Vikan


Vikan - 09.07.1992, Side 29

Vikan - 09.07.1992, Side 29
Ég kom mér þægilega fyrir í stól á efstu hæð eins glæsihótelsins í Cann- es og setti upp þann fábrotna tækja- búnað sem ég hafði meðferðis. Ætl- unin var að taka viðtai við Jenne Tripplehorn sem leikur doktor Beth Garner lögreglusálfræðing í myndinni Basic Instinct á móti Michael Douglas. Hlutverk hennar er mjög veigamikið í myndinni og slagar hátt upp í hlutverk Stone. Þessi stúlka vakti verðskuldaða athygli fyrir leik sinn í myndinni og er það skoðun undirritaðs að hún hafi síst leikið lakar en Stone en þar sem ástaratriði hennar og Dougl- as eru heldur minna krassandi hafi hún ekki fengið eins mikla athygli. Hún er fædd og uþþalin í Tulsa í Oklahoma en fluttist til New York þar sem hún útskrifaðist úr Juliard leiklistarskólanum. Strax eftir það fékk hún hlutverk á móti Jason Robards og Cambell Scott í The Perfect Tribute sem ABC valdi kvikmynd vikunnar. Fljótlega á eftir lék hún í hinu þekkta leikriti eftir John Patrick Stanley, The Big Funk, í New York Festival Public Theater. Leikferill hennar i kvikmyndum er því ekki ýkja víðfeömur miðað við þá þrosk- uðu konu sem maður sér í Basic Instinct. Þarna birtist hún með dökkt, slegið hárið, í frekar síðum, flegnum bláum kjól og sest í stól- inn við hliö mér. Það veröur að segjast eins og er að mér brá nokkuð þegar ég sá hana því ég átti eiginlega von á mun eldri konu. Hún leit ekki út fyrir að vera eldri en liðlega tvítug. Svo þetta er konan sem átti að hafa vit fyrir Michael Douglas í myndinni, rúmlega tuttugu árum yngri! hugsaði ég með mér. Við tókumst í hendur og greinilega var Je- anne í mjög góðu skaþi en virtist hálfringluð eftir atburði síðustu sólarhringa, sem er ekki að undra þegar haft er í huga að þetta er ung og reynslulítil leikkona á hraðri leið upþ stjörnuhimininn. Hún er, satt best að segja, komin þangað vel með annan fótinn. Ég byrjaði á að sþyrja hana hvernig hún hefði það. „Ég hef það bara nokkuð gott. Þakka þér fyrir," svaraði hún. „Mér líður mun betur en í gær því þá var ég mjög taugaóstyrk, jafnvel fullmikið." Ég spurði Sharon Stone að því í viðtali, sem ég átti nýlega við hana, hvernig henni hefði lið- ið að fara í bíó með fjölskyldunni, vinum og öllu þessa fræga og jafnframt ókunnuga fólki og horfa á sjálfa sig í ástríðufullum senum á hvíta tjaldinu. Hvernig leið þér? „Það fyllti gjörsam- lega mælinn hjá mér, þegar ég var sem sþenntust var eins og ég heyrði smell og heilinn í mér hoppaði út á gólf. Ég þurfti að kæla mig niður eins og kjarnorkuofn sem hafði brunnið yfir. Sharon sagði við mig skipandi röddu: Taktu heilann upp af gólfinu og settu hann aftur inn í höfuðið á þér!“ VILDU GANGA ÚR SKUGGA UM AÐ HÚN VÆRI EKKI GEÐVEIK Hvernig fékkstu þetta hlutverk? „Ég fór í eina hljóðprufu. Eftir það fór ég í prufuupptöku og það var allt og sumt. Mér var síðan tjáð eftir um það bil mánuð að ég fengi 'hlutverkið. Ég fór út að borða með Michael Douglas því þeir vildu ganga úr skugga um að ég væri ekki geðveik. Þeir vissu ekkert um mig. Okkur samdi vel en þeir vildu einnig vita hvort ég þassaði inn í hlutverkið á móti Chatherine þannig að þeir settu mig í bið í um það bil einn mánuð. Ég vissi samt að ég fengi hlutverkiö að því tilskildu að þeir réðu ekki einhverja sem væri miklu eldri en ég.“ Hver er bakgrunnur þinn? „Ég byrjaði að leika þegar ég var fimmtán ára í Tulsa í Oklahoma. Ég hafði mótast mikið þegar ég yfirgaf Tulsa og flutti til New York. Ég var með mína eigin morgunútvarþsþætti og hafði verið með í gerð fimm mismunandi sjón- varpsþátta og leikið allar mögulegar mann- gerðir. Ég var einnig með minn eigin grínþátt í sjónvarpi ásamt því að leika á sviði." Þú ert kannski meira fyrir grínleik en alvarleg hlutverk? „Já, það má segja þaö. Öllum sem þekkja mig finnst mjög fyndið að ég skuli leika í þess- ari mynd, Basic Instinct, því þetta hlutverk er svo gjörólíkt minni eigin persónu. Þeim finnst fáránlegt að þetta skuli vera fyrsta alvörukvik- myndin sem ég leik í.“ Áttu eitthvað sameiginlegt með dr. Beth Garner? „Nei, það get ég ekki sagt.“ Hver er munurinn á ykkur? „Ég er mun léttari og ekki eins rosalega uþþtekin af að hafa fullkomna stjórn á hlutun- um og hún. Það fer ekki mikið fyrir mér dags daglega, ég er auðveld í umgengni og það er ekki hægt að rekja slóðina á eftir mér.“ TEXTIOG LJÓSM,: PORSTEINN ERLINGSSON

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.