Vikan


Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 62

Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 62
FEMINA ILMVATN FRÁ FERRE1TI NÝR FARÐI FRÁ REPÉCHAGE Nýkominn er á markaðinn nýr farði frá Repéchage - Perfect Skin. Grunnefnið í honum er unnið úr þangi og er hann því ríkur af amínósýrum, steinefnum og vítamínum sem næra húðina og gefa henni raka, auk þess sem þau verja húðina fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólar. Perfect Skin hylur vel allar misfellur á húðinni og gefur henni matta og fallega á- ferð. Þar eð farðinn er fitulaus stíflar hann ekki húðholurnar. Hann hentar öllum húð- gerðum og fæst í sjö litum. Repéchage hefur einnig sent á markaðinn nýtt húðsnyrtiefni, C-Serum. Það er unnið úr þangi og C-vítamini. C-Serum er einnig auð- ugt af amínósýrum, vítamínum og snefilefn- um sem næra húðina. Það gefur húð, sem látið hefur á sjá vegna umhverfisáhrifa og streitu, aftur líf og frískleika. Heildsölu og smásölu Repéchage annast Snyrtistofan N.N. í Borgarkringlunni. Isíðasta mánuði kom á markaðinn hér á landi ilm- vatnið FEMINA. Það er hannað af konu fyrir konur - Alberfu Ferretti tískuhönnuði sem hefur átt mikilli velgengni að fagna í tískuheiminum að undanförnu. Femina ilmurinn er sagður leika sér að and- stæðum mismunandi blóma- ilms. Grunntónninn kemur meðal annars frá mandarínu, glóaldini, vatnsmelónu og bergfléttu. Meginkeimurinn á hins vegar rætur sínar að rekja til fjólu, bláregns og jasmínu. Flaskan er afar sérstök að gerð og lögun, tvílit með glær- um, spírallaga tappa. Femina fæst í 50 og 100 ml flöskum. INSENSE FRÁ GIVENCHY Nýr herrailmur frá Givenchy í París er nú kominn á markað- inn hér á landi. Ilmurinn er mildur og á rætur sínar að rekja til blóma og viðar. In- sensé ilmurinn er sagður henta vel þeim herrum sem eru lífsglaðir og bjartsýnir og njóta þess að lifa lífinu lifandi. * Ihaustlínunni frá Guerlain er boðið upp á augnskugga í sex nýjum litbrigðum og naglalökk og varaliti i tveimur nýjum litum - dimmrauðum og appelsínugulum. Ennfremur bæt- ast við naglalökkin tveir litir í mildum föl- bleikum tónum sem henta einkar vel til notkun- ar i erli dagsins. HAUST- LITIRNIR FRÁ GIVENCHY W I Givenchy haustlínunni er j boðið upp á tvo nýja vara- liti, varalitsblýant og fimm nýja augnskugga. Annars vegar er um að- ræða varalit nr. 23, sem er1 bleikbrúnn daglitur, og nr. 24, sem er rauðbrúnn kvöldlitur. Varalitsblýanturinn passar siðan við marga varaliti. Nýju augnskuggarnir eru í hinu vin- sæla „Givenchy prisma" formi sem gerir kleift að blanda saman fimm litum. □ □ □ □ REVLON ABSOLUTES HÚÐSNYRTI- VÖRUR Revlon fyrirtækið hefur nú sett á markaðinn háþróaðar húðsnyrti- vörur. Þessi nýja kynslóð býður upp á einstæða virkni þróaðra efnasambanda að sögn framleiðanda, hann fullyrðir jafnframt að Absol- utes vörurnar bjóði konum upp á raunverulegar lausnir á raunverulegum vanda- málum húðarinnar. Þetta mun þó ekki þýða að notkun Revlon Absolutes krefjist flókinna og tíma- frekra aðgerða. Vörurnar eru þvert á móti einfaldar og auðveldar í notkun. Revlon Absolutes uppfyll- ir grunnþarfir húðarinnar eins og hreinsun og frískun auk þess að sjá henni fyrir raka og næringu. Absolutes vörurnar byggja upp húð- ina, örva starfsemi hennar og laða fram hámarks ár- angur varðandi fegurð og frískleika. í Absolutes línunni er boðið upp á hreinsimjólk, djúphreinsikrem, augn- hreinsilög og andlitsvatn og tvenns konar rakakrem.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.