Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 60
◄ ► Hérna er William að
greiöa Bríet Birgisdóttur og
árangurinn er glæsilegur.
OG SKÓU
BRUGGE
Hvað veldur því að þrír
belgískir bræður ger-
ast allir hárgreiðslu-
menn og það á heimsmæli-
kvarða? Tæplega er það
vegna áhrifa frá föðurnum
sem var alla sína ævi lög-
reglumaður í Brugge og af
þeirri gömlu karlrembugerð
sem nú er nánast búið að út-
rýma hér í hinum vestræna
heimi. Böndin berast hins
vegar að mömmunni því að
hún rak hárgreiðslustofu.
Þegar hún sá að elsti sonur-
inn ætlaði að sóa tima sinum
og vinsældum meðal belgísku
kvenþjóðarinnar án þess að
gera nokkurt gagn að öðru
leyti voru honum fengin skæri
og greiða og málin færð í
gagnlegri farveg. Sá næsti (
röðinni sá að árangur bróður-
ins var ekki sem verstur hvað
konurnar snerti og gekk því
hvatningarlaust inn á stofu
móður sinnar.
Þá var komið að William
litla. Faðirinn taldi það fyrir
neðan allt karlmannlegt vel-
sæmi að geta þrjá syni og láta
þá alla hafa það að ævistarfi
að vera með hendur í hári
kvenna. William var góður á
bókina og var því settur til
náms í verslunarfræðum.
Hann hafði hins vegar alltaf
ætlað sér að verða hár-
greiðslumaður og var því ekki
fyrr búinn með verslunarnám-
ið en hann sneri sér af fullum
krafti að skærunum, greiðunni
og konunum.
Nú reka þessir bræður
kraftmikið fyrirtæki á sviði al-
hliða hársnyrtingar í Brugge,
einni skemmtilegustu og fal-
legustu borg Belgíu. Þar eru
þeir einnig með De Ridder
hársnyrtiskólann. Yngsti bróð-
irinn, William De Ridder, er
faglegur yfirmaður skólans og
ferðast þar að auki víða um
heim til þess að sýna og
kenna það sem nýjast er í
faginu. Einn íslendingur, Þur-
íður Halldórsdóttir á Hár-
greiðslustofunni ÓNIX í
Reykjavík, hefur starfað hjá
þeim bræðrum í Brugge við
almenna hárgreiðslu og
greiðslur fyrir tískuljósmynd-
un.
íslenskt hárgreiðslufólk,
sem er þekkt á alþjóðlegum
vettvangi fyrir verkhæfni og
að fylgjast vel með nýjum
straumum í grein sinni, hefur
notið krafta og hæfileika Willi-
ams De Ridder í nokkur ár.
Hann hefur komið alls fimm
sinnum til íslands til nám-
skeiðahalds og tekið á móti
hópum til leiðbeininga í skóla
þeirra bræðra í Brugge.
Hrafnhildur Konráðsdóttir
hárgreiðslumeistari er um-
boðsaðili fyrir De Ridder skól-
ann hér á landi og hefur haft
veg og vanda af undirbúningi
og framkvæmd námskeiða
hér heima og hópferða til De
Ridder skólans í Belgíu. Nú í
september var William De
Ridder hér á landi í fjóra
daga. Hann hélt námskeið fyr-
ir kennara hársnyrtideilda
verkmenntaskólanna suðvest-
anlands og fór síðan yfir það
nýjasta í klippingum og há-
greiðslu á síðu hári með hár-
snyrtifólki af öllum landshorn-
um.
Hver skyldi svo vera á-
stæðan fyrir því að William
De Ridder kemur aftur og aft-
ur til íslands? Væntanlega er
það vegna þess að það sé
svo gaman að koma hingað,
kynni einhver ókunnugur að
segja í heimaalinni einfeldni.
Ef við spyrðum síðan af
handahófi þá sem sækja
námskeiðin hans yrði svarið
á þessa leið: „Það er vegna
þess að William kennir okkur
það nýjasta í klippingum og
greiðslum á þann hátt að við
getum fært vinnuaðferðirnar
inn á hárgreiðslustofuna til
okkar." □
60 VIKAN 20. TBL. 1993