Vikan


Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 16

Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 16
HJÓNABANDIÐ HEFST MEÐ LYGI STRAX VID ALTARID - segir Thelma Ingvarsdóttir í endurminningum sínum Thelma meö fyrrum eiginmanni sínum, hinum austurríska Manfred Herzl, en meö honum eignaöist hún fimm börn. Sú bók sem telja má með þeim líklegustu til að ná toppnum í jólabókasölu ársins er bókin með endurminningum Thelmu Ingvarsdóttur Herzl en bókina skráði Rósa Guðbjartsdóttir, fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni. Útgefandi er Iðunn. Thelma, sem núna er 48 ára gömul, ólst upp í Skerjafirði. Hún varð ungfrú ísland árið 1963 og ungfrú Skand- inavía sama ár. Sautján ára gömul fór hún til Kaupmannahafnar til að reyna fyrir sér í fyrirsætubransan- um en um frama á þeim vettvangi hafði hana dreymt í barnæsku. Út- löndin höfðu alltaf heillað og var hún ætíð staðráðin i þvi að flytja og búa erlendis. Dagdraumarnir sner- ust um útlönd og frama. Hún fékk strax vinnu við módelstörf og gekk mjög vel. Bjó hún og starfaði í Kaupmannahöfn í fjögur ár og trú- lofaðist dönskum Ijósmyndara, Ole Bork. Hún náði eins langt og hægt var þar í landi og lagði þá land undir fót og freistaði gæfunnar í London, ásamt kærastanum. Þar störfuðu þau um tíma uns þau fluttu til Parísar, háborgar tískunn- ar. Ole og Thelma slitu trúlofuninni og hann fluttist til Danmerkur. Thelma náði mjög skjótum frama í París, fékk strax verkefni hjá Vogue, þar sem birtust 24 síður af myndum með henni. Eftir það þurfti hún ekki að kynna sig frekar í Par- ís, hún var komin á toppinn, var bókuð marga mánuði fram í tímann og var um leið farin að fá gífurlega há laun. Hún ferðaðist út um allan heim og vann með eftirsóttasta og þekktasta fólkinu í faginu. Thelma var á toppnum í París í þrjú til fjögur ár eða þar til hún giftist ungum, austurrískum hag- fræðingi, Manfred Herzl, og fluttist til Graz í Austurríki. Hún átti þá glæstan fyrirsætuferil að baki og var tilbúin að snúa sér að fjöl- skyldulífi og barneignum. Fjöl- skylda hans var stórefnuð og rak skóverslanir þar í landi. Manfred hefur verið við stjórnvölinn í fyrir- tækinu í mörg ár og eru skóversl- anirnar orðnar um tvö hundruð talsins þannig að þetta er ein stærsta skóverslanakeðja Evrópu. Heita verslanirnar Stiefelkönig 1 6 VIKAN 23. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.