Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 17
Leikritið Ferðalok eftir
Steinunni Jóhannes-
dóttur var frumsýnt á
Smíðaverkstæði Þjóðleik-
hússins þann 18. september
síðastliðinn. Þetta er marg-
slungið verk sem vísar til
tvennra tíma og fer tveim sög-
um fram í senn. Verkið gerist í
nútimanum en skírskotar til
síðustu mánaðanna ( lífi
Jónasar Hallgrímssonar og
sambands hans og Þóru
Gunnarsdóttur. Forvitnilegur
söguþráður sem ætti að höfða
til þeirra sem unna Ijóðum
Jónasar. Skemmtileg sýning.
Sýningin hefur fengið afar
misjafna dóma og vakið upp
kröftug viðbrögð svo ekki sé
meira sagt. Einn gagnrýnend-
anna segir meðal annars:
„Þegar um er að ræða efni
sem er umlukið jafnmikilli
sögulegri helgi og skáldskap-
ur Jónasar Hallgrímssonar,
flokkast það undir blindu og
bíræfni af versta tagi að ráð-
ast að því með þessu móti ...
Það, sem úr sker um hversu
herfilega leikritið geigar, er að
persónusköpun er svo veik og
yfirborðsleg að hvorki ást né
örvænting persónanna, sorgir
né gleði, snerta nokkra taug í
hug manns.“
Höfundurinn, Steinunn Jó-
hannesdóttir, var tekin tali eftir
þriðju sýningu á Ferðalokum.
Hún var svolítið spennt, en
virtist ekki hafa látið mótlætið
setja sig úr jafnvægi, - enda
líka fengið mikla uppörvun og
hvatningu.
- Er verkið þitt bara mis-
skilningur, Steinunn, ertu
kannski bara að grínast með
Jónas?
Ég er búin að stúdera
þennan karakter í mörg ár
og tel mig þekkja hann
býsna vel. Ég lít svo á að
menn geri Jónasi ekki verri
greiða en að hafa hann að-
eins trónandi á stalli, sveip-
aðan „sögulegri helgi“. Ef
enginn má snerta á honum,
þá deyr hann endanlega.
- „Vonandi lærir höfundur-
inn - og leikhúsið - á þessum
mistökum“ segir í lok gagnrýni
eins dagblaðanna eftir frum-
sýninguna.
Leikritið var æft mjög vel og
ég er búin að fara í gegnum
textann með mörgum velsjá-
andi leikhúsmönnum bæði
innlendum og erlendum.
Verkið hafði verið dæmt
þannig fyrir löngu að það
gengi vel upp á leiksviði. Eru
það mistök hjá íslensku leik-
húsi að leggja til atlögu við ís-
lenskt efni sem hefur bæði
skírskotun til sögunnar og nú-
tímans? Á ekki íslenskt leik-
hús að fjalla um íslenskan
veruleika og íslenska sögu?
ER JÓNAS SLÍKUR
MÚHAMEÐ?
Maður veit aldrei hvar maður
hefur gagnrýnendur, en ég
vissi hvar ég hafði sýninguna,
ég var mjög sátt við hana. Ég
er stolt af þessari sýningu.
Mér finnst þetta vera nútíma-
legt, gott leikhús. Hvað gagn-
rýnendum finnst veit maður
aldrei en ég gat ekki fundiö
annað en viðbrögð áhorfenda
á frumsýningunni væru yfirleitt
mjög jákvæð. Ég átti ekki von
á þessu reiðikasti sem einn
gagnrýnendanna kom eftir-
minnilega á framfæri. Það
kom á óvart miðað við það
hvernig sýningunni var al-
mennt tekið. Ég skil það svo
sem að ef einhvern fer inn á
eitthvert svið sem er öðrum
heilagt, þá verði sá síðar-
nefndi sár og reiður. Maður
kemur ef til vill við kviku sem
einhverjir eru ekki tilbúnir að
láta aðra snerta.
Ég veit hversu sterkar til-
finningar margir hafa til
Jónasar Hallgrímssonar og
því gerði ég mér Ijóst að ég
væri að fara inn á sprengju-
svæði. Mér finnst það vera
réttur og skylda rithöfundar að
fara þangað sem eitthvað er
viðkvæmt, þeir eiga að fást
við hluti sem skipta fólk ein-
hverju máli. Við lifum í frjálsu
samfélagi, hér er ekki klerka-
veldi eins og í íran þar sem
hægt er að dæma menn jafn-
vel til dauða fyrir að segja eitt-
hvað Ijótt um Múhameð. Með-
al klerkaveldisins í bók-
menntageiranum kann að
vera að Jónas sé slíkur Mú-
hameð að enginn megi snerta
á honum og allra síst einhver
kona sem elskar hann. Þeir
vilja kannski fá að elska hann
einir og ráða því hvernig hann
er elskaður. Slíkt get ég ekki
tekið gilt. Ég verð þess vegna
bara að taka því ef einhver
verður svo reiður að hann
gefur mér utan undir.
Dómarnir voru alls ekki allir
vondir, það var líka fjallað um
sýninguna reiðilaust. Leikar-
arnir hafa fengið einkunnir á
borð við þær að þeir hafi unn-
ið stóra leiksigra. Gera þeir
það ef persónusköpun er
ónýt? Menn hafa líka sagt að
textinn sé fallegur. Auðvitað
er maður missáttur við þá
gagnrýni sem maður fær.
Slíkt er eðlilegt. Hitt er ekki
eðlilegt að gagnrýnandi sé að
slá sjálfan sig til riddara á
kostnað þess verks sem hann
er að fjalla um, setja sjálfan
sig í stjörnuhlutverkið, þannig
að allir búist við því að hann
segi eitthvað andstyggilegt og
ef hann ekki gerir það þá hafi
hann brugðist. Það eina sem
ég myndi harma væri að fólk
léti gagnrýnendur segja sér of
mikið og vogaði sér ekki að
fara og sjá sýninguna. Von
mín er sú að hér sé um að
ræða leið til Jónasar fyrir nú-
tímafólk, ég vil ekki að hann
rykfalli eða steinrenni. Ég held
að hann geti lifað ef við höld-
um tengslunum við persónu
hans auk Ijóðanna. Tónskáld
hafa varla þorað að snerta
Ijóð á borð við Ferðalok,
kannski vegna þess að það er
búið að gera þvílíkan Mú-
'hameð úr honum, hann er að
verða algjörlega ómennskur,
aðeins hið fullkomna skáld og
enginn má tala um það í al-
vöru hvers konar maður hann
var að ýmissa áliti - óalandi
og óferjandi og ekki í húsum
hæfur oft á tíðum. Ég held að
karakterinn Jónas í verki mínu
sé náskyldur Jónasi Hall-
grímssyni.
BRÉFASAFNIÐ
VAR OPINBERUN
- Hvað varð til þess að þú
fórst að velta ævi Jónasar fyr-
irþér?
Það voru fyrst og fremst
Kvæðafylgsni Hannesar Pét-
urssonar sem vöktu forvitni
mína. Þar skyggnist hann á
bak við nokkur kvæði, kannar
tilurð þeirra og rekur til ákveð-
inna atburða í lífi Jónasar.
Þetta kveikti í mér á sínum
tíma. Þá byrjaði ég að pæla í
sögu Jónasar. Eg fór að
hugsa um þessa konu, Þóru,
sem Jónas var sagður yrkja
um í Ferðalokum. Um svipað
leyti eignaðist ég bréfasafn
hans og það var mér mjög
mikil opinberun. Ég sá nýja
hlið á manninum sem orti
þessi Ijóð sem við þekkjum
svo vel. Ég sá aðra hlið á
honum. Bréfin eru ekki fín-
pússuð eins og Ijóðin sem
hann lætur frá sér fara. Þau
eru af ýmsu tagi, til embættis-
manna, umsóknir um styrki og
stöður, bréf um lifsins gagn
og nauðsynjar og loks bréf
sem hann skrifar til kunningja
sinna og vina, sem eru að
berjast með honum í pólitík-
inni, og lýsingar á því hvernig
honum líður og hvað hann er
að hugsa.
Maður getur fylgt ferli
þessa manns frá því hann
byrjar að ferðast um ísland
sem stórhuga og bjartsýnn
KJAFTSHOGG
AFTRA MÉR EKKI
- SEGIR STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR,
HÖFUNDUR HINS UMDEILDA LEIKRITS FERÐALOKA
20.TBL. 1993 VIKAN 17
TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON