Vikan


Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 60

Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 60
◄ ► Hérna er William að greiöa Bríet Birgisdóttur og árangurinn er glæsilegur. OG SKÓU BRUGGE Hvað veldur því að þrír belgískir bræður ger- ast allir hárgreiðslu- menn og það á heimsmæli- kvarða? Tæplega er það vegna áhrifa frá föðurnum sem var alla sína ævi lög- reglumaður í Brugge og af þeirri gömlu karlrembugerð sem nú er nánast búið að út- rýma hér í hinum vestræna heimi. Böndin berast hins vegar að mömmunni því að hún rak hárgreiðslustofu. Þegar hún sá að elsti sonur- inn ætlaði að sóa tima sinum og vinsældum meðal belgísku kvenþjóðarinnar án þess að gera nokkurt gagn að öðru leyti voru honum fengin skæri og greiða og málin færð í gagnlegri farveg. Sá næsti ( röðinni sá að árangur bróður- ins var ekki sem verstur hvað konurnar snerti og gekk því hvatningarlaust inn á stofu móður sinnar. Þá var komið að William litla. Faðirinn taldi það fyrir neðan allt karlmannlegt vel- sæmi að geta þrjá syni og láta þá alla hafa það að ævistarfi að vera með hendur í hári kvenna. William var góður á bókina og var því settur til náms í verslunarfræðum. Hann hafði hins vegar alltaf ætlað sér að verða hár- greiðslumaður og var því ekki fyrr búinn með verslunarnám- ið en hann sneri sér af fullum krafti að skærunum, greiðunni og konunum. Nú reka þessir bræður kraftmikið fyrirtæki á sviði al- hliða hársnyrtingar í Brugge, einni skemmtilegustu og fal- legustu borg Belgíu. Þar eru þeir einnig með De Ridder hársnyrtiskólann. Yngsti bróð- irinn, William De Ridder, er faglegur yfirmaður skólans og ferðast þar að auki víða um heim til þess að sýna og kenna það sem nýjast er í faginu. Einn íslendingur, Þur- íður Halldórsdóttir á Hár- greiðslustofunni ÓNIX í Reykjavík, hefur starfað hjá þeim bræðrum í Brugge við almenna hárgreiðslu og greiðslur fyrir tískuljósmynd- un. íslenskt hárgreiðslufólk, sem er þekkt á alþjóðlegum vettvangi fyrir verkhæfni og að fylgjast vel með nýjum straumum í grein sinni, hefur notið krafta og hæfileika Willi- ams De Ridder í nokkur ár. Hann hefur komið alls fimm sinnum til íslands til nám- skeiðahalds og tekið á móti hópum til leiðbeininga í skóla þeirra bræðra í Brugge. Hrafnhildur Konráðsdóttir hárgreiðslumeistari er um- boðsaðili fyrir De Ridder skól- ann hér á landi og hefur haft veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd námskeiða hér heima og hópferða til De Ridder skólans í Belgíu. Nú í september var William De Ridder hér á landi í fjóra daga. Hann hélt námskeið fyr- ir kennara hársnyrtideilda verkmenntaskólanna suðvest- anlands og fór síðan yfir það nýjasta í klippingum og há- greiðslu á síðu hári með hár- snyrtifólki af öllum landshorn- um. Hver skyldi svo vera á- stæðan fyrir því að William De Ridder kemur aftur og aft- ur til íslands? Væntanlega er það vegna þess að það sé svo gaman að koma hingað, kynni einhver ókunnugur að segja í heimaalinni einfeldni. Ef við spyrðum síðan af handahófi þá sem sækja námskeiðin hans yrði svarið á þessa leið: „Það er vegna þess að William kennir okkur það nýjasta í klippingum og greiðslum á þann hátt að við getum fært vinnuaðferðirnar inn á hárgreiðslustofuna til okkar." □ 60 VIKAN 20. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.