Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 6
CO
► Arnar
Jónsson
fékk
áhuga á
leikhúsi á
unga aldri
eins og
börnin
hans
fimm, sem
öll hafa
erft áhug-
ann og
jafnvel
leik-
listar-
hæfi-
leikana
frá
foreldrum
sínum.
LEIKURINN
GERÐUR
„Leiklist er ekki starf
f/rir fullorðið fólk."
að er eitthvað órætt við
Arnar Jónsson leikara.
Hann er vingjarnlegur
og alþýðlegur en þó fjarrænn
- ekki bragðvís en það er
erfitt að henda reiður á hon-
um. Það reynist líka erfitt að
ná í hann og ekkert sérlega
auðvelt að fá hann til að fall-
ast á að skrafa við Vikuna.
Þegar það loks gengur eftir er
þó óhætt að segja að hann
gefi sig í viðfangsefnið af lífi
og sál og skilji ekkert undan.
Fyrsti fundur okkar er heima
hjá honum og konu hans, leik-
stjóranum Þórhildi Þorleifs-
dóttur. í stofunni birtist snögg-
lega stúlka á tvítugsaldri, Sól-
veig Arnarsdóttir, (Ingaló) og
sþyr hvort ekki eigi að taka
viðtal við sig. Þegar hálf-
hvumsa blaðamaður segir svo
ekki vera segist hún ætla út
að drekkja sorgum sínum.
Börn þeirra Arnars og Þórhild-
ar eru fimm og hafa öll reynt
Laurence Olivier
fyrir sér í leiklistinni. Þann
yngsta, Jón Magnús, tíu ára,
er að sögn Arnars farið að
lengja eftir að komast á fjalirn-
ar.
FANNST
LEIKHÚSLYKTIN GÓÐ
Helga, systir Arnars, hefur
einnig verið leikari til fjölda
ára en Jón Kristinsson, faðir
þeirra, var viðloðandi leikfé-
lagið á Akureyri meðan það
var áhugafélag. Var starfsferill
systkinanna mótaður frá uþþ-
hafi?
„Pabbi var bæði formaður
leikfélagsins og lék mjög mik-
ið þannig að við Helga kynnt-
umst leikstarfi mjög ung,“ seg-
ir Arnar. „Mamma var Ijóm-
andi góð eftirherma þó hún
færi þv( miður aldrei á fjalirn-
ar. Ég var að þvælast í leik-
húsinu, fannst lyktin góð og
þó ég ætlaði mér ekki að gera
leiklistina að ævistarfi var það
6 VIKAN 23. TBL. 1992