Vikan


Vikan - 09.07.1992, Síða 19

Vikan - 09.07.1992, Síða 19
Sigrúnu. „Ég er ekki hérna," segir hann og viö tökum mark á því. Hann er gleymdur og grafinn í bili, þaö eina sem minnir á jarðneska tilvist hans eru smellirnir í myndavélinni. Hvaö um söngkonuna Sig- rúnu Evu. Ætlar hún í söngnám? „Það veit ég ekki. Þaö væri náttúrlega mjög gaman og er freistandi en núna hef ég bara ekki tima til þess. Síðan er ekki mælt meö söngnámi fyrir starfandi söng- konur í poppinu þannig aö þetta er ekki á stefnuskránni í augnablikinu." Hvernig var Eurovision? „Þetta var eins og aö fara í ferðalag meö góöum hópi en þaö fór rosalega mikill timi i þetta. Á sama tíma vorum viö aö æfa meö nýju hljómsveit- ekki vera aö hugsa um kvíð- ann og við höfum nokkrar brellur til aö losa okkur viö hann, tala um eitthvað annaö þangað til allt í einu á að fara að syngja. Öllu máli skipti aö viö vorum mjög vel undir þetta búin.“ Hélstu aö þiö mynduð vinna? „Nei, ég fann þaö vel úti aö viö vorum ekki vinnings- liö. Þaö var miklu meira pælt í þessum austurríska meö stolna Tom Jones lagiö, til dæmis." FLUGFREYJUSTARF VAR ÆTLUNIN Teið hennar Sigrúnar er búiö. Hún drakk einn bolla og ætlar greinilega ekki aö fá sér annan. Viö erum búin aö spjalla um alla heima og geima, Á sviði með Þúsund andlitum, hljómsveitinnl sem Sigrún Eva og Birgir hafa komið á legg með ærinni fyrirhöfn. inni. Ég er eiginlega búin aö vera að syngja upp á hvern einasta dag í tvo mánuði, að minnsta kosti. Enda rám núna,“ segir Sigrún og skellir upp úr. Fannst þér öðruvísi að syngja á sviðinu í Svíþjóð heldur en í félagsheimilinu á Ólafsfiröi, til dæmis? „Ég var ekkert aö spá í þaö og ég var lítið stressuö, mest þó rétt áöur en viö fórum upp á sviö. Þegar þangað kom var svo mikið af flóöljósum þannig aö maður sá ekki fólkið í salnum og ég var ekkert aö hugsa um fólkið sem var aö horfa á sjón- varpið. Viö Sigga vorum líka ! því að peppa hvor aöra upp, sögöum grófa brandara og svona. Við fórum skellihlæj- andi upp á sviö. Maður má vitt og breitt, en tómstundir hafa oröiö útundan. Hún seg- ist horfa mikið á myndbönd og fara i bíó. „Núna er söngurinn helsta áhugamáliö og þaö kemst fátt annað að,“ segir hún. „Mér finnst gott aö slappa af og fara í heimsóknir til vina minna því mér líkar vel innan um margt fólk. Síðan bara ... svefn!,“ segir hún og hlær inni- lega. En hún meinar þaö. „Já, ég hef gaman af því. Og nýju hljómsveitinni. Á vetrum hefur skólinn verið eitt aöaláhuga- máliö en nú er hann búinn í bili aö minnsta kosti.“ Sökum mikils ferðaáhuga telur Sigrún námiö geta nýst sér á ýmsum sviðum ferða- mála. Hún telur ekki útilokað aö hún eigi eftir aö starfa á þeim vettvangi einhvern tím- ann í framtíðinni. En framtíðin gæti boriö annað starf fyrir Sigrúnu Evu Ármannsdóttur í skauti sér. „Ég ætlaði mér allt- af að veröa flugfreyja en nú veit ég ekki hvort af því verður,“ segir hún hlæjandi, hress og kát. „Eöa leiðsögu- maöur, mig langar líka til þess.“ FERLEG FREKJA „Ég ætlaöi heldur aldrei aö veröa söngkona en því held ég áfram svo lengi sem ein- hver vill heyra í mér. Mig lang- ar til aö gera svo margt,“ segir hún, svolítið stelpulega eins og hún sé aö reyna aö finna eitthvað skemmtilegt til aö gera þegar hún verður stór. í þaö minnsta eiga rútufarþegar framtíðarinnar von á góðu ef hún verður leiösögumaöur. Þá gæti íslensk fjallafegurö allt eins oröiö aö tálsýn sem Sig- rún Eva syngur um í hljóö- nemann. „Ég er ferleg frekja og mér er sagt aö ég sé mjög stjórnsöm. Bróöir minn orðaði þetta einhvern tímann þannig að mér tækist að vfá mínu framgengt án þess aö fólk gerði sér grein fyrir því,“ segir hún og bætir viö aö kannski sé svolítið hallærislegt aö vera aö segja þetta. Lýsingin er góö og ágætur botn I skemmtilegt samtal. Og viö förum út í júní- sól og sumarkulda til að leyfa Binna aö taka fleiri myndir. □ Á Og henni finnst gott að sofa. Það er áhugamál. HAFNARSTRÆTI 15 REYKJAVÍK ■ SÍMI 13340 14. TBL. 1992 VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.