Vikan


Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 40

Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 40
Hilmar leggur á ráöin meö Erni, Laddi fylg- ist meö og skriftan skráir alit skilmerki- lega niöur. GRÍNRÆNN INNBLÁSTUR Svona gerist þetta nú. Þeir hittast á mánudögum og byrja svona. Smám saman mótast hugmyndirnar sem þeir ganga meö í kollunum sínum og spretta þar upp eins og gorkúl- ur án þess aö gera nokkur boö á undan sér. Laddi kemur til dæmis inn í myndverið ofan úr kaffistofu, dálítiö hokinn í öxl- um og skakkur í framan, er að herma eftir einhverjum sem hann sá einhvern tímann. Þannig detta menn inn í ein- hverjar persónur sem daglega veita þeim grínrænan innblást- ur meö fyndrænu ívafi. „Örn er sérstaklega góöur í því aö leika upp svona brandara. Ég held að hann hljóti aö búa viö mjög spaugilegar aöstæöur," segir Pálmi. Myndverin eru víðast hvar um húsiö og þröngt mega sáttir standa ef aðrir eru sáttir viö aö sitja. Á Feita dvergnum er Laddi næstum því búinn að skemma töku þar sem rándýr rauðvínsflaska er opnuð með tilþrifum af ó-sein-froska þjóni sem segist bara ganga svona. Stjórnandi tökunnar, Hilmar Oddsson kvikmyndagerðar- maöur, haföi þó reynt að hræða líftóruna og æra stressflóruna í leikurunum meö því að gefa þaö sterk- lega til kynna aö hér yröi bara um eina töku að ræöa. En þegar steinlíður yfir Örn og hann hrynur ofan á Ladda, sem finnst það svo ómót- stæðilega fyndið, brýst hlátur- inn óhindraður fram. Tappan- um er troðið aftur í flöskuna og þegar líður næst yfir Örn getur Laddi setið á sér og allt gengur eins og f sögu. Hilmar, sem hafði brugðist þolinmóð- ur við hlátrinum, orðinn öllu vanur af höndum og börkum þessara spéfugla, er ánægður með útkomuna og fyrirgefur strákunum allar þeirra skuldir. SIGGI í HVÍLD Hungur er farið að gera vart við sig en þá geta menn ekki bara sest niður að snæðingi heldur er eigandi Eikaborgara gerður út af örkinni til þess að útvega næringu. Hann kemur að vörmu spori með nokkra glóðheita og gómsæta ham- borgara og bjargar greinilega gríntóru spaugaranna með framtaki sínu. Imbakallarnir storma síðan með matinn sinn út í rútu til þess að njóta hans þar, á leiðinni niður í að- setur Nýja bíós. Klukkan er orðin þjóðarsál í útvarpinu og bílstjórinn beðinn um að hækka. „Það er svo gaman að heyra fólk kvarta,“ segir einhver grínaranna og þar er komin enn ein uppsprettan að skemmtifossi Imbakassans. Alls kyns skondnar persónur skjóta upp kollinum í útvarpinu og ekki stendur á eftirhermu- hæfileikum grínaranna þriggja. Já, þeir eru þrír. Sigurður Sigurjónsson, sem ætlaði að vera þeim innan handar og ef til vill leika í nokkrum atriðum, ákvað að draga sig í hlé og hvíla sig á sjónvarpinu, að því er Pálmi segir. Sigurður tekur þó engu að síður fullan þátt í gríni Gys-bræðra á Sögu og víðar við góðar undirtektir að vanda. Þeir Örn og Pálmi eru hins vegar á fullu í þessu og aðspurður um hvernig sé að fá einn af senterunum (innsk. blm.: framherji, til dæmis í fót- bolta) úr grínlandsliðinu til liðs við sig getur Pálmi ekki á sér setið að skjóta aðeins á Ladda. „Ja, ætli hann verði ekki settur á bekkinn bara, bráðlega. Hann er orðinn svo gamall,“ svarar hann og lítur skælbrosandi á Ladda, sem heyrði því miður ekki athuga- semdina en gaman hefði verið að fá eins og eina fyndna sam- suðu upp úr þessum efnivið. „En í hreinskilni sagt þá höfum við alltaf verið að vinna með Ladda og þekkjum hann mjög vel. Eiginlega alltof vel,“ bætir Pálmi við. Allt í góðu með það en sá er þetta ritar myndi helst ekki vilja vinna með svona mönnum undir neinum kringumstæðum. Það er ekki hægt. Hvernig ættu menn að geta unnið máttlausir úr hlátri allan daginn. Þeir koma sér í form með því að grínast og halda því áfram yfir daginn til að detta ekki niður úr fyndninni. Þetta væri sjálfsagt eins og að vera úti í ballarhafi, haugmáttlaus af sjóveiki. FRH. Á BLS. 82 Skotfundur. Hilmar ánægöur meö tökur þrátt fyrir aö hin rándýra rauðvínsflaska hafi næstum farið forgöröum vegna þess aö Laddi fór aö hlæja. 36 VIKAN 23. TBL. 19V2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.