Vikan


Vikan - 12.11.1992, Side 56

Vikan - 12.11.1992, Side 56
FRA UPPHAFI TENGDAR TRÚARATHÖFNUM OG HATÍÐUM ▲ Jóladrumbur - Buche de Noél - frönsk jólakaka sem er á boróum flestra í Frakk- P landi um jólin. Þetta er ó- pE sköp venjuleg kaka meó 'O miklu smjörkremi og reynt Q er að láta hana líkjast sem ■7 mest vióardrumbi meö því o£ aó gaffall er dreginn eftir O súkkulaöilituöu kreminu aó Pr! endilöngu og þaö veróur til <£ þess aó áferöin á kreminu O minnir á börk á tré. í Frakk- 'ciE landi er einnig töluvert bak- ^ aó af kökum sem eru i lag- p inu eins og tréskór. Þessi kaka er búin til úr núgga og I— skreytt meö súkkulaöibitum. 52 VIKAN 23. TBL. 1992 Jólin nálgast og allir eru farnir að baka í tilefni af því. Flestum finnst óhjá- kvæmiiegt að baka nokkrar smákökusortir og fáeinar tert- ur til þess að eiga yfir jólin, hvort heldur fyrir heimilisfólkið að narta í eða til að bjóða gestum. Það er ekkert nýtt að kökur séu bakaðar í tilefni há- tíða, hvort heldur eru jól, páskar eða uppskeruhátíðir. Sögur af slíkum bakstri ná allt aftur til daga Forngrikkja ef ekki miklu lengra. Fyrr á öldum voru kökur notaðar í friðþægingarskyni eða til fórna og þá við ýmis tækifæri og á ýmsum árstím- um. Fólk notaði líka kökurnar í tengslum við fæðingu, skírn, giftingar, jarðarfarir og minn- ingarathafnir um látna. Oft voru kökur bakaðar í líki manna eða dýra, eftir því hvað við átti hverju sinni. Forngrikkir köstuðu kökum í < Skyldu piparkökustrákar og stelpur eiga rætur aö rekja til kökubaksturs í gamla daga, þegar bakaöar voru kökur í mannsmynd til þess aö fórna á altari guó- anna? gljúfur eða gjár. Voru þetta fórnir færðar Demeter og Persephone, gyðjum jarðar- gróðurs og frjósemi, og áttu að tryggja góða uppskeru. Sumt af þessu góðgæti fór fyrir lítið og lenti í kjafti snáka sem héldu sig í djúpinu. Kon- ur, sem höfðu verið hreinsað- ar í samræmi við helgisiði þess tíma, tíndu upp það sem eftir varð og væri eitthvað enn eftir var farið með það og það lagt á altari gyðjanna. í Egyptalandi bjuggu menn oft til svín og önnur dýr úr deigi, sem síðan var fórnað á altari Osiris, höfuðguðs Fornegypta. Hann var upphaf- lega frjósemisguð en síðar drottnari undirheima og dóm- ari yfir hinum dauðu. Köku- grísunum var einnig fórnað til vegsemdar tunglinu. Fátæk- lingar settu oft kökur í grafir ættmenna sinna og ætluðu þeim að nærast á þeim en menn álitu nauðsynlegt að hinir látnu hefðu með sér mat í gröfina. KÖKUM FÓRNAÐ í STAÐ MANNA 1 Róm færðu konur Liber og Ceres hirsikökur. Hindúar lögðu kökur við hiið hinna látnu en ofan á kökurnar var hrúgað hrísgrjónum, sykri og ghi sem er brætt smjör. Einnig voru bakaðar kökur í manns- mynd, mynd þeirra sem ætl- unin var að fórna, svo hægt væri að komast hjá því að fórna raunverulegu mannslífi á altari guðanna. Veddarnir á Ceylon gáfu guðum sínum hrískökur en Japanir lögðu hins vegar tvær hnöttóttar kökur á altari á ný- ársdag, annað átti að vera karlkynskaka færð sólinni, hin kvenkyns færð tunglinu. í Svíþjóð var bökuð kaka með kvenmannslagi úr síð- asta kornknippinu í uppskeru- lok og neytti fjölskyldan svo kökunnar saman. í Eistlandi, Svíþjóö og Danmörku var mjölið úr fyrsta kornknippinu einnig notað til kökugerðar og sú kaka höfð með villigaltar- lagi. PÖNNUKÖKUR ÁHRIFAMIKLAR Um allan hinn kristna heim hafa pönnukökur mikið verið notaðar í tengslum við trúar- hátíðir. í Frakklandi trúðu menn því að hægt væri að koma í veg fyrir að kornið rotnaði ef borðaðar væru pönnukökur. Sá siður var í Búlgaríu að á þeim degi sem við köllum bolludag klæddist karlmaður geitarskinni og bakaði köku sem hann setti í smápening. Síðan skipti hann kökunni og sá sem fékk pen- inginn mátti eiga von á góðum dögum. Eftir þetta var hægt að byrja að þlægja akrana fyr- ir sáningu. í Rússlandi var brauð eða kaka, sem blessuð hafði verið í kirkju, lögð nærri sáðkorninu eða blandað sam- an við það til þess að tryggja góða uppskeru. I Búlgaríu var einnig siður að baka kökur á pálmasunnu- dag. Kökurnar voru skreyttar blómum. Smábitum úr kökun- um var kastað út í vatn og sá var heppnastur sem átti bit- ann sem lengst flaut. Menn trúðu því að hamingjan yrði honum hliðholl það sem eftir lifði ársins. HAMINGJA FYLGIR KÖKUÁTI HJÁ NÁGRANNANUM í Englandi hafa menn gjarnan búið til sérstakar jólakökur. Sums staðar hafa þær verið skreyttar með kúmeni bleyttu í öli. í Yorkshire á Englandi voru bornar fram kryddkökur, plómukökur eða engiferbrauð með osti. Þar sagði fólk að fyrir hverja köku og hvern ost- bita, sem neytt var í húsi ná- grannans, bættist einn ham- ingjuríkur mánuður við í lífi manns. í Serbíu var sérstök kaka brotin yfir jóladrumbinn sem brenndur var í arninum á jól- um. Kökurnar voru i laginu eins og lömb, svín eða hæn- ur. Allir í fjölskyldunni fengu sína köku og oft var smápen- ingur settur í köku sem eins konar heillapeningur. Fjöl- skyldan borðaði svo kökuna með jólamáltíðinni og væri einhver úr fjölskyldunni fjar- verandi var skilinn eftir köku- biti handa honum. í Eistlandi bökuðu konur kökur á aðfangadagskvöld. Voru þær látnar standa á borðinu á nýársdag. Þá voru þær gefnar nautgripunum, nema smábiti sem geymdur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.