Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 8
eins og eðlilegasti hlutur í
heimi þegar það gerðist,"
bætir hann við.
Arnar var tvítugur þegar
hann kom til Reykjavíkur og
fékk inngöngu í Þjóðleikhús-
skólann. „Skólinn var ágætur
en lærdómurinn fór auðvitað
aðallega fram á kvöldin, að
fylgjast með þessum ágætu
listamönnum og að þurfa að
standa við hlið þeirra í ein-
hverjum smáhlutverkum."
„Smáhlutverk" er kannski ó-
þarfa hógværð; sannleikurinn
er sá að Arnari bauðst hlut-
„Listin krefst þess aö farið sé
nokkurn tíma höfum tök á.“
verk gíslsins í Gísl eftir Brend-
an Behan árið 1962 og sló
þar svo eftirminnilega í gegn
að hann leit aldrei til baka síð-
an.
Áður hafði Arnar tekið þátt í
sýningum Grímu og Leikhúss
æskunnar. Meðal þeirra verka
sem tekin voru fyrir þar voru
brot úr Rómeó og Júliu,
Macbeth og Hinrik fjórða.
„Það æxlaðist þannig að ég
lék bæði Rómeó og Falstaff í
þessari sýningu," segir Arnar.
Eins og lesendum er kunnugt
er Rómeó einn rómaðasti
elskhugi heimsbókmenntanna
og Falstaff er fituhlunkurinn,
vinur og ráðgjafi Hinriks
fjórða.
Á þrjátíu ára ferli hefur Arn-
ar leikið mörg og ólík hlutverk;
meðal hlutverka síðustu ára
má nefna riddarann sjónum-
hrygga, Don Kíkóta, Henry
Higgins í My Fair Lady, Kaj
Munk og Pétur Gaut.
Arnar telur að á seinni
árum tengi fólk hann kannski
við hátíðleika og alvöru en um
þessar mundir er hann að
bora gat á þá ímynd í
miklu nær hlutunum en viö
stórsmellnu stykki Willys
Russell, Rita gengur mennta-
veginn, á Litla sviðinu í Þjóð-
leikhúsinu en þar leikur hann
á móti Tinnu Gunnlaugsdóttur.
MARGAR GRÍMUR
Það er algengt að leikarar séu
spurðir hvernig þeir hafi sett
sig inn í hlutverk og sömuleið-
is algengt að áhorfendur velti
fyrir sér hvort viðkomandi leik-
ari sé í raun eins og sú per-
sóna sem hann er að leika í
það og það skiptið. Grípi sú
tilfinning fólk að leikarinn sé
alls ekki að leika heldur að
veita innsýn í eigið sálarlíf er
vísast að viðkomandi hafi tek-
ist vel upp. Eins og John
Barrymore sagði: „Það eru
ýmsar aðferðir til. Mín aðferð
kallar á mikla hæfileika, glas
og mulinn ís.“ Hvað segir Arn-
ar Jónsson?
„Maður hefur margar grim-
ur. Fólk býr sér til heildar-
mynd út frá einni hlið persón-
unnar og hefur kannski aldrei
tækifæri til að kynnast fleiri
hliðum þessa einstaklings.
Þannig mynd er í besta falli
bæði flöt og lygin. Lengi skal
manninn reyna, eins og þar
stendur. Sjálfur held ég að
það sé ekki hægt að skila
hlutum frá sér á leiksviði
nema með vissri grimmd.
Starf leikarans er töff starf og
þar verður að vera einhver
drýsill í spilinu sem hjálpar til
við að knýja mótorinn. Þess
utan kallar starfið á að vera
sífellt að velta upp þeim fleti
persóna sem er falinn. Leik-
persónur á blaði koma líka til
manns eins og manneskjur
sem maður hittir í fyrsta sinn,
mjög flatar, og eru jafnvel
skrifaðar þannig, sem góða
og vonda manneskjan.
Kannski er kúnstin svo fólgin í
þvi að gæða persónuna því
lífi að ekki sé um einungis
einn flöt að ræða heldur miklu
fleiri. Þegar leikarinn nær að
skynja það og skila frá sér
flókinni persónu, sem kannski
er á mörgum plönum í senn,
þá finnst fólki gaman í leik-
húsi.“
Töff starf, segir hann.
Hvernig þá?
„Það sem áhorfendur sjá er
eitthvert fólk sem er í sviðs-
Ijósinu og oft á tíðum virðist
starf leikarans mjög auðvelt í
framkvæmd. Fólk veit ekkert
um þá miklu vinnu sem liggur
að baki einu verki. Þó er það
annað í starfi leikarans sem
er erfiðara við að eiga og það
er hve berskjaldaður hann er;
skotspónn allra. Það er ætlast
til þess að hann sé opinn, ein-
lægur, rífi í sínar eigin tilfinn-
ingar, þenji vitsmuni sína til
hins ýtrasta og svo mega allir
dæma hann. Þá þurfa menn
að koma sér upp einhverjum
skrápi til að verja sig og það
er reyndar ekki alltaf hægt.“
LEIKIÐ AF
FINGRUM FRAM
„Hitt er svo annað mál að það
sem við sjáum á íslenskum
leiksviðum er oftar en ekki
bara vel gert fikt, miðað við
það sem hægt er að gera og
þá á ég við að fólk sökkvi sér
í verkið en snerti ekki bara yf-
irborðið lauslega. Þá er verkið
krufið og vinna rithöfundarins
næstum því unnin aftur, mað-
ur fer inn í hverja einustu per-
sónu og þekkir þær allar og
sambönd þeirra. Svona krufn-
ing tekur langan tíma en
þennan tíma höfum við ekki,
því miður. Fólk þeytist milli
verkefna svo hratt sem um-
ferðin leyfir og næðið, sem er
forsenda listsköpunar, gefst
ekki. Listin krefst þess að far-
ið sé miklu nær hlutunum en
við nokkurn tíma höfum tök á.
Ég hef átt þess kost að sjá
leiksýningar úti í Rússlandi
þar sem unnið er á þennan
máta og það var makalaus
reynsla. Þeir haga leitinni að
vísu allt öðruvísi en við. Þegar
við leikum textalaust af fingr-
um fram fara allir að leika
voða mikið og búa til eitthvað
upp úr sér; spinna. Rússinn
myndi haga tveggja manna
senu þannig að byrja á að
bíða; ég skoða þig, þú skoðar
mig um leið og þú ert að
skoða þig og ég mig. Þetta er
gífurleg einbeiting inn á per-
sónurnar, inn á sambandið og
inn á aðstæður. Þá kemst
maður að niðurstöðu sem er
rétt en viðhefur ekki einhver
dramatísk leikbrögð. Það
skiptir mjög miklu máli í leik-
húsvinnu að sama fólk, sem
fellur vel að vinna saman,
vinni mikið saman. Með því
næst árangur. Það væri mjög
gaman að komast einhvern
tíma í þá aðstöðu að geta tek-
ið hálft til eitt ár í æfingar og
skoðun á verki í stað sex til
átta vikna.“
LEIKIÐ LAUSUM HALA
Hvernig er góður leikstjóri?
„Góður leikstjóri leggur sig
kannski fyrst og fremst fram
um að laða fram og knýja leik-
arann til að fara fram úr sjálf-
um sér; fara inn á þau svið
sem hann er hræddur við að
fara á, láta hann afhjúpa sig.
Takist leikstjóranum það, þá
gerist eitthvað. Það verða að
vera átök, annars gerist ekki
neitt. Leikstjóri má heldur ekki
vera svo upptekinn af sjálfum
sér að það fari fram hjá hon-
um þegar eitthvað kviknar hjá
leikaranum og þá þarf hann að
örva það, hlúa að því og ýta
því áfram. Það er mikilvægt að
leggja góðan grunn þegar ver-
ið er að byggja. Leikstjórar eru
ákaflega misflinkir að leggja
sterkan grunn en þegar hann
er góður halda sýningar áfram
að batna á meðan hinar molna
yfirleitt í sundur."
Frh. á bls. 78
8 VIKAN 23. TBL.1992