Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 108
SúKKULAÐI-
KAKA
HITAEININGAR í SNEIÐ: 333
175 g Mónu lúxus-suðusúkkulaði
3 msk. koníak, appelsínusafi eða
vatn
50 g flórsvkur
100 g smiör, helst ósaltað, mykt
2 eggjarauður
50 g gljáð kirsuber, þvegin, þerruð
ogsöxuð
50 g kúrennur
50 g rúsínur
50 g saxaðar möndlur
175 g gróft kex
150 ml rjómi
Mónu súkkulaðispænir
2 tsk. flórsykur
ferskir ávextir og riómi
Smyrjið 20 cm form með lausum
botni. Brytjið súkkulaðið og setjið í
skál með koníaki, safa eða vatni.
Setjió yfir vatnsbað og hrærið. Takið
af hitanum og látið kólna.
Dekraóu við fjölskyldu og vini með
þessari auóveldu súkkulaðiköku.
Hún er svo full af kúrennum og rús-
ínum, kirsuberjum og möndlum að
hver sneið minnir á himnaríki.
Sigtið flórsykur í skál, bætið smjöri
í og hrærið þar til kvoðukennt.
Hrærið eggjarauðurnar í.
Bætið söxuðum kirsuberjum í
smjörblönduna ásamt kúrennum,
rúsínum og möndlum. Hrærið kælt
súkkulaðið út í og blandið vel.
Setjið kexið í plastpoka og myljið
smátt með kökukefli. Bætið út í
súkkulaðiblöndu og blandið vel.
Léttþeytið rjómann og hrærið út í
blönduna. Setjið í formið og jafnið
yfirborðið. Hafið í ísskáp yfir nótt
þar til kakan þéttist.
Setjið formið ofan á dós og dragið
kantinn varlega niöur. Fjarlægið
botninn og setjið kökuna á disk.
Skreytið með súkkulaðispæni og
sigtið svolítinn flórsykur yfir. Berið
fram í sneiðum með ávöxtum og
rjóma.
1. Hrærið flórsykur og smjör saman,
síðan eggjarauður út í.
2. Setjið kex í plastpoka og myljið með
kökukefli.
HANDA TÓLF
3. Setjið rjómann smátt og smátt út í
súkkulaðikexblönduna og blandið vel.
HAGNÝT ÁBENDING:
Það má sleppa eggjarauðunum
í þessari uppskrift.
Nota má hvaða gróft kex sem er
í uppskriftina.
104VIKAN 23. TBL, 1992