Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 11
hafi smakkað það þegar þeir
eru orðnir fjórtán ára.
Alli: Margir yngri líka þó að
það séu kannski undanfekn-
ingar.
- Farið þið oft í partí í
heimahúsum?
Begga: Nei, eiginlega
aldrei, alls ekki hjá mínum
kunningjahópi, kannski einu
sinni til tvisvar á ári.
Alli: Nokkrum sinnum á ári,
aðallega hjá bekkjarfélögum,
en það var meira um það í 7.
og 8. bekk. Það er miklu meiri
áhætta að halda partí þegar
maður er orðinn eldri.
Begga: Þá fyllist húsið eða
eitthvað.
- Hafið þið verið í slíku teiti
- þegar allt hefur farið úr
böndunum jafnvel?
Begga: Nei, ég var veik og
komst ekki. Vinkona mín héH
svoleiðis og þá fylltist húsið.
Jú, reyndar hef ég verið einu
sinni í slíku partíi sem önnur
vinkona mín hélt. Þar fylltist
húsið líka. Þá var bekknum
boðið og nokkrum þar fyrir
utan en áður en varði
streymdi að fólk úr öllum átt-
um. Það var ekkert mjög á-
nægjulegt að vera þarna inni.
Hún hleypti flestum inn en
ekki þeim sem hún taldi sig
ekki geta treyst.
SJÁLFUM SÉR NÓG
- Eruð þið búin að ákveða
hvað þið ætlið að gera að
loknum grunnskóla?
Begga: Mig langar að verða
íþróttakennari. Fyrst verð ég
að fara í Flensborg auðvitað
og taka stúdentspróf. Ég
stefni á þetta.
Alli: Ég fer alla vega í
Flensborg hvað sem síðar
verður.
- Þurfið þið einhverja vasa-
peninga?
Alli: Ég var í unglingavinn-
unni í sumar og reyndi að
leggja sem mest af kaupinu
inn á banka. Ég þarf lítinn
vasapening frá foreldrum mín-
um, ekki nema þegar eitthvað
sérstakt er að gerast, ball í
skólanum og því um líkt.
Begga: Eg reyni alltaf að
vera sjálfri mér nóg. Ég lagði
hluta af laununum mínum í
sumar inn á bankabók. Þann
pening nota ég síðan til að
borga djassballetttímana, föt
fyrir skólann og svoleiðis. Ég
fæ nægan vasapening fyrir að
bera út Moggann.
- Er gott að vera unglingur
núna?
Begga: Mér finnst það fínt,
mjög skemmtilegt að vera til.
Alli: Ég tek undir það. □
FORELDRARNIR
ÞORA AÐ SEGJA
I
- SEGIR SIGRÚN GÍSLADÓTTIR, SKÓLASTJÓRI FLATASKÓLA í GARÐABÆ
Flataskóli í Garðabæ er
einn þeirra skóla þar
sem komið hefur verið á
nánu samstarfi við foreldra.
Sigrún Gísladóttir skólastjóri
hefur meðal annars lagt mikla
áherslu á samráð skóla og
foreldra hvað varðar útivistar-
tíma nemenda skólans, sem
eru á sjötta hundrað í 1. til 6.
bekk. Á haustin eru línurnar
lagðar. Sigrún féllst góðfús-
lega á að svara nokkrum
spurningum hér að lútandi.
„Við höfum haft það fyrir
reglu að boða foreldra á það
sem við köllum haustkynning-
arfundi. Þá koma þeir í stofur
barnanna á eftirmiðdegi, frá
hálfsex til hálfsjö. Fundarboð-
ið sendi ég út með stundatöfl-
unni strax og börnin byrja í
skólanum svo að fólk hafi
góðan fyrirvara. Síðan geng
ég sjálf ásamt aðstoðarskóla-
stjóra f allar stofur og útskýri
fyrirkomulag það sem ég er á-
byrg fyrir.“
BÖRNIN ALA SIG
EKKI UPP SJÁLF
„Á seinni árum hef ég verið að
færa mig upp á skaftið og ver-
ið með umræður og skotið að
foreldrunum ýmsum hugleið-
ingum varðandi uppeldið og
þetta félagslega. Það snertir
kannski skólann ekki beint en
gerir það þó, einkum hvað
varðar svefntíma og matar-
æði, sem hefur mikil áhrif á
vellíðan barnanna. Einnig hef
ég í auknum mæli brýnt það
fyrir foreldrum að börnin þurfi
einhvern sem setur þeim
norm og reglur. Börnin ala sig
ekki upp sjálf, það erum við
sem mótum þau. Þau mótast
náttúrlega af umhverfinu og
ekki hvað síst af heimilunum.
Ég segi við foreldrana sem
svo að þó að við í skólanum
reynum að standa okkur vel
og gerum allt sem í okkar
valdi stendur þá náum við ekki
árangri nema með því að
vinna með þeim - við vinnum
saman að sömu markmiðum."
ENGINN ÚT EFTIR
KVÖLDMAT
„Ég segi við foreldrana að sú
regla sé góð að börnin fari ekki
út eftir kvöldmat þegar skóli er
daginn eftir, þá er það bara
eitthvað sem gildir fyrir alla.
Mér finnst fólk taka þessu mjög
vel og það hafa verið dæmi um
að foreldrar hafi hringt til mín til
þess að fá staðfestingu á
þessu. Ef undantekningar eru
á þessu leyfi ég mér hiksta-
laust að hringja í viðkomandi
foreldra og benda þeim á hvað
við höfum verið að ræða okkar
á milli og við hina foreldrana. í
lögreglusamþykkt er kveðið á
um að börn yngri en tólf ára
eigi bara að vera úti til klukkan
átta. Ég gæti þess að öll starf-
semi hér í skólanum fari fram á
leyfilegum útivistartíma.
Hér hjá okkur eins og víða
annars staðar er skólinn tvíset-
inn. Ég tel að slíkt fyrirkomulag
leiði af sér ýmis vandamál. Ég
hef búið erlendis um árabil,
bæði í Svíðþjóð og Bretlandi.
Þar þekkist ekki að börn á
skólaaldri og ungbörn séu vak-
andi fram eftir öllum kvöldum.
Þar fara þau miklu fyrr að sofa.
Mér finnst núna að foreldrum
hætti til að gleyma því að börn
þurfa að sofa lengur en full-
orðnir. Ég geng því fyrst á
haustin í allar stofur þar sem
ég ræði sérstaklega við börnin
sem nú eru allt í einu farin að
vera í skólanum á morgnana
en voru eftir hádegi í fyrra. Ég
ræði um það við þau hver að-
albreytingin sé og til þess að
þau hafi eitthvert gagn af ver-
unni í skólanum þurfi þau að
sofa vel. Þá reiknum við dæm-
ið til enda, þau þurfa að vakna
klukkan sjö eða hálfátta - og
hvenær þurfa þau þá að fara
að sofa til þess að ná sínum tíu
tímum?
Til gamans get ég sagt frá
því að um árið var tíu ára barn
eins kennarans hérna í skólan-
um. Ég var búin að ganga í
bekkina með þennan pistil
minn og hafði gert það eins og
jafnan nokkru áður en foreldrar
komu á haustfundinn. Allt í
einu var þetta barn farið að
bjóða foreldrum sínum góða
nótt á milli átta og níu. Það var
vegna þess að skólastjórinn
hafði sagt að svona þyrfti fyrir-
komulagið að vera ef maður
væri í skólanum á morgnana.
Ef til vill var þetta undantekn-
ingartilvik en slíkt eflir mann
þó, maður veit að einhverjir
◄ Sigrún
Gísladóttir,
skólastjóri
í Flata-
skóla,
lætur sig
málefni
barnanna
miklu
varöa,
bæói í
skólanum
og utan
hans.
un
un
CD
20.TBL. 1993 VIKAN 11