Vikan - 09.07.1992, Síða 39
AAAÁAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
ÆVINTÝRI VERULEIKANS
TTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT
„Út í búð"
og f leiri sögur
Stundum þegar ég síst á
von á lendi ég í hinum
æsilegustu ævintýrum.
Ef til vill er ekkert sem heitir aö
lenda i einhverju heldur er
maður fús til aö fást viö eitt-
hvaö spennandi og þá koma
tækifærin svo aö segja upp í
fangið á manni. „So to speak,“
eins og Kristján sálugi Ólafs-
son heföi sagt. Það veit sá
sem allt veit aö ég sakna hans
mikið og þoli ekki aö hann sé
horfinn af sjónarsviöinu. Ef
gert yrði myndband meö hon-
um myndi ég kaupa mér ein-
tak og liggja yfir því dögum
saman og hlæja og hlæja. Mér
finnst hann svo fyndinn og
einnig hef ég svo gaman af aö
heyra slett útlensku.
Ein uppáhaldssetningin min
úr dönsku er höfö eftir danskri
konu sem var í fyrrverandi
tengdafjölskyldu minni, þess-
ari þar sem allir taka svo vel til,
ryksuga svo mikiö, þurrka svo
mikiö af og ég hafði ekki gæfu
aö bera til aö vera jafnhreinleg
og þau. Já, danska konan
sagði aö þaö væri svo gott aö
búa ( klíðerne. Lauslega þýtt
að það væri svo gott aö búa í
hlíðunum. Ég elska svona
setningar.
Nú fara lesendur aö spyrja
hvaða ævintýri hún ætli aö tala
um og man ég þaö vel. Fyrst
ætla ég samt aö segja ykkur
frá konunni sem fékk gest í
kaffi kvöld nokkurt fyrir mörg-
um árum. Þetta er sönn saga
utan af landi. Ekkert kaffi var til
á heimilinu en heldur engir
peningar. Gesturinn var vinur
húsbóndans og heimavanur
svo hann lét konuna fá pen-
inga fyrir kaffipakka, heldur ríf-
lega og hún fór út í búö. Líður
svo tíminn og ekkert bólar á
kerlu í eina þrjá tíma. Loksins
kemur hún heim alveg himinlif-
andi og sýnir félögunum kaffi-
lausu hvaö hún haföi keypt fyr-
ir peningana. Tvær skjaldbök-
ur sem hún haföi í lófanum.
Hún haföi fallið fyrir þeim á
leiöinni út í búö, gat ekki staö-
ist þær.
Æsilegustu ævintýrin segir
maður aldrei neinum. Þau eru
heilög en lífið er svo fullt af
ævintýrum. Um daginn kynntist
ég í fyrsta sinni blökkukonum.
Þær eru bandarískir rithöfund-
ar og hitti ég þær í boöi hjá Rit-
höfundasambandinu. Þær
voru svo fallegar, hvor á sinn
hátt. Daginn eftir fórum viö
saman í búðir. Önnur þeirra
lék leikrit í hverri fataverslun
þegar hún var aö máta. Róm-
eó og Júlía eða Hamlet eftir
því hvaö passaði. Viö hlógum
og skemmtum okkur konung-
lega og ég hugsaði aö þaö
heföi verið mál til komiö fyrir
mig aö kynnast konum af öör-
um litarhætti, 43 ára konuna
sem vildi að heimurinn væri án
landamæra, svo langt sem
hugur nemur.
EF VIÐ V/ERUM SPURÐ
Ef við værum spurð
hvort við vildum elska
gætum við svarað
með því að segja
já eða nei
en við erum ekki spurð
aðeins gefinn möguleikinn.
Við samþykkjum hann
og vöxum
eða flýjum
og reynum að lifa
með missi okkar
og söknuði.
>
oo
oo
o
70
co
o
S'
70
co
T^.
22
~n
>
70
THE ONLY
WAYTO
TAN
ZANCASTER
Sun Cosmeti.cs