Vikan


Vikan - 09.07.1992, Page 43

Vikan - 09.07.1992, Page 43
snemma til þess aö hafa góö- an tíma til að búa sig upp fyrir kvöldverðinn sem þau voru boðin í á veitingastaönum Bing Dao sem er í sama húsi og Hótel Norðurland. „Við fengum mjög góðan mat og þjónustu," sagði Drífa þegar tíðindamaöur Vikunnar spjall- aði við hana um ferðalagið. Staðurinn var opnaður fyrir skemmstu og þar sérhæfa menn sig f austurlenskum mat. Aðspurð sagði Drífa að þau hefðu haldið sig mest innan- bæjar þessa helgi en hefðu þó notað tækifærið úr því þau voru á bílaleigubíl og brugðið sér í ökuferð um nágrennið. Meðal annars óku þau til Hjalt- eyrar þar sem þau skoðuðu sig aðeins um. Þegar Drífa var innt eftir því hvort þau Hlynur hefðu kynnt sér skemmtanalíf- ið á Akureyri sagði hún að þau hefðu svo sannarlega fariö út að skemmta sér. Skemmti- staðurinn Uppinn varð fyrir valinu bæði kvöldin. „Við fór- um líka á „1929" þegar opnað hafði verið á milli en staðirnir eru hlið við hlið og reknir af sömu aöilum. Þar var Sálin hans Jóns míns að spila fyrra kvöldið. Við skemmtum okkur konunglega. Þetta var frábær helgi." □ Bilaleiga Flugleiða sá til þess að þau gætu ekið um bæinn og farið í skoðunar- ferðir um nágrennið. Á laugar- dagskvöld- ið var þeim boðið til dýrindis kvöldverð- ar á austur- lenska veit- ingahúsinu Bing Dao.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.