru. Ég náði óvart. En síðan leiddist mér bara. Við íslendingar erum til dæmis ekki komnir nærri því eins langt í bókmenntunum eins og Frakkarnir. Þeir kafa svo djúpt að maður skilur ekk- ert um hvað þeir eru aö tala. Og hvað þeir gátu séð út úr verkunum. Maður lærði þetta ekki í menntaskóla. Þar erum við að rekja söguþráð og gera persónulýsingar sem er ekki málið í Frakklandi. Ég gerði samt tólf síðna ritgerð á frönsku um smákafla í bók. Þessi kafli var einar tíu eða tólf línur í bókinni," segir hún og hristir í dag höfuðið yfir þess- um frönsku pælingum sínum. TÓNEYRA I TUNGUMÁLUM Gekk þér þá alltaf vel í tungu- málanámi? „Já, ætli það ekki,“ svarar Sigrún og virðist fara dálítið hjá sér. „Það sagði mér einn kennarinn minn að fólk sem er í tónlist eigi auðveldara með að læra tungumál. Sér- hún. Hvað kallar hún „heima“? „Ólafsfjörð," er svarið, og það kemur um hæl. Þess vegna hefur hún þennan harða framburð. Hvað gerist ef hún er spurð hvort hún sé Akureyr- ingur? „Þá gerist ekkert sér- stakt en ef þú spyrðir hvort ég væri Dalvíkingur þá myndi ég...,“ svarar Sigrún, grínleit og kímin. Hún fer ekki nánar út f þá sálma. Það er eitthvað þarna á milli, einhver rígur en hún segist eiga góðar minningar frá Akureyri. KÍNASKÓR í DALLI Þar var Sigrún Eva Ármanns- dóttir í heimavist þegar hún var í menntaskólanum. „Það var mikið stuð. Alveg meiri háttar." Hvað er svona voða- lega skemmtilegt í heimavist? „Félagsskapurinn. í dag, þegar ég hitti fólk sem var með mér á heimavistinni, þá spjöllum við saman eins og við hefðum hist í gær. Og loksins þegar fólkið kom saman núna sextánda júní þá missti ég af því. Var að syngja," segir Sigrún, ferlega Síðan var alltaf verið að stelast. Reyndar vorum við næturverðir og allt svoleiðis sjálf þannig að þetta var mjög frjálslegt á þessum tíma. Það eina sem virkilega var tekið á voru vatnsslagirnir. Gólfin voru svo blaut stundum að maður varð að ganga berfættur um ▲ Stundum örlar svolitið á púkanum í Sigrúnu Evu. Lifið er ekki bara dans á rósum. 14. TBL. 1992 VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.