Vikan - 09.07.1992, Qupperneq 63
SAMDI TITILLAGIÐ I
HJÓÐFÆRAVERSLUN
■
I NEW YORK
Um þessar mundir er aö
koma út geisladiskur
og hljóösnælda á veg-
um útgáfufyrirtækisins Fimm-
undar. Hér fer Ingi Gunnar
Jóhannsson, meðlimur hljóm-
sveitarinnar Islandicu, á kost-
um og flytur hlustendum eigin
lagasmiöar, við eigin texta auk
þess sem hann hefur fengiö til
liðs viö sig á því sviöi ekki
minni menn en þá Sverri
Stormsker, Sigmund Erni
Ftúnarsson, Aöalstein Ásberg
Sigurðsson og Þorstein Egg-
ertsson. Öll lögin eru eftir Inga
Gunnar nema eitt sem hann
hefur fengið léö frá Færeyjum.
Ingi Gunnar kallar tónlist
sína þoþþ meö þjóðlagaívafi
en rætur hans í tónlistarlífinu
liggja einmitt í báðum greinun-
um. Um árabil tók hann til
dæmis virkan þátt í starfi
Vísnavina og kom fram í
þeirra nafni á ýmsum vett-
vangi. Um þaö leyti starfaöi
hann meðal annars með hjóm-
sveitinni Hálft í hvoru sem gaf
út tvær hljómplötur á sínum
tíma meö lögum sem ef til vill
mætti segja aö væru vísna-
tónlist meö þoþpívafi. Á
undanförnum árum hefur Ingi
Gunnar leikið og sungið meö
þjóðlagahljómsveitinni Island-
ica sem auk hans er skiþuð
þeim Herdísi Hallvarösdóttur,
Gfsla Helgasyni og Guömundi
Benediktssyni. Þau hafa víöa
komiö fram, meðal annars á
öllum Noröurlöndunum, í
Þýskalandi og víöar í Evrópu.
Nýlega komu þau fram á helj-
armikilli tónlistarhátíð í Glasc-
ow og nýverið fengu þau boð
um aö leika í London í haust.
Hann var spurður aö því
hvernig íslensk vísnatónlistog
vísnapopþ hljómaði erlendis,
hvort viðtökurnar heföu veriö
góöar.
„Við höfum hvarvetna fengið
mjög góöar viðtökur. Viö spil-
um þessa tónlist - okkar eigin,
íslensku þjóðlögin og annaö -
eins og okkur er lagið og þetta
er bara okkar stíll. Líklega hef-
ur þjóölagatónninn samt auk-
ist fremur en hitt.“
Aö sögn Inga Gunnars eru
lögin frá ýmsum tímum og um
það bil helmingur þeirra eldri
en tveggja ára. „Þau eru hins
vegar öll tekin uþþ á sviþuöum
tíma og unnin í sama and-
rúmslofti þannig aö ég held aö
þaö heyrist ekki á þeim í raun
og veru hvort þau eru tveggja
ára eöa ný af nálinni."
Ingi Gunnar hefur haft tón-
listina aö atvinnu síðastliöin
þrjú ár auk þess sem hann
starfar sem fararstjóri hjá Úr-
vali-Útsýn.
Fyrsta lag plötunnar er fær-
eyskt, þaö eina sem Ingi
Gunnar samdi ekki. „Ég heyrði
þetta lag þegar ég var staddur
í Færeyjum 1987 og ákvaö
samstundis aö ég skyldi ein-
hvern tíma leika þaö inn á
plötu, þaö greip mig svo viö
fyrstu hlustun. Titillagið, Undir
fjögur augu, varö aftur á móti
til í hljóðfæraverslun í New
York. í júlí í fyrra fór ég til Flór-
ída ásamt tveimur vinum
mínum, þeim Eyjólfi Kristjáns-
syni og Viktori Árnari Ingólfs-
syni. Eftir tíu daga dvöl þar
héldum við aftur til New York
til aö ná í flugvél heim. Þaö er
vandi okkar aö frýnast inn í
hljóðfæraverslanir hvar sem
viö komum þó að ekki sé ætl-
unin aö kaupa neitt. Ég settist
niöur í einni slíkri í miðri stór-
borginni og fór aö leika af
fingrum fram á Martin-gítar
sem þarna var á þýsna góöu
verði. Mér líkaöi gítarinn vel
og fyrr enn varöi bjó gítarinn til
þetta lag og heimtaði aö veröa
keyþtur. Heim fór ég með
hljóðfærið og hef aldrei átt jafn-
góðan grip.“
Ingi Gunnar hyggst fylgja
plötunni úr hlaði síðsumars og
í haust, ferðast um landiö og
leika lög af henni. Hann gerir
þá ráð fyrir aö hafa með sér
tvo eða þrjá hljóðfæraleikara
sér til fulltingis við flutningiqn.
Þess má aö lokum geta að
úrval valinkunnra tónlistar-
manna leggur Inga Gunnari lið
á plötunni en upptökustjórn og
útsetningar annaðist Jón
Ólafsson. □
14. TBL.1992 VIKAN 63
TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON / LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON