Vikan - 09.07.1992, Síða 70
Specialists), sem á aö
sprengja upp smáeyju í
Persaflóa. Á eyjunni hafa írak-
ar hreiöraö um sig og koma
þar fyrir Scud-eldflaugum sem
innihalda eiturefni. Þetta er
bardagamynd frá upphafi til
enda, mikið um bardaga og
sprengingar. Myndin verður
aö öllum líkindum sýnd í
Háskólabíói.
▲ Harð-
jaxlinn ungi
Rob Lowe í
The Finest
Hour.
DEMI MOORE OG
JOHNNY DEPP
Demi Moore og Johnny
Depp (Edward Scissorhands,
Cry Baby) eiga aö leika í eró-
tískum trylli undir stjórn enska
leikstjórans Adrian Lyne (9 '/2
Weeks, Fatal Attraction). Tryll-
irinn heitir Indicent Exposure
og handritiö skrifaði William
Goldman sem til aö mynda
skrifaöi handrit aö The Mar-
athon Man og The Mission.
Myndin veröur sýnd í Háskóla-
bíói á næsta ári. Upphaflega
vildu hjónakornin Nicole
Kidman og Tom Cruise leika
í myndinni en hættu viö á síö-
ustu stundu.
KVIKMYND UM ÆVI
BLAÐAKÓNGS
Robert Mitchum (Cape Fear,
Mr Horn) á að leika blaöa-
kónginn Robert Maxwell.
Tökur hefjast í haust. Robert
Mitchum er nauöalíkur Max-
well sáluga og veröur forvitni-
legt að sjá hvernig hann tekur
sig út í hlutverkinu.
LÍFVÖRÐURINN
▼ Kevin
Costner er
lífvörður í
Bodyguard.
Nýjasta kvikmynd Kevins
Costner heitir The Body-
guard. Handritið samdi leik-
stjórinn Lawrence Kasdan
(Grand Canyon, Silverado).
Myndin er hins vegar fram-
leidd sameiginlega af Kevin
Costnerog Lawrence Kasdan.
Leikstjórnin er í höndum
Micks Jackson sem leikstýröi
—
Steve Martin í farsakenndu
myndinni L.A. Story í fyrra.
Myndin greinir frá lífverði sem
er fyrrverandi leyniþjónustu-
maöur og á aö halda hlífiskildi
yfir stórsöngkonu sem leikin er
af Whitney Houston. Verður
gaman aö sjá hvernig Whitney
tekur sig út í kvikmynd. Geð-
veill aödáandi eltir persónu
Whitney Houston um allt og
hótar henni að endingu lífláti.
Þá kemur til kasta Kevins
Costner sem veröur auk þess
yfir sig ástfanginn af söngkon-
unni.
► Whitney
Houston
leikur i
Bodyguard.
DÝRLINGURINN
SNÝR AFTUR
Roger Moore snýr sér reynd-
ar ekki að gamla sjónvarps-
hlutverkinu sínu frá sjöunda
áratugnum I The Saint: The
Movie heldur mun hann leika
föður Dýrlingsins. Myndin
verður sýnd í Háskólabíói á
næsta ári.
NÝ MYND MEÐ
KATHLEEN TURNER
Kathleen Turner fer bráðum
aö leika í mynd sem heitir
Cloak and Diaper og er í
njósna- og hasarmyndastíl.
Leikur hún FBI-fulltrúa sem
þarf aö brjóta á bak aftur rót-
gróna og máttuga glæpastarf-
semi í New Orleans. Með
henni leikur Harrison Ford.
Myndin verður sýnd í SAM-
bíóunum.
M Undra-
drengur-
inn Kenn-
eth Bran-
agh við tök-
urá nýjustu
mynd sinni,
Peters
Friends.
BRESKI
UNDRADRENGURINN
KENNETH BRANAGH
Kenneth Branagh, sá sviös-
vani Shakespeare-leikari sem
sló rækilega í gegn meö
Henry V og Dead Again, klár-
aöi aö kvikmynda nýjustu
mynd sína þann 28. mars síð-
astliðinn. Heitir hún Peters
Friends og er gamanmynd.
Myndin verður frumsýnd í
Bandaríkjunum í október.
SVALUR SEM ÍS
Vanille lce, rapp- og hipp-
hopp söngvarinn þekkti, leikur
nú i sinni fyrstu bíómynd.
Söngvarinn verður stranda-
glópur í litlum bæ þegar vélhjól
hans bilar og reynist ekki leng-
ur gangfært. Bæjarbúar hafa
aldrei heyrt hipp-hopp né rapp-
tónlist þannig aö Vanilla lce
tekur aö kynna þeim tónlistina.
í leiöinni verður hann afar ást-
fanginn af stúlkusnót sem hef-
ur ekki hundsvit á rapptónlist.
Söguþráöurinn skiptir ekki
miklu máli í þessari mynd þar
sem tónlistin skipar höfuösess.
Þetta er dæmigerö táninga-
mynd sem ætti að henta fólki á
aldrinum 12-18 ára. Myndin
veröur sýnd í Laugarásbíói.
GLUNDROÐI Á
LEIKHÚSFJÖLUM
Noises off er mynd sem
greinir frá leikfélagi einu sem
reynir aö æfa leikrit en gengur
misjafnlega þar sem meölim-
um leikfélagsins gengur illa að
koma sér saman um hvernig
eigi aö túlka leikritið. Kvik-
myndin sjálf er byggð á frægu
Broadway-leikriti sem hlaut
Tony-verölaunin fyrir nokkrum
árum. Leikararnir í myndinni
eru flestir þekktir fyrir hæfileika
sína. Fremstan má nefna Mic-
hael Caine sem fer með hlut-
verk leikstjórans sem er hinn
versti sadisti og hefur unun af
því að píska leikara sína
áfram. Auk hans leika í mynd-
inni Carol Burnett, Mark Linn
Baker (Perfect Strangers-
sjónvarpsþættirnir), Denholm
Elliot, Julie Hagerty (Air-
plane-myndirnar), John Ritter
(Promblem Child 1 og 2),
Christopher Reeve (Super-
man 1, 2, 3, 4) og Nicollette
Sheridan (Evening Shade-
sjónvarpsþættirnir). Leik-
stjórnin er í höndum Peters
Bogdanovich.
HORNABOLTAHETJAN
John Goodman (Barton Fink,
Sea of Love), sá hæfileikaríki
leikari, leikur í myndinni Babe.
Auk hans leikur þar leikkonan
Kelly McGillis (Top Gun, The
Accused). Hinn þekkti leik-
stjóri Arthur Hiller stjórnar.
Myndin fjallar um einn fræg-
asta íþróttamann Bandarikj-
anna, hornaboltahetjuna
Babe Ruth.
ÍRSKA SÖNGKONAN
SINEAD O'CONNOR
í KVIKMYND
irska söngkonan Sinead
O'Connor leikur nú í sinni
fyrstu kvikmynd. Fer hún með
lítið hlutverk í myndinni
Wuthering Heights sem
byggö er á skáldsögunni Fýk-
ur yfir hæöir eftir Emily
Bronte. Þegar er búiö aö geta
um myndina í Vikunni.
RUBY-MYND SIGUR-
JÓNS SIGHVATSSONAR
Þetta er mynd sem vegur á
móti mynd Olivers Stone,
JFK, og fjallar hún um Ruby,
þann sem skaut Lee Harvey
Oswald sem talinn var hafa
skotið John Fitzgerald
Kennedy þann 22. nóvember
1963. Leikarinn Danny Aillo
(Hudson Hawke, Do the Right
Thing) fer meö titilhlutverkið.
Myndin veröur sýnd í Regn-
boganum fljótlega.
GLÍMUKAPPINN
HULK HOGAN
Þrátt fyrir skellinn sem Subur-
bian Commando fékk í fyrra
mun Hulk Hogan leika í
myndinni Rogh Stuff. Þar
veröur hann í hlutverki lifvarö-
ar ríkra krakka.
70 VIKAN 14. TBL. 1992