Vikan - 12.11.1992, Page 16
HJÓNABANDIÐ
HEFST MEÐ LYGI
STRAX VID ALTARID
- segir Thelma Ingvarsdóttir í endurminningum sínum
Thelma meö fyrrum eiginmanni sínum, hinum austurríska Manfred Herzl, en meö honum eignaöist hún
fimm börn.
Sú bók sem telja má með þeim líklegustu til að ná toppnum í jólabókasölu ársins
er bókin með endurminningum Thelmu Ingvarsdóttur Herzl en bókina skráði
Rósa Guðbjartsdóttir, fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni. Útgefandi er Iðunn.
Thelma, sem núna er 48
ára gömul, ólst upp í
Skerjafirði. Hún varð ungfrú
ísland árið 1963 og ungfrú Skand-
inavía sama ár. Sautján ára gömul
fór hún til Kaupmannahafnar til að
reyna fyrir sér í fyrirsætubransan-
um en um frama á þeim vettvangi
hafði hana dreymt í barnæsku. Út-
löndin höfðu alltaf heillað og var
hún ætíð staðráðin i þvi að flytja og
búa erlendis. Dagdraumarnir sner-
ust um útlönd og frama. Hún fékk
strax vinnu við módelstörf og gekk
mjög vel. Bjó hún og starfaði í
Kaupmannahöfn í fjögur ár og trú-
lofaðist dönskum Ijósmyndara, Ole
Bork. Hún náði eins langt og hægt
var þar í landi og lagði þá land
undir fót og freistaði gæfunnar í
London, ásamt kærastanum. Þar
störfuðu þau um tíma uns þau
fluttu til Parísar, háborgar tískunn-
ar. Ole og Thelma slitu trúlofuninni
og hann fluttist til Danmerkur.
Thelma náði mjög skjótum frama í
París, fékk strax verkefni hjá
Vogue, þar sem birtust 24 síður af
myndum með henni. Eftir það þurfti
hún ekki að kynna sig frekar í Par-
ís, hún var komin á toppinn, var
bókuð marga mánuði fram í tímann
og var um leið farin að fá gífurlega
há laun. Hún ferðaðist út um allan
heim og vann með eftirsóttasta og
þekktasta fólkinu í faginu.
Thelma var á toppnum í París í
þrjú til fjögur ár eða þar til hún
giftist ungum, austurrískum hag-
fræðingi, Manfred Herzl, og fluttist
til Graz í Austurríki. Hún átti þá
glæstan fyrirsætuferil að baki og
var tilbúin að snúa sér að fjöl-
skyldulífi og barneignum. Fjöl-
skylda hans var stórefnuð og rak
skóverslanir þar í landi. Manfred
hefur verið við stjórnvölinn í fyrir-
tækinu í mörg ár og eru skóversl-
anirnar orðnar um tvö hundruð
talsins þannig að þetta er ein
stærsta skóverslanakeðja Evrópu.
Heita verslanirnar Stiefelkönig
1 6 VIKAN 23. TBL. 1992