Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 62
Epla-
LENGJA
Dásamlega létt sætabrauð fyllt epla-
bitum, bragðbætt með sítrónu, kanil
og múskati. Það er auðvelt að baka
Iengjuna og bökunarlyktin kemur
bragðlaukum heimilisfólksins í gang.
HITAEININCAR í SNEIÐ: 396 12 SNEIÐAR
í LENGJUNA:
225 g hveiti
1/2 tsk, salt
legg_
2 msk. jurtaolía
í FYLLINGUNA:
450 g bökunarepli
40 g afhyddar möndlur
50 g steinlausar rúsínur
1 msk. rifið sítrónuhyði
1 /2 tsk. múskat
1/2 tsk. kanill
50-75 g svkur
40 g smjör, brætt
Hitið ofninn í 190 gráður tíu mínút-
um áður en lengjan er bökuð. Sigtið
hveitið og saltið í stóra skál. Gerið
holu í miðjuna, setjið eggið í ásamt
4-5 msk. af volgu vatni og matskeið-
unum tveimur af olíu. Blandið sam-
an í mjúkt deig og haldið áfram að
hnoða þar til deigið er silkimjúkt og
mjög teygjanlegt. Hnoðið síðan í
1. Sigtið hveitið og saltið í skálina, bætið
egginu í, síðan vatninu og olíunni.
kúlu og geymið í olíubornum plast-
poka í um það bil einn klukkutíma.
Útbúið nú fyllinguna. Afhýðið,
kjarnið og sneiðið eplin. Setjið í skál
með 15 g af hýddu möndlunum, rús-
ínum, sítrónuberki, múskati, kanil og
sykri. Hrærið létt saman.
Fletjið deigið út eins þunnt og
hægt er með hituðu kökukefli á
hveitistráðum fleti. Lyftið síðan deig-
inu upp og teygið það út frá miðju
en gætið þess að rífa það ekki. Sker-
ið í tvær 30 x 26 cm lengjur og setj-
ið sína á hvorn bökunarpappírinn.
Skiptið fyllingunni á lengjurnar,
smyrjið öll horn vel með bráðnu
smjöri og rúllið síðan hvorri lengju
fyrir sig varlega upp. Brettið endana
inn að miðjunni og haldið lengjunni
snoturri í laginu.
Setjið á smurða bökunarplötu með
samskeytin niður og smyrjið hvora
lengju með smjörinu sem eftir er.
Stráið yfir möndlunum sem eftir eru
og bakið ofarlega í ofni í 20-25 mín-
útur eða þar til lengjurnar eru gullin-
brúnar. Kælið áður en flórsykri er
2. Afhýðið og sneiðið eplin, bætið í
möndlum, rúsínum, berki, múskati, kanil
og sykri.
stráð yfir. Berið þennan gómsæta eft-
irrétt fram skorinn í sneiðar, heitan
eða kaldan, með rjóma.
HAGNÝT ÁBENDING:
Notið heitt, hveitiborið kökukefli
þegar deigið er flatt út, svo að
það klessist ekki. Setjið fyllinguna
í og rúllið strax saman svo deigið
þorni ekki upp. Það má nota
hvaða sykur sem er, strásykur,
Ijósan eða dökkan púðursykur,
til að fá sterkara bragð.
3. Fletjið deigið út á hveitiborinn flöt.
Notið heitt kökukefli.
58 VIKAN 23.TBL. 1992