Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 59
◄ Skammt
norður af
Copiapo
tekur
Atacama-
eyði-
mörkin á
sig marg-
breyti-
legar
myndir.
▼ Ýmsir
hafa týnt
lífinu í
óblíðri
Atacama-
eyði-
mörkinni.
tveggja hæða timburhúsi að-
eins neðar í götunni. Þar
djammandi fólk og dansaði á
svölum og þaki við léttan og
þéttan raggietakt meistara
Marley. Við Riff gleymdum
okkur meðal danshópanna á
götum úti og þegar við rönkuð-
um við okkur var ekki hlaupið
að því sökum mannfjölda að
komast f tæka tíð inn í áður-
nefnt djammhús. Því var ekki
um annað að ræða en
þramma niður hliðarstræti,
klifra þar upp á nærliggjandi
húsþak og stökkva síðan með
tilheyrandi tilhlaupi yfir í mann-
ar og þrátt fyrir margítrekaðar
tilraunir virtist enginn möguleiki
á varahlutum né viðgerð. Því
var ekki annað að gera en að
leita sér að nýrri vél. Ég spurði
gistihúseigandann til vegar en
hann kallaði á gullfallega suð-
ur-ameríska stúlku sem talaði
sæmilega ensku og úr varð að
seinnipart þess sama dags
varð ég samferða Sjass á úti-
markað í útjaðri borgar þar
sem flest var að finna.
Eftir að hafa síðan skoðað
allnokkrar vélar og fengið til-
finningu fyrir verði fórum við
Sjass að prútta og að hálftíma
liðnum stóð ég með allt að því
nýja vél í höndunum fyrir að-
eins einn þriðja af gangverði
enda runnu tvær grímur á
sölumanninn þegar ég opnaði
vélina því þar var að finna hálf-
átekna filmu. Kannski var ekki
við öðru að búast á sjóræn-
ingjamarkaði sem þessum.
Úr varð að við Sjass eydd-
um kvöldinu saman og kom þá
í Ijós að hún er blönduð, á
móður frá Chile en írskan föð-
ur. Það er skemmst frá því að
segja að við eyddum töluverð-
um tíma saman á þvælingi um
höfuðborgina og það var sér-
stakur tími með einstakri
stúlku. Þegar ég hitti svo þján-
ingabræður mína í ferða-
mennskunni voru þeir ósparir
á háðsglósurnar, bentu mér til
að mynda á að ísmaðurinn
héldi heldur litlum kulda þegar
ónefnd suður-amerísk eyði-
merkurrós væri annars vegar.
Vikan á milli jóla og nýárs
fuðraði upp og upp úr þurru
var nýtt ár farið að glotta fram-
an í okkur. Fyrri hluta gamlárs-
dags eyddi ég með Sjass og
fjölskyldu en þegar sól tók að
skríða niður í hitamistrið hvarf
ég á fund léttkenndra félag-
anna enda löngu kominn tími
til að sprella út það sem eftir
lifði árs. Það leyndi sér hvergi
að flestir voru sammála um að
áramótagleðin yrði hvað villt-
ust í margfrægu næturhverfi
Santiago en það gekk á ýmsu
þegar leigja átti farartæki til að
komast í þann borgarhlutann.
Fæstir leigubílstjórar vildu fara
þangað nema þá kannski fyrir
tvöfalt verð. Raunar virðist slíkt
bókstaflega eins og óskráð lög
hjá þeirri stétt í Suður-Ameríku
þegar ferðamenn eru annars
vegar.
Á leiðarenda hittum við all-
nokkra verulega hressa Ástrali
og var okkur umsvifalaust boð-
ið til vínsmökkunar á nærliggj-
andi veitingastað. Þar gafst
okkur færi á að smakka þessi
líka bragðgóðu og vel fljótandi
rauð- og hvítvín. Ekki tók okk-
ur heldur nema rúmlega tvo
tíma að fá útskrift í raddbeit-
ingu og vínsmökkun enda
Ástralir mun lunknari við bjór-
drykkju en vínmenningu.
ÁRAMÓTASVEIFLA
Á ÞAKINU
Loks þegar út ( mannfjöldann
kom tvístaðist hópurinn að
mestu en flestir ætluðu að hitt-
ast um miðnætti í gömlu
◄ Alhvít
saltauónin
lék flestar
okkar
spjarir svo
grátt aö
þær voru
helst nýti-
legar á
eldinn.
þröngina á áðurnefndum svöl-
um. Þetta heppnaðist vonum
framar og skilaði okkur í villtan
vinahóp rétt um miðnætti.
Á slaginu tólf var glösum lyft
til heiðurs nýliðinu ári og eftir
léttan og laggóðan söng var
dansað um allt hús, uppi á
þaki, borðum og jafnvel á loft-
sperrunum. Þetta var hreint
ótrúlegt og það var ekki fyrr en
í morgunsárið að mig tók að
syfja. Þá vippaði ég mér upp á
þak og lagði mig undir hýrum
geislum morgunsólarinnar.
Þremur tímum seinna vaknaði
ég við að Oki kom með eitt-
hvað matarkyns og þó svo að
farið væri að nálgast hádegi á
nýju ár var tónlistin ennþá á
fullum styrk og liðið í léttri
sveiflu. Mjög hafði þó fjölgað
þeim sem Ieituðu hvíldar á sól-
bökuðu þakinu.
Enn og aftur sannaðist að
það er ævinlega jafnóvænt og
fallegt að detta inn í tilurð til-
finninga í eins heitu loftslagi og
þarna ríkir. Því var Sjass og þá
um leið Santiago kvödd með
meiri trega en hollt þykir að
viðurkenna. □
20.TBL. 1993 VIKAN 59