Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 32
VIÐTAL: SVANUR VALGEIRSSON/ UÓSM.: GOLLI
Jón Hlöðver Áskelsson,
tónlistarmaður og tón-
skáld, var önnum kaf-
inn við útsetningar þegar
blaðamaður Vikunnar heim-
sótti hann á dögunum. Hér
var augjóslega atvinnumaður
að verki og Ijóst að ekki yrði
staðið upp fyrr en allt væri
orðið eins gott og best yrði á
kosið. Vinnuaðstaðan er í litlu
herbergi og þar vinnur hann
við tölvu að útsetningum og
tónsmíðum.
Jón hefur mikið að gera og
lætur engan bilbug á sér finna
þótt hann hafi orðið fyrir áfalli
fyrir nokkrum árum og sé nú
75 prósent öryrki. Hann er
auðheyrilega bjartsýnn maður
og segist líta lífið allt öðrum
augum eftir að hann fatlaðist.
Reynsla hans hefur aukið
honum bjartsýni og hann seg-
ir ýmislegt sem hann leit á
sem vandamál hér áður fyrr
ekki vera vandamál núna.
FYRST GAGGINN
- SVO BARNASKÓLINN
Jón Hlöðver er fæddur og
uppalinn á Akureyri; fæddist í
Gagnfræðaskólanum á Akur-
eyri 4. júní 1945, ólst þar upp
til sex ára aldurs en fluttist þá
í Þingvallastræti 34 þar sem
hann bjó næstu fjórtán árin.
Hann hlær og segist hafa
gaman af því að segja fólki
frá því að fyrst hafi hann
gengið í gagnfræðaskóla en
síðar orðið að gera sér að
góðu að ganga í barnaskóla.
„Pabbi, Áskell Jónsson frá
Mýri, var húsvörður og tón-
listarkennari við Gagnfræða-
skólann og við bjuggum þar
fyrstu árin; mamma, Sigur-
björg Hlöðversdóttir frá
Djúpavogi, pabbi og börnin,
þrjú til að byrja með en síðar
bættust fjögur í hópinn. Á
þessum tíma skipti miklu máli
hvar menn bjuggu í bænum;
hvort menn voru brekkusnigl-
ar, innbæingar, þorparar eða
hvað þetta heitir nú allt og
rígurinn milli hverfanna var
mikill."
Jón hefur augljóslega
nokkra unun af því að rifja
upp æskuárin á Akureyri og
segir krakka á þeim tíma
hafa útfært í leikjum hasarinn
sem nútímabörn sjá í sjón-
varpinu. Hann segir menn
hafa einlægt verið að safna
liði og jafnan þóst vera í mik-
illi hættu vegna óvina úr öðr-
um hverfum sem birst gátu á
hverri stundu. Hann segir Ak-
ureyri hafa breyst ótrúlega
mikið á þessum árum. Æsku-
heimili hans var á bæjar-
mörkum í þá daga og rétt fyr-
ir ofan það var Grísaból og
búpeningur á beit. í nágrenn-
inu var fullt af hálfbyggðum
húsum, draumaleiksvæði
unglinga þess tíma.
„Mer leiö
eins og
jöröin
væri aö
byrja aö
brotna
undan
fótum
mér.“
32 VIKAN 20. TBL. 1993