Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 56
FRA UPPHAFI TENGDAR
TRÚARATHÖFNUM OG HATÍÐUM
▲ Jóladrumbur - Buche de
Noél - frönsk jólakaka sem
er á boróum flestra í Frakk-
P landi um jólin. Þetta er ó-
pE sköp venjuleg kaka meó
'O miklu smjörkremi og reynt
Q er að láta hana líkjast sem
■7 mest vióardrumbi meö því
o£ aó gaffall er dreginn eftir
O súkkulaöilituöu kreminu aó
Pr! endilöngu og þaö veróur til
<£ þess aó áferöin á kreminu
O minnir á börk á tré. í Frakk-
'ciE landi er einnig töluvert bak-
^ aó af kökum sem eru i lag-
p inu eins og tréskór. Þessi
kaka er búin til úr núgga og
I— skreytt meö súkkulaöibitum.
52 VIKAN 23. TBL. 1992
Jólin nálgast og allir eru
farnir að baka í tilefni af
því. Flestum finnst óhjá-
kvæmiiegt að baka nokkrar
smákökusortir og fáeinar tert-
ur til þess að eiga yfir jólin,
hvort heldur fyrir heimilisfólkið
að narta í eða til að bjóða
gestum. Það er ekkert nýtt að
kökur séu bakaðar í tilefni há-
tíða, hvort heldur eru jól,
páskar eða uppskeruhátíðir.
Sögur af slíkum bakstri ná allt
aftur til daga Forngrikkja ef
ekki miklu lengra.
Fyrr á öldum voru kökur
notaðar í friðþægingarskyni
eða til fórna og þá við ýmis
tækifæri og á ýmsum árstím-
um. Fólk notaði líka kökurnar
í tengslum við fæðingu, skírn,
giftingar, jarðarfarir og minn-
ingarathafnir um látna. Oft
voru kökur bakaðar í líki
manna eða dýra, eftir því
hvað við átti hverju sinni.
Forngrikkir köstuðu kökum í
< Skyldu piparkökustrákar
og stelpur eiga rætur aö
rekja til kökubaksturs í
gamla daga, þegar bakaöar
voru kökur í mannsmynd til
þess aö fórna á altari guó-
anna?
gljúfur eða gjár. Voru þetta
fórnir færðar Demeter og
Persephone, gyðjum jarðar-
gróðurs og frjósemi, og áttu
að tryggja góða uppskeru.
Sumt af þessu góðgæti fór
fyrir lítið og lenti í kjafti snáka
sem héldu sig í djúpinu. Kon-
ur, sem höfðu verið hreinsað-
ar í samræmi við helgisiði
þess tíma, tíndu upp það sem
eftir varð og væri eitthvað enn
eftir var farið með það og það
lagt á altari gyðjanna.
í Egyptalandi bjuggu menn
oft til svín og önnur dýr úr
deigi, sem síðan var fórnað á
altari Osiris, höfuðguðs
Fornegypta. Hann var upphaf-
lega frjósemisguð en síðar
drottnari undirheima og dóm-
ari yfir hinum dauðu. Köku-
grísunum var einnig fórnað til
vegsemdar tunglinu. Fátæk-
lingar settu oft kökur í grafir
ættmenna sinna og ætluðu
þeim að nærast á þeim en
menn álitu nauðsynlegt að
hinir látnu hefðu með sér mat
í gröfina.
KÖKUM FÓRNAÐ
í STAÐ MANNA
1 Róm færðu konur Liber og
Ceres hirsikökur. Hindúar
lögðu kökur við hiið hinna
látnu en ofan á kökurnar var
hrúgað hrísgrjónum, sykri og
ghi sem er brætt smjör. Einnig
voru bakaðar kökur í manns-
mynd, mynd þeirra sem ætl-
unin var að fórna, svo hægt
væri að komast hjá því að
fórna raunverulegu mannslífi
á altari guðanna.
Veddarnir á Ceylon gáfu
guðum sínum hrískökur en
Japanir lögðu hins vegar tvær
hnöttóttar kökur á altari á ný-
ársdag, annað átti að vera
karlkynskaka færð sólinni, hin
kvenkyns færð tunglinu.
í Svíþjóð var bökuð kaka
með kvenmannslagi úr síð-
asta kornknippinu í uppskeru-
lok og neytti fjölskyldan svo
kökunnar saman. í Eistlandi,
Svíþjóö og Danmörku var
mjölið úr fyrsta kornknippinu
einnig notað til kökugerðar og
sú kaka höfð með villigaltar-
lagi.
PÖNNUKÖKUR
ÁHRIFAMIKLAR
Um allan hinn kristna heim
hafa pönnukökur mikið verið
notaðar í tengslum við trúar-
hátíðir. í Frakklandi trúðu
menn því að hægt væri að
koma í veg fyrir að kornið
rotnaði ef borðaðar væru
pönnukökur. Sá siður var í
Búlgaríu að á þeim degi sem
við köllum bolludag klæddist
karlmaður geitarskinni og
bakaði köku sem hann setti í
smápening. Síðan skipti hann
kökunni og sá sem fékk pen-
inginn mátti eiga von á góðum
dögum. Eftir þetta var hægt
að byrja að þlægja akrana fyr-
ir sáningu. í Rússlandi var
brauð eða kaka, sem blessuð
hafði verið í kirkju, lögð nærri
sáðkorninu eða blandað sam-
an við það til þess að tryggja
góða uppskeru.
I Búlgaríu var einnig siður
að baka kökur á pálmasunnu-
dag. Kökurnar voru skreyttar
blómum. Smábitum úr kökun-
um var kastað út í vatn og sá
var heppnastur sem átti bit-
ann sem lengst flaut. Menn
trúðu því að hamingjan yrði
honum hliðholl það sem eftir
lifði ársins.
HAMINGJA FYLGIR
KÖKUÁTI HJÁ
NÁGRANNANUM
í Englandi hafa menn gjarnan
búið til sérstakar jólakökur.
Sums staðar hafa þær verið
skreyttar með kúmeni bleyttu í
öli. í Yorkshire á Englandi
voru bornar fram kryddkökur,
plómukökur eða engiferbrauð
með osti. Þar sagði fólk að
fyrir hverja köku og hvern ost-
bita, sem neytt var í húsi ná-
grannans, bættist einn ham-
ingjuríkur mánuður við í lífi
manns.
í Serbíu var sérstök kaka
brotin yfir jóladrumbinn sem
brenndur var í arninum á jól-
um. Kökurnar voru i laginu
eins og lömb, svín eða hæn-
ur. Allir í fjölskyldunni fengu
sína köku og oft var smápen-
ingur settur í köku sem eins
konar heillapeningur. Fjöl-
skyldan borðaði svo kökuna
með jólamáltíðinni og væri
einhver úr fjölskyldunni fjar-
verandi var skilinn eftir köku-
biti handa honum.
í Eistlandi bökuðu konur
kökur á aðfangadagskvöld.
Voru þær látnar standa á
borðinu á nýársdag. Þá voru
þær gefnar nautgripunum,
nema smábiti sem geymdur