Vikan


Vikan - 09.07.1992, Side 51

Vikan - 09.07.1992, Side 51
símtöl berast þeim Jóni og Gulla og bréfsiminn malar í sífellu, dælir út úr sér pappír með milljónum blekpunkta sem oft eru innlegg í hádeg- isverðarpottinn, þar sem dreg- ið er út eitt símbréf daglega, eða sem hrekkur við einhvern saklausan vesaling úti í bæ. KÖRT UM KÖRT FRÁ KÖRTUM TIL KARTA I því er blaðamaður var aö koma sér þögull fyrir eins og fluga á vegg bárust tíðindi af því að morgunþátturinn frá því daginn áður hefði verið endurfluttur um nóttina. Blaða- maður, sem er annálað stærðfræðiséní, sat þögull enn um sinn en gat svo ekki MEÐ setið lengur á sér og varð að leyfa þeim Jóni og Gulla að njóta með sér: „Strákar, þið eruð komnir með fjórðung alls útsendingartíma á Bylgjunni!" Viti menn, í þetta sinn hafði gamli stærðfræðifallistinn úr Verslunarskólanum rétt fyrir sér. „Við verðum að fá kaup- hækkun," ályktaði Jón Axel og stóð á fætur eins og hann ætl- aði að vaða inn á skrifstofu forstjórans með hnefann á lofti. Sú varð þó ekki raunin. Klukkan var orðin níu, Bylgju- fréttir að hefjast og aðeins ör- fáar mínútur í útsendingu á vinsælasta útvarpsþættinum í sumar, Tveim með öllu. Jón Axel dröslaði á undan sér litl- um vagni troðfullum af tor- kennilegum hlutum sem í fjar- lægð minntu á kassettur. „Þetta eru kört,“ fræddu at- vinnumennirnir mig á. Inn í stúdíó var förinni heitið þar sem Sigursteinn Másson var að Ijúka þætti sínum. Við tóku fréttamennirnir íris Erlingsdótt- ir og Óli Tynes með glóðvolgar fróttir. Eftir fáar mínútur í útsend- ingu áttaði blaðamaður sig á að kart (um kart frá karti til karts; kört um kört frá körtum til karta) er eins konar kassetta og gríðarlega mikið notaö í út- varpi nútímans. Á körtunum eru allra handa stef og hljóð sem nota má í útsendingu. Til dæmis má nefna að auglýs- ingarnar eru allar á körtum, símtölin frá hinni óborganlegu Bibbu eru á körtum, öll ný lög, sem ekki eru komin út á plötu, eru á útvarpsstöðvunum á körtum og stöku sinnum eru fréttir á körtum. Þess má geta fyrir íslenskuáhugamenn að orðskrípið „kart“ er hljóðgerv- ing af enska orðinu „cart- ridge). Menn geta svo dundað við að smíða nýyrði yfir þetta orð og sent þau á faxi, ég meina símbréfi, ég meina myndsendi, upp á Bylgju. Ekki er að undra að manni verði fótaskortur á lyklaborðinu þeg- ar kemur að orðinu fax. í þættinum Tveir með öllu er uppi viss deila um hvort beri að segja fax, myndsími, bréf- sími, símbréf eða eitthvaö annað. Greinarhöfundur og málfarsráðunautar hans styðja orðiö símbréf og þar af leið- andi bréfsíma yfir tækið sjálft. ► Gulli Helga. Jóhannes eftir- herma lék lag- lega á hann um daginn. ▼ Jón Axel Ólafsson. Að undirlagi Gulla hringdi Jóhannes síðan í hann sem Ólafur Ragnar. EGILS - AÐ SJÁLFSÖGÐU Þegar Gulli Helga var búinn aö koma sér notalega fyrir á bak við græjustæðuna og Óli Tynes var búinn að lesa síð- ustu fréttina byrjaði loksins ballið. Þriggja tíma útsending var fram undan eftir tólf tíma undirbúningsvinnu. Jón Axel sat ótrúlega afslappaður við kringlótt borð og virtist kippa sér lítið upp við að maður kæmi inn og skildi eftir heilan Framh. á bls. 53 14.TBL. 1992 VIKAN 51 TEXTI OG MYNDIR: KARL PÉTUR JÓNSSON

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.