Vikan


Vikan - 09.07.1992, Side 50

Vikan - 09.07.1992, Side 50
A Umdeíldlr, hressir og kátir, Jón Axel og Gulli á Bylgjunni. Þeir fengu næstum því sendan poka af mýflugum að norðan. ► Strax upp úr klukkan sjö fara hlustendur að hringja í hljóðver til þeirra félaga með hugmyndir að gabbi. eira eins og hjóna- band en samstarf, segja þeir Jón Axel Ólafsson og Gunnlaugur Helgason sem saman eru tveir með öllu á sumrin en fara hvor í sína áttina á veturna. Þeir hafa nú í tvö sumur verið með vinsælasta morgunþáttinn á öldum Ijósvakans. Vikan skyggndist inn í stúdíóið til þeirra og kynntist því hvernig þátturinn Tveir með öllu verður til. BLEKPUNKTAR VERÐA AÐ HREKK Blaðamaður Vikunnar fylgdist með þeim félögunum í útsend- ingu einn gráan vordag fyrir skömmu. Þegar hann kom i hús Bylgjunnar uppi á Krók- hálsi stundvíslega klukkan átta að morgni voru þar fyrir þeir Jón og Gulli og að því er virtist ekki nýkomnir. Reyndar hafði Gulli verið kominn í vinn- una klukkan sex! Hann ætlaði að hrekkja Þorgeir Ástvalds- son í sumarfríinu úti á Spáni en Þorgeir hafði brugðið sér í jeppaferð árla morguns og því náði Gulli ekki í hann. í stað- inn fyrir grikkinn ákvað þessi geðþekki grínari og útvarps- maður að fá fararstjórann á Spáni til að halda Þorgeiri veislu en Þorgeiri er djöfullega við að aðrir viti af afmælinu hans. Eftir átta kemur stígandi í undirbúning þáttarins. Fleiri 50 VIKAN 14. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.