Vikan


Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 35

Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 35
Ijóst að ég myndi ekki ráða við skólastjórastarfið nema með mjög breyttu fyrirkomu- lagi og breyttum áherslum. Mér fannst því hyggilegast að segja því starfi lausu 1991 og fannst oft á tíðum þá að ég væri að byrja aftur upp á nýtt.“ Það kom sér vel fyrir Jón að hann fékk árslaun sem listamaður Akureyrar 1991 en fór síðan smám saman upp frá því að einbeita sér að tón- smíðum og útsetningum. Hann segist hafa haft mjög mikið að gera í því síðustu misserin, raunar meira en hann hafi komist yfir. „Ég er mjög ánægður með framkvæmdastjórastarf sem ég hef gegnt hjá Kammer- hljómsveit Akureyrar, sem væntanlega mun heita Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands inn- an ekki langs tíma. Hún var nú að Ijúka sjöunda starfsári sínu og hefur verið og á eftir að verða í enn ríkari mæli mjög stór þáttur í uppbygg- ingu Akureyrar sem skólabæj- ar. Með atvinnuhljómsveit er hægt að tryggja að Tónlistar- skólinn geti boðið upp á fjöl- breyttari og betri kennslu." MEÐ TÓNLISTINA Í HÖFÐINU „Það er ekki nokkur vafi á því að tónlistin hefur haft mikið að segja í þessum þrengingum mínum því hún hefur óhemju mikla tilfinningalega vídd. Hún er ekki bundin í orð, ekki bundin í neitt áþreifanlegt. Við skulum segja að hún sé and- legrar ættar. Þeir sem eiga þess kost á að njóta hennar og hafa aðgang að henni geta stjórnað eigin tilfinningum f gegnum hana. Því er það að ég lít á mig sem mikinn láns- mann að vera í tónlist en ekki einhverju öðru starfi. Að auki hef ég ekki þurft að fara í starfsendurhæfingu á sama hátt og margt fatlað fólk þarf að gera. Ég hafði kunnáttuna í höfðinu og get nýtt mér hana án endurhæfingar sem ég hefði þurft að fara í hefði ég verið vörubílstjóri eða krana- maður.“ Jón segist starfa að félags- málum fatlaðra og eftir að hann fatlaðist sjálfur sjái hann lífið í allt öðru Ijósi. FÖTLUN AÐ VERA FRÍSKUR „Ég fór í sumar til Jótlands á ráðstefnu félaga fatlaðra á Norðurlöndunum og þar sá ég að fólk sem er óhemju mikið fatlað, miklum mun verr statt en ég sjálfur, lætur fötlunina ekki aftra sér frá því að taka þátt í ótrúlegust verkefnum. Ég hef haft tilhneigingu til þess að líta svo á að hver maður geti framkvæmt á- kveðna hluti. Fatlist hann síð- an á einu sviði tel ég að möguleikarnir aukist á öðrum sviðum. Það getur verið á- kveðin fötlun að vera frískur. Ef þú ert frfskur er búið að á- kveða hvernig þú eigir að gera hlutina. Allt er í svo föstum skorðum, eiginlega eins og járnbrautarlest á brautartein- um. Það er ekki svo auðvelt hverjir fjarlægjast þó eins og genpur. „Eg skil það mjög vel að í mörgum tilfellum verður fólk feimið. Það veit kannski ekki hvað hefur komið fyrir mig og er að sjá mig í fyrsta skipti. Því bregður óneitanlega og kann ekki við að fara að spyrja mig sjálfan hvað sé að sjá mig. Þetfa er svona eins og ef þú hittir mann á förnum vegi og sérð að hann hefur klesst bílinn sinn. Þér bregður og þér finnst þú ekki vita hvað skuli segja. Aukinheldur er erfitt að að komast burt af þessum teinum en þegar maður fatlast sér maður að fyrir utan eru hlutir sem vert er að skoða. Fatlaðir geta gert flest. Þeir þurfa bara að fá tækifæri til þess að standa að verki á annan hátt en hinir og á ann- an hátt en þeir gerðu fyrir fötl- unina, eins og ég hef til dæm- is þurft að gera.“ LÍKT OG MEÐ MANN MEÐ KLESSTAN BÍL Fólk bregst misjafnlega við hinum fatlaða. í sumum tilfell- um verða samskipti fólks nán- ari eftir en áður. Vináttu- og fjölskyldubönd styrkjast í mörgum tilfellum því sá fatlaði verður háðari samskiptunum og þau hafa meira gildi. Ein- gera sér grein fyrir viðbrögð- um hans. Þú gætir sært hann með þvf að segja eitthvað vanhugsað." Jón segir geysilega við- horfsbreytingu hafa orðið til fötlunar og veikinda á síðustu misserum, þetta sé orðið svo mikið í umræðunni og fatlað fólk eigi orðið meiri möguleika á því að komast út og taka virkan þátt í lífinu. ÝTT Á MIG t STIGUM „Ég hugsa að manni í minni stöðu hætti til að verða eigin- gjarn því hann þarf á því að halda að tekið sé tillit til hans. Maður þarf oft á tíðum á að- stoð annarra að halda en stundum gengur hjálpsemin út í öfgar og þá sárnar manni. Mér fellur illa þegar ég finn að mér er ekki treyst. Fólk heldur að ég geti minna en ég raun- verulega get og það er til dæmis ákaflega pirrandi þeg- ar fólk fer að reyna að toga í mig eða ýta á mig í stigum af því að það heldur að ég sé að detta. Þá kemur oft upp ansi skemmtilegur misskilningur og það kemur fát á fólk. Tilfellið er að ég hef fullan styrk í lík- amanum og vöðvunum. Þetta er algerlega út frá höfðinu. Bestu eiginleikar fólks koma hvergi betur í Ijós en við erfið- leika. Þannig er þetta hjá þjóð- inni. Hún stendur aldrei betur saman en við slíkar aðstæður. Undir niðri erum við öll hjálp- söm þegar á reynir. Rætur menningarinnar felast í mennskunni. Því megum við aldrei gleyma. Mennskan felst ekki í blikkinu, álinu og stál- inu.“ AUGNABLIKIÐ DÝRMÆTAST Jón segir að þeir tímar hafi komið að' honum hafi fallist hendur en segist þó vera bjartsýnn og jákvæður að eðl- isfari. Og hversu einkennilega sem það hljómar þá segir hann veikindin og þrenging- arnar hafa aukið sér bjartsýni. „Mér finnst margt af þvf sem fólk er að tala um sem mikinn vanda vera óttalega fá- fengilegt. Veikindin breyta við- horfum manns. Það er mjög auðvelt að sitja með hendur f skauti og horfa fram í sortann og það er líka auðvelt að gefa upp öndina ef þvf er að skipta. Ég hef verið ákaflega lánsam- ur í mínu einkalífi og notið ein- staks stuðnings vina, ættingja og fjölskyldu. í þessum veik- indum hef ég sannfærst betur og betur um hvað það er að eiga ástvini sem standa með manni og hægt er að treysta. Þegar svo er verður auðveld- ara að sætta sig við að maður getur ekki snúið hjólinu aftur á bak. Ég lifi með það að leiðarljósi að augnablikið sé dýrmætasta gjöfin. Maður verður að taka því sem gjöf, gera það af heil- indum og ekki láta það sem liðið er skemma hana. Dagur- inn í dag og morgundagurinn er það svið sem er bjart og þar eru heillandi hlutir að gerast. Einhver sálfræðingur sagði að menn ættu að losa sig við ó- raunsæið, bjartsýnina, og reyna vera pínulítið svartsýnni. Ég held að ég vilji þá bara fá að vera óraunsær í friði. Mað- ur veit ekki hvað tekur við og á ekki að vita það.“ □ 20.TBL. 1993 VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.