Vikan


Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 36

Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 36
MEÐ NUPO-NÆRINGARDUFTINU V’IKAN var á ferö í Dan- mörku ekki alls fyrir löngu, nánar tiltekið í Kaup- mannahöfn. Þar var meðal annars komið við á lækningastofu prófessor dr. med. Flemming Quaade þar sem hann tekur fólk til meðferðar vegna offitu. Hann er sem kunnugt er upphafsmaður einingakerfisins svokallaða sem sagt var frá í næstsíðasta tölu- blaði Vikunnar en kerfið auð- veldar fólki að fylgjast með þeim hitaeiningum sem neytt er umfram þær sem fást úr NUPO- næringarduftinu. Lækningastofan er í stóru gömlu húsi á jarðhæðinni en íbúð prófessorins á þeirri efri. Eftir að blaðamaður hafði átt spjall við hann góða stund tóku sjúklingar hans að koma hver af öðrum á fræðslu- og eftirlitsfund og gafst þá tækifæri til að ræða við nokkra þeirra. Jena Vita Fredriksen, sextíu og fimm ára gömul kona, varð fyrst fyrir svörum og spurði ég hana hvenær hún hefði byrjað á kúrnum og hvað hún hefði þá verið þung. „Ég byrjaði fyrir um ári og var þá 101 kíló en er nú 71,5 og er því eru um þrjátíu kílóum léttari. Það má kannski koma fram að ég er um 150 cm á hæð. Fyrstu fjóra mánuðina lét ég ekkert annað ofan í mig en NUPO-duftið en síðan byrjaði ég að borða venjulegan mat samhliða því og studdist við einingakerfið. Ég er að mestu hætt að taka duftið en fer alfarið eftir kerfinu. Það gengur mjög vel og ég á ekki í neinum vandræðum með þyngdina.'1 Hvernig stóð á því að þú fórst að fitna? „Þetta er vandamál í ættinni. Faðir minn hefur átt við offitu- vandamál að stríða þannig að ég hef vafalaust erft þetta að ein- hverju leyti. Ég þurfti einnig að taka inn lyf fyrir nokkrum árum vegna hjartasjúkdóms og of mikils blóðþrýstings en þau hafa þá aukaverkun að maður hefur til- hneigingu til að fitna sem ég og gerði. En eftir að ég grenntist þarf ég ekki lengur á lyfjunum að halda." Hver fannst þér helsti kostur þessa kúrs? „Að ég þurfti ekki að elda mat í fjóra mánuði," segir Lena og hlær, "og einnig að maður varð aldrei svangur eins og oftast vill verða þegar maður er í venjulegri megrun." Varstu aldrei slöpp? „Nei, aldrei. Ég varð mun kraftmeiri." Hefur andleg líöan þín breyst eftir aö þú grenntist? „Því verður ekki lýst á annan hátt en þann að ég er miklu glaðari og hressari en ég var og börnin mín tala oft um það. Það eru einnig ótrúlega margir sem samgleðjast mér og taka óbeinan þátt í þessu með mér, segja mér til dæmis að ég skuli nú ekki vera að fá mér vínarbrauð eða því um líkt. Fólk vill hafa mig áfram eins og ég er og það er mér mikil hvatning." Hvaö var erfiöast viö þennan kúr? „Ég get ekki sagt að ég hafi átt í erfiðleikum af neinu tagi og það kom mér mjög á óvart hversu auðvelt þetta var." Stundaöir þú einhverja reglu- bundna hreyfingu samhiiöa kúrnum? „Já ég fór út að ganga, gekk í einn til tvo tíma daglega. Mér fannst ég hafa mjög gott af því." Sautján ára og yfir hundrað kíló Sautján ára menntaskólamær, Iren Henriksen, hafði einnig frá ýmsu að segja. „Ég byrjaði á kúrnum fyrir um fimm mánuðum og þá var ég 100,4 kíló en nú er ég rétt rúm 74 kíló þannig að ég er um 21 kílóum léttari. Ég byrjaði á að taka NUPO-duftið eingöngu en mér fannst það vera fullmikil viðbrigði að borða ekkert annað þannig að ég byrjaði fljótlega að borða svolítið grænmeti sam- kvæmt einingakerfinu. Ég tileink- aði mér kerfið mjög fljótt þannig að nú nota ég það og duftið jöfnum höndum og stefni að því að losna við um tíu kíló til viðbótar. Eftir það ætla ég ein- göngu að fara eftir einingakerfinu og ég er viss um að það verður hluti af mínu daglega lífi framvegis þar sem það kemst fljótt upp í vana. Maður kann það svo til utanað og er alltaf að nota það í huganum." Hvaö var erfiðast viö þennan kúr? „í byrjun var erfiðast að láta það vera að taka bara eitthvað úr ískápnum þegar ég var svöng í stað þess að taka duftið. Einnig átti ég nokkuð bágt með mig meðan á blæðingum stóð því þá langaði mig alltaf í eitthvað sætt. Ég hef samt aldrei verið með mat á heilanum eins og oft vill verða þegar maður er í megrun en það kom erfitt tímabil, sem kemur hjá öllum, þegar þyngdin stóð nokkurn veginn í stað og það er þá sem ríður á að láta ekki deigan síga." / garöinum fyrir utan lækningastofuna frá vinstri: Iren Henriksen eftir aö hafa misst 21 kg með NUPO-kúrnum, John Pickhard eftir 50 kg, Ris Tange eftir 38 kg, Jena Vita Fredriksen eftir 30 kg og Susi Buch Petersen eftir 23 kg. Biaöamaöur Vikunnar talaði viö þetta fólk og birtist frásögn þess hér í greininni og síöari tölublöðum Vikunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.