Vikan


Vikan - 09.07.1992, Page 35

Vikan - 09.07.1992, Page 35
ekki sjálfsagt aö öörum þyki vænt um þig eöa elski þig heldur finnst þér að þú þurfir aö vinna fyrir þvi meö því aö vera góö og elskuleg viö aðra. Þess vegna er mjög erfitt fyrir þig að segja nei þegar þig langar aö segja nei. Þess vegna er líka mjög erfitt aö segja eða gera eitthvað sem getur vakið reiði eöa andstöðu hjá öörum eða gefið öðrum í skyn að þú standir þig ekki á einhverju sviöi. Þetta er samt þaö sem þú verður aö gera. Þú veröur að fara að æfa þig í að segja hug þinn, þora aö gera þaö sem þig langar, vera þú sjálf. Muna aö öðrum þykir vænt um þig vegna þess sem þú ert en ekki vegna þess sem þú gætir hugsanlega verið ef þú lékir nógu vel. Aðrir einfaldir hlutir en minna sársaukafullir og ekki eins áhrifarikir, nema framan- greint fylgi meö, eru hlutir eins og það aö hrósa sjálfri þér, vera ánægö meö þaö sem þú gerir, taka hrósi meö þakklæti en ekki eyða því eöa „fara í kerfi". Vera góð við sjálfa þig og gera þaö sem þig langar aö gera. (Þú gerir fullt fyrir aðra. Hvaö gerirðu fyrir þig?) Æfa þig í aö líta í spegil og vera ánægö meö þaö sem þú sérö. Breyta því sem þú ert óánægö meö og læra aö hætta aö fela þann hluta af þér sem þú held- ur aö aðrir vilji ekki sjá. Vera góö viö líkama þinn og við- halda honum með þjálfun og vellíöan. Vera góö viö sálina þína meö því að leyfa þér aö hafa tilfinningar, skoöun, viðhorf, löngun og svo fram- vegis, án þess að skammast þín. Leyfa þér að leita til ann- arra þegar þér líöur illa í staö þess aö gera þig eina. Allt þetta er erfitt. Það kostar mikil átök og erfitt er aö standa einn/ein í því. Þess vegna get- ur verið gott aö vera í sam- bandi við sálfræðing eöa annan slíkan aöila á meöan á breyt- ingarátökum stendur. Gangi þér vel og ekki gefast upp, þó þetta verði erfitt, Sigtryggur. Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, samskipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlíf og annað það sem lýtur að sálfræði og sálfræðilegum vandamálum. Bréfin mega vera nafnlaus eða undir dulnefni. Utanáskriftin er: Sigtryggur Jónsson sálfræðingur, Álftamýri 3, 108 Reykjavík. I4. TBL. 1992 VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.