Vikan


Vikan - 09.07.1992, Page 56

Vikan - 09.07.1992, Page 56
NÝJAR HLJÓMPLÖTUR Griniö er aldrei langt undan hjá Spinal Tap eins og myndin ber með sér. THEY MIGHT BE GIANTS: APPOLO 18 TILRAUNIR Á GÓÐUM NÓTUM Frá menningargeiranum í New York kemur margt skrýtið og sérkennilegt. Meðal þess er dúettinn They Might Be Gi- ants en hann skipa Jónar tveir, John Linnel og John Flansburg. Jónarnir tveir í They Might Be Giants. Gera til- raunir í popptón- list. O co co oo '< < ÚR KVIKMYND: VEGGFÓÐUR KVIKMYNDAKÖKUSNEIÐAR Lögin úr erótísku ástarsögunni Veggtóðri eru komin út á diski og kennir þar ýmissa grasa. Uppistaðan plötunnar er þó tónlist frá dúettinum Pís of keik (Kökusneiðin, fyrir þá sem eru illa að sér í ensku). Máni Svavarsson (hljóm- borðsmaður) og Ingibjörg Stefánsdóttir (söngskvísa) mynda hann og er POK með tíu lög af sautján á plötunni. Þau eru undir ýmsum áhrifum, svo sem frá nútíma danspoppi og rappi, svo og frumkvöðlum tölvutónlistarinnar, þýsku sveitinni Kraftwerk. Flest lögin eru vel danshæf og söngur Ingibjargar er ágætur, eins og í Dulbúin orð. Sérstaka athygli vakti lagið Amonra en í textan- um er minnst á fjölda íslenskra hljómsveita. Sniðugt. SPINAL TAP: BREAK LIKE THE WIND GRÍNARAR ROKKA Appolo 18 er þriðja breið- skífa þeirra, 1990 kom út Flood sem meðal annars inni- hélt smellinn góða Birdhouse in Your Soul. „Þeir gætu verið risar“ leika skemmtilega til- raunakennda popptónlist og reyna eftir fremsta megni aö brjóta upp hefðbundið form, gjarnan með óhefðbundinni notkun hefðbundinna hljóð- færa. Einnig nota þeir hljóð- færi sem eru kannski ekki á hverjum degi í popplögum, svo sem fiðlur og harmóníku. Þetta tekst vel hjá þeim og ekki gera textarnir minna úr þessu því yfirleitt eru þeir dreþfyndnir. Nýja platan samanstendur af átján lögum (sum eru mjög stutt) og finnast mér lögin Dinner Bell, Hall of Heads, Spider/the Guitar, The Statue Got Me High og Mammal einna best. Þeim sem eru til í allt er vert að benda á að kynna sér They Might Be Giants og sérkenni- lega popptónlist þeirra. STJÖRNUGJÖF: ★★★ Aðrir flytjendur eru bæði þekktir og óþekktir; Síðan skein sól á „krækju" plötunn- ar, Ég sé epli, en Todmobile og Sálin eru líka með lög. Flosi Ólafsson syngur Ljúfa líf, Bootlegs (þunga)rokka upp Another Brick in the Wall, Or- ange Empire, efnilegur dúett, flytur dálítið dylanískt lag, My Lovely, en toppurinn í húm- ornum á plötunni er lagið Kinky með hljómsveitinni með fyndna nafnið, Tennurnar hans afa. Þar er gert mikið grín aö sadó-masókískum ein- staklingi, leðurklæðnaði, uppblásnum dúkkum og fleiru. Eina lagið sem mér líkar í raun ekki er hins vegar ensk útgáfa Geira Sæm á laginu Jörð sem heitir hér Secondhand Emot- ions. Finnst mér það missa þá fallegu áferð sem það hafði í Um Break Like the Wind má segja að sveitina einkenni húmor klæddur í rokkbúning og rokkbúninginn sjá þeir Der- ek Smalls bassaleikari (rétt nafn: Harry Shearer), Nigel Tufnel gítarleikari og aðal- söngvari (Christhopher Guest) og David St. Hubbins (Michael McKean) um að hanna. Þeir njóta liðsinnis margra góðra kappa, meðal annars gítar- leikaranna Dweezil Zappa, Slash og Jeff Beck. Söngkon- an Cher kemur einnig við sögu í ballöðunni Just Begin Again. Þessir grínarar fara á kost- um og skopast að . ýmsu; breska heimsveldinu í laginu The Sun Never Sweats og Deep Purple í laginu Spring- time. Mörg laganna heita líka sérkennilegum nöfnum. Nægir að nefna Tíkarskólann (Bitch School) og Jól með djöfsa (Christmas With the Devil). Af mörgum góðum lögum plötunnar er Clam Caravan eitt það allra besta. Þar er lýst undarlegu ferðalagi manns í Mið-Austurlöndum á kamel- dýri og þaðan til baka til Englands, þá að vísu með lest! Break Like the Wind er svo sannarlega nýstárleg rokkplata. Þess má geta að til er kvikmynd um þetta magn- aða band og hún ætti að vera skylduefni fyrir rokkaðdáend- ur. Myndin er meðal annars til leigu í Aðalvídeóleigunni. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ 56 VIKAN 14. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.