Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 88
Bjóðið fjölskyldu og vinum þetta
seiga sælgæti.
Flórent-
ÍNUR
HITAEININGAR í KÖKU: 97 IHHHHflHfliHHIl 12 KÖKUR
40 g gljáð kirsuber, söxuð
25 g blandaðir bökunarávextir,
saxaðir
50 g smiör eða smjörlíki
50 g hrásvkur
1 msk. síróp
25 g blandaður börkur. saxaður
50 g kúrennur, saxaðar
40 g afhyddar möndlur, saxaðar
50 g hveiti, sigtaó
2 msk. riómi
175 g Mónu lúxus-suðusúkkulaði
Hitið ofninn í 180 gráður tíu mínút-
um fyrir bakstur. Smyrjið þrjár bök-
unarplötur með olíu. Þvoið og þerrið
kirsuberin og ávextina og saxið smátt.
Hitið smjör eða smjörlíki með sykri
og sírópi, hrærið í öðru hverju þar til
sykurinn er bráðnaður. Takið af hell-
unni, hrærið börkinn, kúrennur og
hnetur í. Hrærið hveiti í blönduna
ásamt rjómanum. Blandið vel.
1. Þvoió og þerrið kirsuber og bökunar-
ávexti. Saxið ásamt kúrennum, möndlum
og berki.
3. Notið teskeið til að setja á plötur, haf-
ið gott bil á milli.
Geymið í loftþéttri dós með lögum
af bökunarpappír. Flórentínur geym-
ast vel í eina viku. Þær er ekki gott
að frysta.
Setjið litlar teskeiðar af blöndunni
á smurðar plötur, gætið þess að hafa
gott bil á milli. Setjið í miðjan ofn og
bakið í 8-10 mínútur eða þar til flór-
entínurnar eru gullnar á lit. Takið úr
ofninum og látið kólna í 1-2 mínút-
ur. (Það er allt í lagi að baka eina
plötu í einu - deigið skemmist ekki
þó að það bíði svolítið.)
Þrýstið síðan varlega á brúnir
hverrar köku með hníf til að gera
þær eins hringlaga og hægt er. Látið
standa í 2-3 mínútur í viðbót, þar til
þær harðna eilítið og setjið síðan
varlega á grind. Látið kólna alveg
áður en botnarnir eru skreyttir með
bráðnu súkkulaði.
Brytjið súkkulaðið smátt og setjið í
litla glerskál yfir vatnsbað. IHrærið
þar til bráðið og kekkjalaust. Þekið
flötu hliðina á hverri köku með
bræddu súkkulaði. Gerið mynstur í
súkkulaðið með gaffli og látið
harðna.
2. Bræðið smjör, hrásykur og síróp í litl-
um potti og hrærið þar til uppleyst.
HAGNÝT ÁBENDING:
Hafið flórentínurnar enn minni,
bakið i 4-6 mínútur og berið
fram sem smákökur.
84 VIKAN 23. TBL. 1992