Vikan


Vikan - 09.07.1992, Page 44

Vikan - 09.07.1992, Page 44
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFIFRÁ LESANDA SVAR TIL NONNA UNDIR TVITUGU Elsku Jóna Rúna! Það er ótrúlega langt síðan mig langaði að setjast niður í rólegheitum og skrifa þér. Ég hef lesið allt sem þú skrifar i Vikuna og langar að nota tækifærið og þakka þér fyrst af öllu kær- lega fyrir. Ég held að ég sé ósköþ venjulegur strákur, kannski einum of venjulegur og ef svo er þá er það bara í góðu lagi. Ég er að læra í fjölbrautaskóla og ætla mér að verða hárskeri eða eitthvað álíka eftir stúd- entinn. Ég hef furðu mörg áhugamál, svo sem knattspyrnu, frímerkjasöfnun, kvikmyndir og svo hjóla ég mikið. Ég á hund, hest og einn stóran fugl, mjög sérstakan, sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef svo sem ekki yfir miklu að kvarta en þó einu og það eru foreldrar mínir, satt best að segja. Þau valda mér mikl- um áhyggjum og hafa gert lengi. Mér finnst líf þeirra ganga út á peninga, skemmtanir og snobb. Þau eru frekar ung, alla vega eignuðust þau mig þegar þau voru langt undir tvítugu. Þau vinna bæði úti og eru sjaldan heima. Við erum þrjú systkinin og hin eru yngri en ég, þó ekki mjög. Við fáum allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga og höfum örugglega farið oftar til út- landa heldur en margir sem eru komnir á graf- arbakkann. Við búum í flottu húsi og eigum bæði hjólhýsi, bát og sumarbústað. Það eru þrír bílar á heimilinu og allar græjur sem hægt er að nefna. Auðvitað er svo sem ágætt að hafa það gott en mér finnst það ekki vera þess virði að láta allt eftir sér ef aldrei er neitt gott í gangi tilfinn- ingalega á milli okkar. Það eru til dæmis um það bil fimm ár síðan annað hvort þeirra hefur faðmað mig eða kysst. Ég er ekki að ýkja, Jóna Rúna. Allt sem ég geri er eitthvað svo sjálfsagt, finnst þeim, auk þess sem þau láta oft í Ijós við okkur systkinin að við séum mjög heppin að hafa það svona gott. Þau voru bæði alin upp i frekar mikilli fátækt og virðast bæði halda að peningar og hlutir lækni allt. Þau tala mjög sjaldan við mig eins og jafn- ingja og stundum hvarflar að mér að þeim sé nákvæmlega sama um mig, nema þegar ég fæ góðar einkunnir og stend mig vel í einhverjum áhugamálum. Það mætti halda að þeim þætti ekkert vænt um okkur krakkana vegna þess að þau eru nákvæmlega eins við systkini mín. Ég held að græðgin sé að drepa þau. Þau fá aldrei nóg af peningum og eru stanslaust að reyna að eignast meira og meira. Vinir þeirra virðast hugsa mjög svipað. Ég ligg oft andvaka og hugsa um hvað þetta líf okkar er tilgangslaust og ætla mér ekki að hafa hlutina svona hjá mérefég á eftirað eign- ast heimili og börn. Þau voru áður fyrr bæði hipgar og friðarsinnar en það er ekki að sjá að þannig mál séu í gangi hjá þeim núna. Ég hef mikinn áhuga á öllu sem tengist trúmálum og andlegir hlutir höfða mjög til mín. Mér líður vel þannig hugsandi. Hvað á ég að gera, Jóna Rúna, til að reyna að komast inn á þau? Get ég keþpt um athygli þeirra við þessa ömurlegu græðgi sem þau eru haldin? Á ég að segja þeim álit mitt á því lífi sem þau lifa? Er algengt að foreldrar séu svona áhugalausir um börnin sín sem mann- eskjur? Á ég að fara að heiman í mótmæla- skyni? Trúir þú að við endurholdgumst? Eru draumar bara rugl? Mig dreymir rosalega. Hver heldur þú að sé lífstilgangurinn? Kæra Jóna Rúna, það er miklu fleira sem ég vildi sgyrja þig um en læt þetta duga. vonandi ertu ekki að drukkna í bréfum þannig að þú getir ekki svarað mér. Bið að heilsa með fyrirfram þakklæti, Nonni. Elskulegi Nonni! Það er aldeilis að þú tappar af þér. Auðvitað stytti ég bréfið heilmikið eins og þú sérð og vona að þér líki það vel. Ég skal reyna að svara þér eins og mér einni er lagið og vonandi geta ábendingar mínar reynst þér einhvers virði sem tímabundin leiðsögn í þessu sem er að valda þér hugarangri. Takk fyrir hlýju í minn garð. Ég minni enn og aftur á að mitt hlutverk hér í blaðinu er að styðja heilbrigða eins og þig og reyna af einlægni að gefa leiðsögn sem er runnin undan rifjum innsæis míns og reynslu- þekkingar, auk þess sem hyggjuvit mitt notast auðvitað jafnframt. Fagfólk tekur á vandamál- um en ég mögulega á eðlilegu veseni sem heilbrigðir fara í gegnum og tengist sammann- legri reynslu. Við sjáum hvernig okkur gengur í umfjöllun þessari sem vissulega tengist því sem plagar margan ágætismanninn og það er taumlaus græðgi á kostnað jákvæðra og skynsamlegra mannlegra samskipta. FORELDRAHLUTVERK Eitt vandasamasta hlutverk sem við getum þurft og óskum flest að takast á við í lifinu er foreldrahlutverkið. Vissulega er dásamlegt að vera pabbi eða mamma barns sem Guð hefur treyst okkur fyrir. Það fylgir því til dæmis að vera foreldri að við verðum fram á fullorðinsár barna okkar að vera þeim sú fyrirmynd and- lega sem efnislega sem notast þeim best sið- ferðislega bæði i foreldrahúsum og síðar á lífsleiðinni. Þaö er því ekki óvitlaust að eignast bara ekki börn ef við höfum ekki löngun til að standa öll- um stundum með þeim á jákvæðan hátt, erum sem sagt ákveðin í að bregðast þeim aldrei. Barnauppeldi er nefnilega meiri háttar mál þó yndislegt geti verið líka og engin sérstök ástæða til að klúðra því. Við getum ekki ætlast til að börnin okkar ali sig upp sjálf. Við verðum að leiðbeina þeim og hvetja, auk þess sem við verðum að umvefja þau miklum kærleika og öðrum ylstraumum til að þau þrífist rétt og njóti sín vel. BÖRN ERU AF HOLDI OG BLÓÐI Það sem víða viðgengst í samskiptum foreldra og barna þeirra er nákvæmlega sú staðreynd sem þú talar um, að samskiptin ganga meira en hollt má teljast út á gjafir, flottar aðstæður og endalaust ferðalög heima og erlendis ásamt innihaldslitlum skemmtunum öðrum sem varla geta talist hentugar, nema einungis í sæmilega góðu hófi. Aldrei er tekist á við sterkar og nauðsynlegar tilfinningar svo sem sorg og gleði. Hvaða gagn er af sandi af seðl- um heima hjá þér ef þú færð ekki þá tilfinninga- legu og andlegu næringu sem þú átt rétt á og þarfnast sárlega? Varla er gagnið mikið aö einhverju óhófi ef það er á kostnað þægilegra og uppbyggilegra tilfinningalegra samskipta sem meðal annars gætu legið í því að þú fáir kærleikshvetjandi faðmlag af og til, nokkuð sem staðfestir jafn- framt veraldlegu aðhlynningunni væntumþykju foreldra þinna til þín. Það hefur verið sannað vísindalega og ekki fyrir löngu, þó það hljómi hallærislega, að engin mannvera getur þrosk- ast og dafnað eðlilega ef hún er ekki umvafin nokkuð reglulega ást og ylstraumum henni skyldum. MIKILVÆGI YLSTRAUMA Vissulega væri óskandi að við legðum metnað í aukin umsvif heilbrigðra ylstrauma, tengda umvefjandi kærleika. Það ætti ekki aö þurfa að styðjast við niðurstöður vísindamanna í þess- um efnum blíðunnar sem frá aldaöðli og löngu fyrir fæðingu svokallaðra vísinda var stað- reynd sem flestum var meira að segja kunn. Blíða er öllum nauðsyn og ætti sá sannleikur ekki að vefjast fyrir neinum, þrátt fyrir að víða sé verið að gefa annað í skyn. Við erum sem betur fer öll byggð upp með til- hneigingu til að umvefja til dæmis afkvæmi 44 VIKAN 14. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.