Vikan


Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 54

Vikan - 09.07.1992, Blaðsíða 54
TEXTI: ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR / LJÓSM.: BJARNI HARÐARSON O.FL. MENNINGARMIÐSTÖÐ OG KAFFIHÚS OPNAÐ Á EYRARBAKKA GAMLI BARNASKÓUNN GÆDDUR LÍFI Á NÝ Flestir vita aö Eyrarbakki er forn verslunarstaður en faerri vita kannski að þar var stofnaður fyrsti barna- skólinn á landinu árið 1852. Árið 1880 var byggt nýtt hús undir starfsemi skólans, á litl- um hól á Skúmsstaðarlóðinni, sem hýsti hana fram til 1913. Eftir það var húsinu breytt í íbúðarhús, stækkað og flutt á steyptan grunn nær Búðar- stígnum þar sem það stendur enn í dag. Þar var síðan um árabil rekin gisti- og greiðasala og leigð út aðstaða til lækn- inga, þannig að húsið hélt á- fram að iða af því lífi. Þetta er virðulegt gamalt timburhús, eitt af mörgum gömlum húsum í þorpinu sem eru augnakonfekt þeirra sem eiga leið hjá og bera þess vitni aö vera hluti merkrar sögu. árið 1987 festi Bergljót Kjart- ansdóttir myndlistarkona kaup á gamla barnaskólahúsinu, sem þá hafði staðið autt í 25 ár, með það aö markmiði að koma þar á fót menningarmið- stöð. Nú, fimm árum seinna, eru markmiðin að verða að veruleika í samstarfi hennar og Jóhönnu Leopoldsdóttur sem kom inn i verkið fyrir ári. Þegargamlar ræturtoguðu í Bergljótu, sem hefur verið bú- sett meirihluta ævi sinnar er- lendis, keypti hún sér pínulítið hús á Eyrarbakka til þess að eiga sér athvarf þar sem hún gæti ræktað tengsl við landið sitt á ný. „Ég þekkti hérna gamlan smið sem hjálpaði mér mikið við að gera upp litla húsið mitt. Á milli okkar var mjög góð vin- átta og við töluðum mikið saman. Ég held að upp úr því hafi kviknað hjá mér hug- myndir um það sem ég vildi vinna að.hér á íslandi í tengsl- um við myndlistina," segir Bergljót hugsi. „Mér finnst ég alltaf hafa skynjað að hér á þessum stað hafi veriö mjög Þannig var aðkoman að húsinu þegar taka skyldi til starfa við endurbætur á því eftir að það hafði staðið afskiptalaust í aldarfjórðung. stórir hlutir. Seinna fóru þess- ar hugmyndir að tengjast þessu húsi sem stóð autt hér í miðju þorpinu. Mér fannst liggja beint við að endurvekja hér eitthvað félagslegt og menningarlegt. Eftir að ég keypti húsið byrj- aði ég að huga að þvi hvaða leiðir væru færar til að gera það upp. Það þurfti mikið að gera. Hér var hvorki hiti né raf- magn og ekkert rennandi vatn. Það þurfti því að leggja allar lagnir og grafa fyrir skólpi, fyrir utan að skipta um bárujárn og skafa upp alla veggi hér að innan. Þetta tók allt saman mjög langan tíma, fyrst og fremst vegna peningaskorts. Ég komst fljótlega að því að það var ekki mikill áhugi hjá yfirvöldum að veita styrki til lagfæringar." Jóhanna skýtur hér inn í að það sé talandi dæmi um áhuga stjórnvalda á að við- halda gömlum húsum sem I menningarverðmætum að i * • j \ I Þessi mynd mun vera frá því um 1920 en þá var rekin í húsinu gisti- og greiðasala. Það er því ekki alveg nýtt að í húsinu fari fram veitingaþjónusta ... 54 VIKAN 14.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.