Vikan


Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 32

Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 32
Kristy Swanson leikur rómantíska menntaskólastúlku sem kemst aó því aö henni er ætlaó þaó hlutverk aó koma bóösugum fyrir kattarnef. BLÓÐSUGUBANI VIKAN Á BLAÐAMANNAFUNDI í LOS ANGELES MEÐ AÐALLEIKONU OG LEIKSTJÓRA MYNDARINNAR Eg verð að viðurkenna að ég var ekkert sérstaklega bjartsýnn þegar ég fór að sjá myndina um Buffy blóðsugubana (Buffy the Vampire Slayer) í kvikmyndahúsi í Hollywood ekki alls fyrir löngu. Mér fannst nafnið hljóma út í hött og þó að ég vissi að um gamanmynd væri að ræða grunaði mig helst að skotið væri vel yfir markið. Það er fátt skemmtilegra en að fara í bíó án mikilla vænt- inga og gæði myndarinnar koma á óvart. Sú varð raunin ( þessu tilfelli og ég hló manna hæst í sýningarsalnum. í stuttu máli fjallar myndin um stelpu í gagnfræðaskóla sem verður fyrir því óláni að finna sjálfa sig og hlutverk sitt í lífinu og það kemur henni heldur betur að óvörum svo ekki sé meira sagt. í upphafi myndarinnar hefur Buffy mestan áhuga á að vera klappdrottning fyrir körfu- boltalið skólans og að kaupa föt, en hún er leikin af Kristy Swanson sem áður hefur leikið í myndum eins og Hot Shot og Pretty in Pink. Dag nokkurn nálgast hana frakkaklæddur og rykfallinn náungi, Merrick að nafni, sem leik- inn er af Donald Sutherland. Hann tilkynnir henni að hlutverk hennar í lífinu sé að drepa vampírur og hann sé kominn til að búa hana Leikstjórinn, Fran Rubel Kuzui, á tali viö leikara sína, þau Kristy Swanson og Don- ald Sutherland, sem leikur hinn frakka- klædda og rykfallna mann sem segir stúlk- unni hvaö henni er ætlaö. undir það. Skiljanlega eru þetta ekki óskaör- lög ungrar stúlku sem dreymir helst um að hitta Michael Jackson, fara með honum til Evrópu og deyja að því loknu. Engu að síður tekst Merrick að telja Buffy á að koma með sér út í kirkjugarð og eftir það er ekki aftur snúið fyrir hana í glanspíuhlutverkið. Nýlega var haldinn blaðamannafundur í höfuðstöðvum 20th Century Fox kvikmynda- fyrirtækisins í Los Angeles með Kristy Swan- son og leikstjóranum Fran Rubel Kuzui og blaðamaður Vikunnar þar í bæ var að sjálf- sögðu mættur á staðinn. Við röðum okkur í kringum tvö hringborð og í fyrstu atrennu sit ég með leikstjóranum sem leggur áherslu á að myndin sé gamansöm ástarsaga með blóðsugum en ekki blóðsugumynd. Þetta er önnur kvikmyndin hennar í fullri lengd en fyrsta myndin heitir Tokyo Pop og mér er ekki kunn- ugt um að hún hafi verið sýnd á íslandi en hugsanlega er hægt að fá hana á myndbandi. Auk þess að vera leikstjóri er Fran varafor- seti hjá Kuzui Enterprizes sem er eitt af stærri sjálfstæðu kvikmyndadreifingarfyrirtækjunum í Japan en það er önnur saga. Hún geislar af lífi og vefst ekki tunga um tönn enda getur hún verið stolt af myndinni sem hefur fengið mjög góða dóma vestra þótt aðsóknin gæti verið betri. Hún byrjar á því að kanna hversu stór hluti af upptökutækjunum hjá mér og kol- legum mínum, sem eru ættaðir víðsvegar af 28 VIKAN 21. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.