Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 39
ekki miklar gáfur, var þrungið áhyggjum og
óvissu. „Þetta andatrúarmál versnar sífellt."
Ég spurði hann hissa hvað hann ætti við með
því. Þá sagði Georg mér alla söguna, hvernig
Símon Clode hafði smám saman fengið
áhuga á andatrú og hvernig hann hafði af til-
viljun hitt bandarískan miðil, frú Eurydice
Spragg. Georg hikaði ekki við að kalla þessa
konu helberan svindlara. Hún hafði náð miklu
valdi yfir Símoni og varði svo til öllum tíma
sínum í húsi hans. Þar hélt hún marga miðils-
fundi þar sem andi Chris birtist afanum.
Ég vil koma því strax á framfæri að ég er
ekki einn þeirra sem gera grín að andatrú. Ef
við vegum og metum hlutlaust þær sannanir
sem eru andatrú í hag þá er margt sem hvorki
er hægt að flokka undir svik né ýta til hliðar.
Það eru vissar sannanir sem ekki er auðvelt
að andmæla.
Hins vegar er mjög auðvelt að gera sér
þetta að féþúfu á óheiðarlegan hátt og eftir
því sem Georg Clode sagði mér meira frá frú
Eurydice Spragg varð ég þess fullviss að
Símon væri ekki í góðum höndum og frú
Spragg væri líklega svikari af verstu tegund.
Gamli maðurinn var mjög kænn að mörgu
leyti en þegar látna sonardóttirin var annars
vegar var auðvelt að notfæra sér trúgirni
hans.
Ég velti þessu fyrir mér og það olli mér sí-
fellt meiri áhyggjum. Mór þótti vænt um Maríu
og Georg og ég gerði mér grein fyrir því að
þau völd sem frú Spragg hafði yfir frænda
þeirra gætu valdið vandræðum í framtíðinni.
Við fyrsta tækifæri gerði ég mér erindi til
Símonar Clode. Þar var frú Spragg í heim-
sókn og að því er virtist var hún vinsamlegur
og virtur gestur. Mínar verstu hugmyndir um
hana reyndust á rökum reistar. Hún var þrek-
in, miðaldra kona, klædd áberandi fötum. Hún
tönnlaðist sífellt á setningum eins og „Okkar
kæru ástvinir fyrir handan“.
Eiginmaður hennar, Absalom Sþragg, var
einnig í húsinu. Hann var hár og grannur,
með þunglyndislegan andlitssvip og mjög
flóttalegt augnaráð. Við fyrsta tækifæri reyndi
ég að fá skoðanir Símonar á málinu. Hann
var mjög áhugasamur og taldi frú Eurydice
Spragg hreint dásamlega - hún hefði verið
himnasending! Peningar sagði hann að skiptu
hana engu máli heldur væri gleðin við að
hjálpa mæddu hjarta næg borgun. Símon var
næstum farinn að líta á frú Spragg sem dóttur
sína. Síðan fór hann út í smáatriðin, hvernig
hann hafði heyrt Chris tala og hve vel henni
liði hjá foreldrum sínum. Hann sagði mér frá
öðrum atriðum sem áttu að hafa komið að
handan og út frá því litla sem ég mundi eftir
Chris þótti mér þau heldur ólíkleg. Hún átti að
hafa lagt áherslu á hversu vel foreldrum
hennar líkaði við þessa elskulegu frú Sþragg.
„En þú trúir þessu víst ekki,“ sagði hann við
mig. „Þú gerir bara grín að þessu, Petherick.“
„Nei, það geri ég ekki, langt frá því. Sumir
þeirra sem hafa skrifað um þessi málefni eru
menn sem ég trúi hiklaust og ég myndi sam-
þykkja hvaða miðil sem væri, hefðu þeir mælt
með honum. Ég býst við að frú Spragg hafi
góð meðmæli?"
Símon fór að tína til allt það dásamlega við
frú Spragg, þessa himnasendingu. Hann hafði
hitt hana af tilviljun í sumarfrfi við sjóinn þar
sem hann hafði dvalið í tvo mánuði - einskær
hending og afleiðingarnar voru dásamlegar.
Þegar ég fór heim á leið var ég ekki
SAKAMÁLA
ánægður. Allt það versta sem ég hafði gert
mér í hugarlund átti við rök að styðjast - en
hvað átti ég að gera? Eftir að hafa lagt höfuð-
ið í bleyti skrifaði ég Philip Garrod en eins og
ég minntist á áðan þá giftist hann Grace, elstu
systurinni sem Símon Clode tók að sér eftir
lát bróður síns.
Ég lagði málið fyrir hann en gætti tungu
minnar. Ég benti á hættuna sem fylgdi því að
slík kona hefði svo mikil áhrif á huga gamals
manns. Auk þess stakk ég upp á því að reynt
væri að kynna Símon Clode fyrir heiðarlegum
miðlum. Eg taldi að Philip ætti ekki erfitt með
að koma þessu í kring.
Garrod var ekki lengi að taka málin í sínar
hendur. Hann gerði sér grein fyrir því að
Sfmon Clode var ekki mjög heilsuhraustur og
þar sem Garrod var hagsýnn maður hafði
hann í hyggju að láta hvorki eiginkonu sína né
systkini hennar glata þeim arfi sem þau áttu
rétt á. Hann heimsótti Símon ásamt frægum
gesti, engum öðrum en Longman prófessor.
Longman var vísindamaður en bar þó fulla
virðingu fyrir andatrúnni. Hann var ekki bara
stórsnjall vísindamaður heldur mjög heiðar-
legur.
Heimsóknin gekk ekki mjög vel. Svo virtist
sem Longman hefði ekki sagt mikið á meðan
á dvölinni stóð. Tveir miðilsfundir voru haldnir
en ég veit ekki undir hvaða kringumstæðum.
BLÁA UMSLAGIÐ
Sögumaður:
Petherick: Lögmaður
Áheyrendur:
Frökert Marple: Snjöll gömul kona
Joyce Lempriére: Listamaður
Raymond West: Frændi fröken Marple
Sir Henry Clithering: Heimsmaður
Pender: Læknir
Persónur í frásögn Pethericks:
Simon Clode: Ríkur skjólstæðingur Pethericks
Chris Clode: Sonardóttir Símonar
Grace Clode: Bróðurdóttir Símonar
Maria Clode: Bróðurdóttir Símonar
Georg Clode: Bróðursonur Símonar
Philip Garrod: Lyfjafræðingur og eiginmaður Grace.
Eurydice Spragg: Dularfullur bandarískur miðill
Absalom Spragg: Eiginmaður miðilsins
Longman prólessor: Virtur vísindamaður
Emma Gaunt: Þjónustustúlka Símonar
Lucy David: Eldabuska hjá Símoni
Longman var alveg hlutlaus á meðan hann
var inni í húsinu en síðar skrifaði hann Philip
Garrod bréf. Þar játaði hann að sér hefði ekki
tekist að standa frú Spragg að verki við svik
en þó væri það hans álit að eitthvað væri
gruggugt við þetta. Hann sagði jafnframt að
Philip mætti sýna Símoni bréfið ef honum
þætti það við hæfi og hann lagði til að hann
kæmi Símoni Clode sjálfur í samband við
heiðarlegan miðil.
Philip Garrod fór beinustu leið til gamla
mannsins með bréfið og honum til mikillar
undrunar brást Símon hinn versti við og sagði
þetta vera samantekin ráð til að sverta mann-
orð frú Spragg, sem væri dýrlingur sem alltaf
væri verið að reyna að rægja! Hún hafði víst
sagt honum hve öfunduð hún væri. Símon
benti á að Longman neyddist til að segja að
hann hefði ekki tekið eftir neinum svikum. Frú
Spragg hefði komið inn í líf hans þegar útlitið
var hvað svartast og hjálpað honum og hugg-
að hann. Hann var tilbúinn til þess að taka
málstað hennar, jafnvel þótt það þýddi rifrildi
við alla í fjölskyldunni. Hún skipti hann meira
máli en nokkur annar í heiminum.
Philip Garrod var kurteislega vísað út en í
kjölfar þess að Símon æsti sig upp versnaði
heilsa hans ótvírætt. Síðasta mánuðinn hafði
hann legið í rúminu mest allan daginn og nú
leit út fyrir að hann þyrfti að liggja ósjálfbjarga
það sem eftir væri. Tveim dögum eftir rifrildið
við Philip fékk ég boð um að hitta Símon
Clode og flýtti mér til hans. Þó ég sé ekki
lærður læknir fór það ekki fram hjá mér að
hann var mjög veikur. Hann allt að því stóð á
öndinni.
„Þetta eru endalokin," sagði hann við mig.
„Ég finn það. Ekki deila við mig, Petherick. En
áður en ég dey verð ég að uppfylla þær
skuldbindingar sem ég hef við þá persónu
sem hefur gert meira fyrir mig en nokkur ann-
ar í heiminum. Ég vil gera nýja erfðaskrá."
„Vissulega," sagði ég. „Ef þú vilt segja mér
innihaldið skal ég gera uppkast og senda þér
það.“
„Það dugar ekki,“ sagði hann. „Skilurðu það
ekki - ef til vill lifi ég ekki af nóttina. Hér hef
ég skrifað niður það sem ég vil að verði gert.“
Hann leitaði undir koddanum sínum. „Þú get-
ur sagt mér hvort það er í lagi.“
Hann náði í blað og á það höfðu nokkur orð
verið hripuð með blýanti. Fyrirmælin voru
mjög einföld. Frændur hans og frænka fengu
5000 pund hvert og afgangurinn af gífurlegum
auðæfum hans skyldi renna til frú Eurydice
Spragg „með þakklæti og aðdáun".
Mér líkaði þetta illa en ég gat ekkert gert.
Það var ekki hægt að bera við að hann væri
ekki heill á geðsmunum, þvert á móti var
hann eins skýr og við hin.
Hann bað um tvær manneskjur úr þjónustu-
liðinu og þær komu undir eins. Þjónustustúlk-
an, Emma Gaunt, var hávaxin, miðaldra kona
sem hafði unnið þar í mörg ár og hjúkrað
Símóni Clode vel. Ásamt henni kom elda-
buskan, íturvaxin kona um þrítugt. Símon leit
á þær báðar undan úfnum augabrúnunum.
„Ég vil að þið verðið vottar að erfðaskránni.
Emma, náðu í blekpennann minn.“
Emma hlýddi og fór að skrifborðinu.
„Ekki í vinstri skúffunni, stúlka góð,“ sagði
Símon gamli pirraður. „Veistu ekki að hann er
hægra megin.“
„Nei, hann er hér,“ sagði Emma og lyfti
pennanum upp.
20.TBL. 1993 VIKAN 39