Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 11
oo
JARN
ELDINUM
VIÐTAL VIÐ ARNGUNNIÝR
MYNDLISTARKONU
í OAKIAND
í BANDARÍKJUNUM
Iheimi myndlistarinnar eru margir kallaðir
en fáir útvaldir. Fjöldi fólks lýkur námi á
hverju ári en einungis fáir láta eitthvað að
sér kveða á vettvangi sýningarhalds. Ástæð-
urnar eru margar en oftast eru þær líklega
efnahagslegar. Það kostar tíma og peninga að
skapa myndverk, listamaðurinn þarf að hafa
vinnustofu og geymsluhúsnæði fyrir verkin og
loks að leigja sal til að sýna þau. Flestir geta
þakkað fyrir að sleppa á sléttu fyrstu árin að
minnsta kosti og mörgum verður það mótlæti
ofviða, þeir hrökklast til annarra starfa. Þá eru
mörg nútíma listaverk þess eðlis að þau ganga
ekki kaupum og sölum og verður listamaðurinn
þá að reiða sig á naumt skammtaða styrki til
að skrimta eða sinna listinni í hjáverkum en
það geta fáir af nokkurri markvissu. Mestu
listamennirnir eru oft á undan sinni samtíð og
verk þeirra höfð að háði og spotti af hræddum
samborgurunum. Það þarf sérstaka köllun til
að leggja ekki árar í bát við þessar kringum-
stæður en sem betur fer fyrir listunnendur eru
alltaf nokkrir sem standast þrekraunina.
Arngunnur Ýr Gylfadóttir er ung myndlistar-
kona sem hefur bein í nefninu og búast má
við að mikið eigi eftir að bera á henni í listalífi
þjóðarinnar í framtíðinni. Þrátt fyrir að hún hafi
nýverið lokið mastersnámi í myndlist í Banda-
ríkjunum hefur hún þegar tekið þátt í mörgum
samsýningum og haldið nokkuð af einkasýn-
ingum, meðal annars í Nýlistasafninu og að
Kjarvalsstöðum. Arngunnur er gift Larry
Andrews, bandarískum vídeó-listamanni, og
búa þau í borginni Oakland við austanverðan
San Francisco-flóann. Þegar tíðindamaður
Vikunnar í Vesturheimi grennslaðist fyrir um
hagi Arngunnar fyrir stuttu var hún að gera
veggmynd í félagi við hóp unglinga og ellilíf-
eyrisþega í San Francisco. Þetta starf er á
vegum borgarinnar og hafði hún umsjón með
verkinu sem var að mestu byggt á hugmynd-
um hennar. Arngunnur féllst á að deila verk-
inu með þjóð sinni og bauðst til að hitta mig á
heimili sínu til frekara skrafs.
San Francisco er ekki góður staður til að
vera á í bfl og ég þakka fyrir að sleppa yfir
brúna yfir flóann án þess að lenda í umferðar-
teppu eða öðrum skakkaföllum en þetta er
sama brúin og hrundi í jarðskjálftanum 1989
þegar fjöldi manna lét lífið. Að ráðum Arn-
gunnar krossa ég yfir sex akreinar til hægri og
fer út af á fyrsta afleggjara af hraðbrautinni.
Mér láðist að fá húsnúmerið hjá henni en hún
sagði að húsið væri lítið og hvítt og á bak við
gamlan hamborgarastað sem væri búinn að
leggja upp laupana. Ég finn hamborgarastað-
inn en það eru þrjú lítil hvít hús á bak við
hann. Á meðan ég er að veita því fyrir mér
hvert þeirra sé það rétta rennur fram hjá mér
bflskrjóður með fjórum skuggalegum náungum
sem gefa mér illt auga. Ég ber það utan á mér
að ég er ferðamaður frá fjarlægum slóðum svo
ég veðja á eitt húsanna í hvelli áður en bófarn-
ir koma aftur. í dyrunum mæta mér Ijósir lokk-
ar og íslenskt bros þannig að óttakastið hverf-
ur og mér líður eins og í heimahögunum.
Við göngum í gegnum húsið sem er kæru-
leysislegt yfir að líta, slatti af pappakössum á
miðju gólfi og alls konar elektrónískar græjur
hér og þar. Við fáum okkur sæti og kaffi við
eldhúsborðið en það snýr að bakgarðinum
sem er næstum því horfinn undir tvær ný-
byggingar. Arngunnur útskýrir að þetta séu
vinnustofur þeirra hjóna en ástæðan fyrir að
byggingarnar eru tvær en ekki ein er sú að
hvor þeirra um sig mætir nákvæmlega því
stærðarhámarki húsnæðis sem má byggja án
þess að þurfa að greiða há gjöld og fá leyfi
byggingarnefndar borgarinnar. Flún segir að
mest orka sumarsins hafi farið í að hanna og
smíða vinnustofurnar sem þau gerðu alfarið
sjálf og ekki er annað að sjá en fagmannlega
hafi verið staðið að verki. „Okkur fannst þetta
vera svolítið kjánalegt fyrirkomulag fyrst - að
vera sitt í hvoru lagi - en þegar upp er staðið
þá hefur það reynst vel að vera ekki að þvæl-
ast hvort fyrir öðru og hafa næði.“
Arngunnur er Reykvíkingur, dóttir Gylfa
Baldurssonar heyrnarfræðings og Þuríðar Jó-
hönnu Jónsdóttur sálfræðings.
„Ég eyddi unglingsárunum í Kanada en
kom heim eftir fimm ára dvöl þar og kláraði
menntaskólann. Síðan var ég í tvö ár í mynd-
listarnámi í Reykjavík og loks í Art Institute of
San Francisco og lauk BA prófi þaðan 1986.
Ég var búin að fá nóg af náminu í bili og tilbú-
in að fara að sinna eigin hugðarefnum. Fjár-
hagslega nægði mér að vinna við teikni-
myndagerð tvo til þrjá daga í viku en við Larry
leigðum þá hjá gamalli konu í mexíkanska
„í fyrstu vann ég mest meö röntgenmyndir...
seinna fékk ég ákuga á aö vinna meira meö
eigin líkama."
hverfinu í San Francisco. Hún var svo almenni-
leg að veita mér afnot af háaloftinu fyrir stúdíó
gegn því að ég hjálpaði henni aðeins við heim-
ilisstörfin. Ég var hjá teiknimyndafyrirtækinu
næstu þrjú árin en það voru að mestu auglýs-
ingamyndir og verkefni fyrir Disney sem við
vorum að vinna að. Þá langaði okkur að breyta
til svo við fluttum til Amsterdam og bjuggum
„Ég heillaöist af mystíkinni yfir þeim en þaö
er mystík yfir okkur öllum...“
þar næsta árið og ég hagræddi tíma mínum
þannig að ég gat einbeitt mér að málverkinu.
Mér varð fljótt Ijóst að til að halda áfram að
þróast sem myndlistarmaður væri gott að fara
í framhaldsnám og ákvað að láta reyna á það
23. TBL. 1992 VIKAN 1 ]
TEXTIOG UÓSM.: LOFTUR ATLIEIRÍKSSON