Vikan


Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 22

Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 22
▲ Strák- unum fannst Hólmfríöur ömmuleg þegar hún tók í prjón- ana. Hér er hún aó meóhöndla sverara garn. ■d Hólmfríóur segist ekki óvön líf- legum munn- söfnuöi og hún kann ágætlega vió sig í karlaver- öldinni. ar bráöhugguleg blómarós segist vera á frystitogara. Maö- ur lítur niöur, síðan aftur í aug- un á henni og bíður eftir bros- inu sem ætti að merkja: Nei, nei, bara að grínast. Og síðan myndi fylgja: Ég vinn í snyrti- vöruverslun eða: Ég vinn í blómabúö. Karlremba, kynnu að veröa fyrstu viðbrögð einhverra og Hólmfríði Þorsteinsdóttur, tví- tugri Akureyrarmeyju, er fúlasta alvara. Hún er búin að vera á frystitogara í þrjú sum- ur, nánar tiltekiö á Hjalteyrinni og síðar Oddeyrinn, tveimur af togurum Samherja á Akur- eyri. Það sem meira er; kærastinn er líka á frystitog- ara, þó ekki þeim sama og því eru samverustundirnar ákaf- lega fáar. „HONÍMÚN" Á HAFI ÚTI Hólmfríöur brosir að þessum vangaveltum blaðamanns og segir ekkert athugavert við að kvenfóik stundi sjóinn. Hún segir sig hafa langað að prófa þetta; verið að vinna í frysti- húsi og stungið því að Hauki Grettissyni, kærastanum, að sig langaði að prófa hvernig væri að vinna í frystihúsi úti á sjó en verið svartsýn á að fá pláss. „Þaö var nú alveg hending að ég fékk plássið. Þeir hjá Samherja höfðu verið að spyrjast fyrir um stelpur niðri í frystihúsi en þar fengu þeir engin svör því mjög mikið var að gera í húsinu þá. Það var svo að Haukur var að þvælast eitthvað niðri á skrifstofu Samherja og var spurður hvort hann vissi um einhverjar stelpur sem væru til í að prófa þetta. Hann benti á mig, ég var ráðin og viö kærustuparið fórum saman á sjóinn en trú- lofuðum okkur kvöldiö áður en við fórum út. Okkur fannst þetta svolítið skondið þvi við litum á þetta sem einhvers konar „honímún" með fyrra faliinu. Hvað væri betra en að eyða hveitbrauðsdögunum á hafi úti, vinnandi hvort á sinni vaktinni og mætast rétt í dyr- um svefnklefans til þess að kyssast góðan dag eöa góða nótt.“ HNÚTUR Í MAGANUM Hún hafði veriö í Bandaríkjun- um um veturinn sem skiptinemi, var rétt byrjuð aö vinna þegar hún fékk plássið og það var ekkert verið að tvínóna við hlutina þegar kallið kom í fyrsta túrinn. Hún vann til fimm í frystihúsinu og skellti sér síðan um borö klukkan átta um kvöldið. „Ég fékk lítinn tíma til þess að hugsa um það hvort mér líkaði vistin eða ekki. Við voru ekki nema rétt komin út úr Eyjafirðinum þegar við fengum tvö þrjátíu tonna höl og allt fór á fúllspítt í vinnslusalnum. Ég get reyndar ekki neitað því að hafa verið töluvert stressuð til að byrja með en þegar vinnan byrjaði leystist fljótlega úr hnútnum í maganum og mér fór að líða töluvert betur.“ Títtnefndur kærasti, Haukur Grettisson, var með Hólmfriði sinni á vakt fyrsta túrinn og hún segir það hafa verið mjög gott, þau hafi ekki sést í ár fram að því svo það hafi verið tilbreyt- ing í því að vera saman. Eftir fyrstu þrjá túrana skildi leiðir. Hann fékk pláss á öðrum Samherjatogara, hún hélt á- fram námi sínu í Menntaskól- anum á Akureyri. KEM KJAFTINUM FYRIR MIG Það virðist ekki trufla stúlkuna að lifa í þessari karlaveröld. Hún segist ekki vera óvön líf- legum munnsöfnuðu því hún eigi bræður og umgangist vini kærastans nokkuð mikiö. „Ég segi yfirleitt ekki mjög mikið en ég get alveg komið kjaftinum fyrir mig ef þarf og 22 VIKAN 20. TBL.1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.