Vikan


Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 18

Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 18
fleiri dýrar perlur. „í öngum mínum erlendis yrki ég skemmsta daginn.“ Maðurinn er í öngum sínum nokkrum mánuðum áður en hann deyr. Á maður ekki að taka þetta al- varlega? Á maður ekki að taka alvarlega þær lýsingar sem hann gefur á fátækt sinni og vanlíðan, á flibbaleysi sínu, húsnæðisleysi, alls- leysi? Hann missir húsnæðið rétt áður en hann deyr. Þetta rennur mér allt til rifja. Og þegar svona er komið fyrir honum sækir þessi gamla æskuminning á hann, sú fal- legasta sem hann á, kynni hans og Þóru. Hann fer að yrkja um þessa stúlku. Af hverju skyldi hún sækja svona á mann sem svo illa er komið fyrir? Hefði ef til vill verið eitt- hvert haldreipi í sambandi þeirra og ást ef hann hefði ekki klikkað og gefið hana upp á bátinn. Þetta finnst mér sem konu svo áhugavert Því má samt ekki gleyma að leikritið fjallar ekki bara um einhvern Jónas, það fjallar um Þóru, konuna sem elskar Jónas, hvernig það er að elska skáldið, listamanninn, einfarann, þessa manngerð sem hefur þessa miklu hæfi- leika en veit ekki sjálfur hvert hann á að beina þeim. Jónas vissi það ekki og tók sig ekki alltaf svo hátíðlega sem skáld. Á VALDI VlMUNNAR Mér finnst Jónas gott dæmi um hinn íslenska listamann sem á erfitt uppdráttar, hann gæti þess vegna verið málari eða tónskáld. Allar þjóðir eiga fullt af svona mönnum, - sem farast fyrir köllun sína, slarkið og allt sem þessu hlutskipti fylgir. Þeir geta hæglega sparkað fótunum undan einkalífi sínu vegna þess að það er eitthvað sem heldur þeim föngnum. Þeir eru á valdi listarinnar, þessarar vímu - að skapa. Þóra aftur á móti var jarðbundin og trúföst kona og nokkrum árum yngri. Hún var sögð hafa beðið lengi eftir þvi að Jónas kæmi aftur. Hann settist að í sálu hennar mjög ungrar og sennilega losnaði hún ekki við hann allt sitt líf. Þóra eignaðist aðeins eitt barn með manni sínum, séra Halldóri Björnssyni, og kannski segir það einhverja sögu um samlíf þeirra. Þess má líka geta að einkadóttir Þóru og Halldórs giftist manni sem á sinn hátt var dálítill Jónas. Hann var f byrjun einn ríkasti bóndi í Skagafirði, Jón Bene- diktsson, erfingi að miklum auði, Hólaauðnum, snillingur með hesta, en á ótrúlega skömmum tima tókst honum að drekka út allan sinn auð og sólunda honum i góðmennsku og vitleysu á fylliríum. í Ijóði sínu Ferðalokum talar Jónas um anda sem unnast. Svoleiðis andar verða alltaf til - andar sem unnast en ná ekki saman. Það gefur manni leyfi til að kveikja þá á ný hvenær sem er. Þannig getur Jónas, skáld og veraldarskoð- ari í Kaupmannahöfn, mætt æskuást sinni Þóru á förnum vegi þegar hún er farin að lesa bókmenntir og fást við skáldið Jónas sem orti um Þóru forðum. En þau hlýða kalli ástarinnar ekki fyrr en svo seint að bæði eru búin að bindast öðrum böndum. Þóra er viðhald kennara síns og Jónas er ekki laus við fyrrum sambýliskonu sína þó hún hafi kosið annan mann. Báðar konurnar gefa Jónas að lok- um frá sér. Hvers vegna? Er hann of alkóhóliseraður? Eða er ekki hægt að komast að því hvar hann raunverulega býr? Er hann óhöndlanlegur? Ég hugsa að listamaðurinn sé það oft. Á ANNARRI STRÖND Ég hef ekki mestan áhuga á sigursælum konum. Þær eru tiltölulega fáar. Ég hef áhuga á konum sem berjast og leita, jafnvel þó að þær finni ekki allt sem þær leita að. Sem stendur er ég að leggja síð- ustu hönd á handrit að ævi- sögu leitandi konu sem hefur vissulega unnið nokkra stóra sigra á sinni ævi en einnig lot- ið í lægra haldi fyrir óblíðum örlögum. Hún heitir Halldóra Briem Ek og er fyrsta íslenska konan sem lærði arkitektúr. Hún er fædd og upp alin hér á landi en hefur alla starfsævi sína búið í Svíþjóð. Bókin heitir „Á annarri strönd". Að vera erlendis hugsandi um ísland er mér mjög hug- leikið. Margir listamenn velja sér það hlutskipti að dvelja fjarri ættjörð sinni, Jónas er ekkert einsdæmi um lista- menn sem geta ekki búið sátt- ir í sínu landi. - Sérð þú hlutina í öðru Ijósi þegar þú dvelur langdvöl- um erlendis? Já, maður sér margt í öðru Ijósi. Það er margt sem snertir mann mjög illa og á annan hátt heldur en þegar maður er heima. Maður er ofboðsleg kvika gagnvart sínu landi og ▲ Halldóra Björnsdóttir og Siguröur Sigurjóns- son fara meó hlutverk Þóru og Jónasar. Auk þeirra taka þátt í sýningunni leikaramir Amar Jónsson, Edda Amljóts- dóttir, Baltasar Kormákur og Ámi Tryggvason. ▼ Þóra meó fífuna og ritsafn Jónasar, nýkomin til Kaupmanna- hafnar. náttúrufræðistúdent og að- stoðarmaður vísindamanna, þangað til fer að syrta í álinn í lífi hans. Hann lendir í alls konar slarki á ferðalögum sín- um og veikist, kannski vegna þess að hann gáir ekki að sér. Hann sefur mikið úti og á þennan hreindýrsbelg sem er athvarf hans margar nætur á hálendinu. Hann þurfti oft að þola mikla vosbúð og vesöld. Haustið 1839 er hann nærri orðinn úti á Nýjabæjarfjalli. Hann verður hættulega veikur af lungnabólgu og systir hans hlúir að honum i einhvern tíma. Um hávetur fer hann til Reykjavíkur og liggur þar meira og minna veikur, drukk- inn, einmana og illa haldinn. Það iíða ekki nema fimm eða sex ár þangað til hann er all- ur. Þetta les maður í gegnum bréfin, hvernig hallar æ meir undan fæti hjá honum. Þegar hann ætlar að skrifa íslands- ■ lýsinguna færist hann mjög mikið í fang og nær ekki utan um það sem hann ætlar að gera. Hann hefur áhuga á svo mörgu, hann er að koma ýmsu í gang, lætur prestana hefja veðurathuganir og svo mætti lengi telja. „í ÖNGUM MÍNUM ERLENDIS" Eftir því sem hann missir tökin á veraldlegum umsvifum sín- um, þeim mun dýpra skáld verður hann, þeim mun meiri sársauki kemur fram í Ijóðum hans. Þetta finn ég og skynja. Ég sé það fyrst í Kvæða- fylgsnum Hannesar Péturs- sonar að líkur bendi til þess að kvæðið Ferðalok hafi verið ort undir lok ævi hans eins og „Enginn grætur íslending“ og 18VIKAN 20.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.