Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 76
Þetta Ijúffenga brauð er af þýskum uppruna,
fullt af kirsuberjum, kúrennum, apríkósum
og hnetum, með kryddbragði. Innan í
því er svo marsipanlag. Bakið það til
tilbreytingar í skammdeginu.
HITAEININGAR í SKAMMTI: 387 TÓLF SNEIÐAR í HLEIF
75 g gljáð kirsuber - kokkteilber
75 g þurrkaðar apríkósur
100 g kúrennur
50 g blandaður börkur
150 ml romm, ef vill
Z5^ afhyddar möndlur
rifinn börkur af einni sítrónu
3 egg
300 ml miólk
15 g þurrger
225 g liós púðursykur
225 g smjör, skorið í litla bita
900 g hveiti
2 tsk. stevttur kanill
350 g hvítt marsipan
2 msk. flórsykur, sigtaður
Hitið ofninn í 200 gráður fimmtán
mínútum fyrir bökun. Smyrjið tvo
renninga af bökunarpappír. Þvoið
kirsuberin og þerrið. Saxið kirsuber
og apríkósur. Setjið saxaða ávextina
í sitt hvora skálina og kúrennurnar
og blandaðan börkinn f aðra. Hitið
rommið ef það er notað og bætið 150
ml af volgu vatni út í. Hellið yfir ávext-
ina og látið liggja í bleyti í að minnsta
kosti tvo tíma. (Ef ekki er notað romm
skal nota 300 ml af volgu vatni.)
Hellið af ávöxtunum, blandið síð-
an saman. Bætið möndlunum og
sítrónuberkinum f. Setjið til hliðar.
Brjótið egg í stóra skál og þeytið vel.
Hitið mjólk í líkamshita, bætið
þurrgerinu og ögn af sykri út f. Hafið
á heitum stað í fimmtán mínútur eða
þar til upplausnin er orðin froðu-
kennd. Hitið það sem eftir er af
sykrinum með smjörinu. Hrærið þar
til sykurinn hefur leyst upp og smjör-
ið er bráðnað. Takið af hitanum,
setjið út í gerblönduna, hellið síðan
yfir eggin og hrærið vel.
Sigtið hveiti í stóra skál, hrærið
eggjablönduna saman við helming-
inn af hveitinu ásamt kanilnum.
Blandið vel, breiðið síðan yfir og
setjið á heitan stað í einn klukkutíma
eða þar til deigið hefur lyft sér. Bæt-
ið hveitinu sem eftir er í deigið,
blandið vel, hnoðið síðan þar til
mjúkt á hveitibornum fleti.
Setjið ávextina og hneturnar sam-
an viö og hnoðið deigið vel.
Skiptið deiginu til helminga og
fletjið út. Fletjið helminginn af
marsipaninu út í mjóa lengju, sem er
einn fjórði af stærð deigsins, og
komið fyrir í miðjunni. Brettið brúnir
deigsins inn, rúllið því síðan saman
utan um marsipanið. Lagfærið
endana svo brauðið sé sporöskjulag-
að. Farið eins að meö hinn hleifinn
og notið það sem eftir er af deiginu
og marsipaninu.
Setjið á bökunarpappír, breiðið
stykki yfir, látið lyfta sér f eina
klukkustund. Bakið í ofni í fimmtán
mínútur, lækkið sfðan hitann í 180
gráður og bakið í 60 til 75 mínútur
eða þar til bakað. (Það ætti að vera
holhljóð í hleifunum þegar bankað
er neðst í þá.)
Takið úr ofninum og stráið flórsykr-
inum yfir. Borðið innan sólarhrings.
HAGNÝT ÁBENDING:
1. Saxið kirsuberin. Leggið ávextina í
bleyti, hellið leginum, bætið síðan
möndlunum og sftrónuberkinum út í.
2. Hrærið eggin í stórri skál, hellið síðan
gerinu og smjörblöndunni í.
Brauðið má frysta og sé það fryst
er gott að hita það í gegn eftir
að það þiðnar.
3. Sigtið hveitið í stóra skál. Hrærið
helming hveitisins smátt og smátt út í
eggjablönduna.
72 VIKAN 23. TBL. 1992