Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 54
THELMA
SNYRTIVORUSETT
FRÁ NO NAME
MEÐ 50% AFSLÆTTI
Nú býSst lesendum Vikunnar aS eignast þennan glæsilega snyrti-
vörukassa fró NO NAME með 50% afslætti.
AÐEINS
KR. 4.995
+ PÓSTBU RÐARGJ ALD
KASSINN
INNIHELDUR:
• 10augnskuggar -4 kinnalitir
■ litlaust púöur -2 augnblýantar
■ 2 varalitapenslar - hyljari
■ maskari -varagloss ■yddari
■ förðunarburstar
PONTUNARSEÐILL
Vinsamlegast sendiö mér NO NAME snyrtivörusettið
Naf n:__________________________________________________
Hfiimili:
Póstnúmer: Staöur:
Kt.: Sími:
Utanáskrift: Sambúöin, Ármúla 20, 108 Reykjavík S 813122
krúnurakaði hann á sér kollinn til að
tryggja að hann léti örugglega ekki
undan freistingum og færi út úr húsi.
Þrýstingurinn verkaði illa á
börnin, sérstaklega á Valentín.
Honum leiddist í skóla. Nú nýtur
hann sín miklu betur og honum
hefur farið mikiö fram við lærdóm-
inn. Hann hefur fengið áhugann
sem vantaði þegar álagið var hon-
um ofviða.
Börnin hafa þó mikið samband
við föður sinn og hitta hann reglu-
lega. Einnig hefur haldist gott
samband milli mín og Gretu, fyrr-
verandi tengdamóður minnar, og
það þykir mér vænt um. Við hitt-
umst jafn mikið og áður og hún er
alltaf jafn elskuleg við mig. Hún
getur heldur ekkert að því gert
hvernig hjónabandi okkar Fredís
lauk og henni þykir jafn vænt um
mig og börnin sem fyrr.
Það hefur svo sem gengið á
ýmsu í hennar hjónabandi og hún
hefur alltaf sagt að karlmenn séu
allir eins. Því sé kona engu bætt-
ari þótt hún skilji við eiginmann-
inn, ef hann heldur framhjá henni,
og fái sér annan. Sá verði hvort
eð er orðinn eins innan skamms
og farinn að stunda sömu iðju.
TRÚI EKKI LENGUR
Á GOTT HJÓNABAND
g trúi ekki lengur á gott
k hjónaband til æviloka. Ég
!■ get ekki fengið mig til þess
þegar ég horfi upp á alla skilnað-
ina ðg öll vandamálin sem koma
upp á milli hjóna.
Hjónabandið hefst með lygi
strax við altarið. Við erum látin
heita því að vera maka okkar trú
alla ævi. Þannig er það ekki í raun
og veru nú á dögum. Fólki finnst
ekkert tiltökumál að stofna til
nýrra kynna og stefna þannig
hjónabandi sínu í voða. Það ber
ekki virðingu fyrir hjónabandinu
og þarfnast ekki hvort annars í
sama mæli og fyrr á tímum.
Hér áður fyrr var annað upp á
teningnum. Karlmaðurinn vann úti
en konan inni á heimilinu. Þá varð
fólk að halda saman og berjast
saman. Nú er mun auðveldara
fyrir hjón aö skilja ef eitthvað kem-
ur upp á. Konur eru sjálfstæðari
en áður og geta staðið á eigin fót-
um fjárhagslega ef því er aö
skipta. Þær láta ekki lengur bjóða
sér hvað sem er, aðeins til að
halda fjölskyldunni sameinaðri.
Sumt er þó mögulegt að fyrir-
gefa, en erfitt getur reynst aö
byggja upp traust að nýju. Fram-
hjáhald er alltaf hjúskaparbrot,
alltaf svik við makann. Þó finnst
mér ólíku saman að jafna hvort
einhver slysast til að halda fram-
hjá einu sinni eða tvisvar í ein-
hverju bráðræði eða hvort hann
fer að lifa tvöföldu lífi.
Þúsundir karlmanna eru alltaf
ótrúir konum sínum en hafa ekki
nokkra löngun til að fara frá þeim.
Þeir vilja hafa ástandið eins og
það er; eiga konu, börn og heimili
en vera þó frjálsir að því að vera
með öðrum konum.
Fyrir kemur að sú hugsun læð-
ist að mér að ef til vill sé framhjá-
hald allt að því eðlilegt. Oft finnst
mér eins og það sé karlmönnum
náttúrulegt að vilja vera meö öör-
um konum, þótt þeir elski þær
ekki. Sá maður sem jafnan er
konu sinni trúr væri samkvæmt
því að breyta gegn eðli sínu.
Þjóðfélagið kyndir undir þessa
girnd. Nektarmyndir af konum eru
alls staðar og klámmyndir eru
sýndar. Karlar vilja sjá þetta. Þeir
gimast þær konur sem bjóða sig.
Ástin til eiginkonunnar getur alveg
verið óbreytt og oft er ekkert ann-
að á bak við framhjáhaldiö en full-
næging líkamlegra hvata.
Það er svo ríkt í fólki nú á dög-
um að standast ekki freistingarn-
ar. Allir verða að fá allt sem þá
langar í. Hvað sem það kostar,
hvað sem það hefur í för með sér.
Auðvitað eru margar undantekn-
ingar frá þessu. Og auðvitað eru
einnig til giftar konur sem girnast
aðra karlmenn en eiginmenn sína.
Oft fer þó svo að ef sæt stelpa
gefur giftum manni hýrt auga rýk-
ur hann til. Og ég held að þegar
karlmaöur byrjar að halda framhjá
eigi hann erfitt með að hætta því.
Ætli það sé ekki bara ósk-
hyggja að halda að makinn geti
ætíö verið trúr? Þess vegna finnst
mér endur og svanir svo dásam-
legir fuglar. í mínum huga eru þeir
tákn hreinleikans, þvi þeir halda
sig alltaf við sama makann.
Svanir fella flugfjaðrirnar og eru
í sárum þar til nýjar fjaðrir eru
vaxnar. Ég var líka í sárum um
langt skeið. Alla þessa löngu
mánuði, eftir að Fredí sagði mér
frá hjúskaparbroti sínu og þar til
hann var farinn af heimilinu, leið
mér mjög illa. Ég var vansæl, reið,
örvæntingarfull, sinnulaus og bit-
ur. Um tíma leið mér svo illa að
ég sá ekki stjörnurnar á himnin-
um.
Ég veit ekki fegurri sjón í þess-
um heimi en stjörnubjartan himin.
Ef mér líður vel sé ég hann. Ann-
ars er eins og ég sé slegin blindu.
Þegar ég fór að taka eftir stjörn-
unum að nýju fann ég að mér var
farið að líða betur. Þær voru óum-
deilanlegt merki um aö ég væri að
ná mér, væri farin að breytast aft-
ur. Ég var að veröa heil á nýjan
leik.. □
50 VIKAN 23.TBL. 1992