Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 19
sinni þjóð þegar maður er er-
lendis. Ég hugsa að Jónas
hefði aldrei ort mörg Ijóða
sinna ef heimþráin og
nostalgían hefðu ekki verið
fyrir hendi. Hann hefði orðið
allt öðruvísi skáld hefði hann
búið hér heima. Hann hefði
aldrei beðið að heilsa neinni
stúlku með rauðan skúf í
peysu eða skrifað Ferðalok.
ENGIN ÞJÁNING
AÐ FÁ EINN Á'ANN
- Þú leggur hugarfóstur þitt til
margra ára, verk þitt, fyrir dóm
áhorfenda, hvernig tilfinning er
þaö?
Ég legg sjálfa mig á borðið
og kannski þarf maður mörg ár
til að safna kjarki til þess.
Þetta gerir maður vegna þess
að maður heldur sig hafa ein-
hvern boðskap fram að færa.
Þörfin til að skálda knýr þig á-
fram og síðan viltu að fólk
skoði hlutina með þér. Ekki
endilega að allir séu þér sam-
mála, heldur að þeir skoði
sömu hluti og þú, sem þér
finnast vera mikilvægir. Maður
gerir þetta ekki nema maður
sé nógu sterkur til þess að
taka því ef troðið er á hjarta
manns á eftir. Maður fær líka
mjög mikla uþpörvun og mikið
og gott samband við fullt af
fólki, vegna þess að verkið
snertir marga mjög mikið.
Ef ég opna hjarta mitt fyrir
þér þá opnar þú hjarta þitt fyrir
mér. Maður verður að treysta
sér í samskiþti af þessu tagi ef
maður lætur leikrit frá sér fara.
Það tekur langan tíma að
herða sig upp í þetta og kostar
heilmikla baráttu.
- Vond gagnrýni hefur ekki
hingað til slegið þig út af lag-
inu?
Ég fékk smáskell eftir leikrit
mitt Dans á rósum sem sýnt
var í Þjóðleikhúsinu 1981 og
mætti nokkurri andstöðu. Það
var einkum einn gagnrýnandi
sem gaf mér á hann fyrir að
leikritiö væri ekki kórrétt skrif-
að út frá sjónarmiði kvenna-
baráttunnar. Þá varð ég dálítið
skelkuð og hrökk töluvert til
baka, þá hafði ég ekki þann
skráp sem ég hef í dag. Samt
fann ég að áhorfendur
skemmtu sér prýðilega og leik-
ritið gekk mjög vel, mörg þús-
und manns komu og sáu það.
Nú þori ég alveg þó að mér
sé gefið á kjaftinn. Það er eng-
in þjáning að fá einn á hann.
Það er sárt að skrifa, það er
raunveruleg þjáning. Að pæla
sig í gegnum sárustu tilfinning-
ar persónanna. Ég finn til með
öllum persónunum mínum en
ég skemmti mér líka með
þeim, Þóru, Jónasi, Halldóri,
Kristjönu og Edda og líka með
gamla Dananum sem hefur
aldrei heyrt minnst á Jónas
Hallgrímsson. Já, ég skemmti
mér mikið með Jónasi. Erindi
mitt er brýnna en það að ég
láti kjaftshöggin aftra mér.
ÞÚ TEKUR
ÁBYRGÐ Á ERINDINU
- Þú varst í mörg ár leikari við
Þjóðleikhúsið og startaðir þar
um skeið eftir að Dans á rós-
um var sett upp. Síðan hefur
þú dvalið langdvölum erlendis.
Feröalokum yfir. Eg snaraöi
honum gróflega yfir á sænsku
á sínum tíma.
Ég starfaði líka náið meö
ungum leikstjóra í Stokkhólmi,
Söru Erlingsdotterr. Hún hefur
verið að fást við menningar-
arfinn, sem er mér líka mjög
hugleikinn. Við unnum að
verki saman upp úr Völuspá.
Úr því urðu tvær sýningar. Á
þeirri fyrri var ég dramaturg
og var þá textinn fluttur í upp-
haflegri mynd. í síðara tilvik-
inu skrifaði ég lítið leikrit byggt
á Völuspá og texta hennar.
mar er að mínum dómi í mjög
opnu sambandi við Jónas og
tónlistin er áhrifamikill hluti af
sýningunni. Ég verð hissa ef
lögin hans eiga ekki eftir að
verða sungin víða.
Allt er þetta stuðningur við
leikarana en eftir sem áður
hvílir aðalþunginn á þeim.
Það er krefjandi að leika í
nöktu leikhúsi. Leikararnir
þurfa sjálfir að búa til and-
rúmsloftið með leik sínum,
skapa sjónhverfingarnar í
huga áhorfandans, fá hann til
að samþykkja að hann sé
KJAFTSHOGG
AFTRA MÉR EKKI
Hvað hefurðu verið að fást við?
Á sínum tíma sagöi ég upp
samningi mínum við Þjóðleik-
húsið, mig langaði til að skrifa
meira. Það var heilmikið upp-
gjör og að því var þónokkur að-
dragandi. Sá sem skrifar er alla
jafna sjálfstæðari listamaður
heldur en hinn sem stendur á
sviði. Þú tekur ábyrgð á erind-
inu. Mig langaði að freista þess
enn frekar. Mér finnst leikhúsið
óskaplega spennandi vett-
vangur. Þó svo ég hafi hætt að
leika er ást mín á leikhúsi söm
og áður. Mér finnst ofboöslega
gaman að íhuga lífið i leikhúsi,
ég fer mjög mikið í leikhús og
sé allar mögulegar sýningar,
hvort sem ég er hér heima eða
erlendis.
Ég dvaldi í Svíþjóö á árun-
um 1986-90, aðallega við
barnauppeldi og skriftir. Ég var
meðal annars að skrifa þetta
leikrit, auk þess sem ég skrif-
aði nokkrar smásögur, lítið
kvikmyndahandrit, barna- og
unglingabók og fleira. En ég
hélt alltaf tengslum minum við
leikhúsið, vann töluvert með
leikhúsfólki og sótti nokkur
endurmenntunarnámskeið á
Dramatiska Institutet. Ég fékk
að fylgjast með uppsetningu
Suzanne Osten á einu leik-
verki, en hún veitir Klaraleik-
húsinu forstöðu og er aðalleik-
stjóri þess. Unga Klara er sjálf-
stæð eining í Borgarleikhúsinu,
Stockholms Stadteater. Þetta
er leikhús um og fyrir ungt fólk
og hefur náð heimsathygli og
farið viða. Suzanne er stórt
nafn í sænsku og evrópsku
leiklistarlífi. Hún var ein þeirra
sem lásu textann minn að
Samstarf okkar var mjög frjótt
og skemmtilegt. Þetta eru
konur sem eru að leita nýrra
leiða í leikhúsi, sem ég er líka
að reyna að gera.
NAKIÐ OG
KREFJANDI LEIKHÚS
- Nýrra leiða er leitað i upp-
setningu Ferðaloka.
Ég er mjög sátt við sýning-
una vegna þess að leikstjórinn
hefur valið þá leið að treysta á
textann og atburðarásina,
treysta á leikarann. Öll um-
gjörö er þess vegna höfð sem
einföldust og leikararnir eru
látnir bera verkið uppi. Þetta
er mjög nakið leikhús. Slíkt
leikhús er mér mjög að skapi.
Leikmyndahönnuðurinn,
Gretar Reynisson, og Þórhallur
Sigurðsson leikstjóri ráða útliti
sýningarinnar í því hráa rými
sem fyrir hendi er á Smíöa-
verkstæðinu. Þeir nota grunn-
elementin úr leiklýsingum mín-
um, sem eru skrifaðar inn í
textann, fífuna, tölvuna, ferða-
töskuna, handritin, moldina,
vatnið og svo framvegis. Og
svo þetta töfrandi handrið. Um
leið og Gretar kom með módel-
ið með handriðinu tók ég ofan
fyrir honum. Ég er mjög sátt við
þessa útfærslu.
Hlutur lýsingarinnar, sem
Björn Guömundsson hannaði,
er líka mikill og gefur leikmynd-
inni síbreytilegar stemningar
og dýpt. Tónlistin er siðan kap-
ítuli út af fyrir sig. Hróðmar Ingi
Sigurbjörnsson samdi lög við
þau Ijóð Jónasar sem ég nota i
leikritinu og Hamrahlíðarkórinn
hennar Þorgerðar Ingólfsdóttur
flytur þau af hljómbandi. Hróð-
staddur á ýmsum stöðum í
Kaupmannahöfn. Leikhúsið
keppir ekki lengur við sjón-
varp eða kvikmyndir um að
skapa raunveruleikabiekk-
ingu, það væri bara hallæris-
legt. Það nægir að tala um
rauðan tígulstein og spansk-
græn turnþök til þess að á-
horfendur sjái Kaupmanna-
höfn fyrir sér. Þetta finnst mér
spennandi í leikhúsi, - og flott
við þessa sýningu.
ÞISTILL OG ÞRÖSTUR
- Ertu ekki lúin þegar allt er yf-
irstaðið?
Þetta er svo langt ferli,
kannski gætir maður sín á því
að skelin brotni ekki og hleypir
ekki öllum áreitum og gagnrýni
alla leið inn að hjartanu. Ég er
ekkert örmagna. Nokkrum æf-
ingum fyrir frumsýningu sá ég
að sýningin var orðin eins og
ég vil hafa hana, eftir það hef
ég verið róleg. Svo kemur ein-
hver gagnrýnandi og gefur
manni kjaftshögg, en maður er
ekkert lengi að jafna sig eftir
þau. Sárin í hjartanu eru af
öðrum toga.
Það er líka margt sem
huggar, góðir áhorfendur
sem láta heyra frá sér, blóm
og fuglar. Eg labbaði inn í
Laugarnes mér til hugar-
hægðar og rakst þar á fáséða
jurt. Það var þistill með purp-
uralitu, ilmandi blómi sem
krýndi þyrnótt blööin. Ég á-
kvað að hafa hann með mér
heim og láta hann hjá frum-
sýningarrósunum mér til á-
minningar. Á meðan ég var
aö grafa hann upp tók ég eftir
að það stóð hjá mér þröstur. □
20. TBL. 1993 VIKAN 19