Vikan


Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 38

Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 38
ÞÝÐING: RAGNAR JÓNASSO ARPLE Fröken Jane Marple, ein vinsælasta sögu- persóna Agöthu Christie, kom fyrst fram í bókinni The Murderat the Vicarage árið 1930 (ísl. Dauðinn á prestssetrinu, 1990). Þrátt fyrir að Agatha hafi fallið í þá gildru að hafa fröken Marple gamla og gráhærða konu strax (fyrstu bókinni lifði hún góðu lífi í bókum Agöthu í nokkra áratugi í viðbót en síðasta bókin um Marple, Steeping Murder, kom út árið 1976 eða 46 árum frá því að hún leysti morðgátuna á prestssetr- inu. Fröken Marple býr í dæmigerðu litlu, ensku sveitaþorpi, þar sem hún fylgist vel með bæjarslúðr- inu. Það skemmtilega við hana er hve ólík hún er al- vöru einkaspæjara og því hefur margur glæpamaður- inn vanmetið hæfileika hennar - og farið flatt á því. Flún lætur aðra um að þefa uppi vísbendingar en sjálf leysir hún gáturnar með því að notfæra sér þekkingu sína á mannlegu eðli. Þessi saga, Bláa umslagið (Motive v. Opportunity), birlist fyrst i bók árið 1932 - fyrir rúmlega sextíu árum - en hefur ekki elst neitt f áranna rás, ekkert frekar en fröken Marple. FU• Myndin er af Helen Hayes í hlutverki fröken Marple. Petherick ræskti sig með meiri áherslu en venjulega og sagði afsakandi: „Ég held að mín ráðgáta sé lítið spennandi að ykkar mati í samanburði við allar þær spennandi sögur sem við höfum verið að hlusta á. Það er enginn drepinn í minni sögu en hún er samt áhugaverð og það vill svo skemmtilega til að ég er f þeirri aðstöðu að vita réttu lausnina." „Er hún nokkuð full af lagaflækjum?" spurði Joyce Lempriére. „Alls konar lögfræðilegum staðreyndum og þess konar.“ „Nei, nei, vina mín. Þú þarft ekkert að óttast það. Sagan, sem ég ætla að segja ykkur, er mjög einföld og afdráttarlaus, jafnt fyrir lög- lærða sem aðra.“ „Ég vil enga lögfræðilega útúrsnúninga,“ sagði fröken Marple og beindi prjónunum sín- um að honum. „Treystu mér,“ sagði Petherick. „Ég er ekki alveg viss en við skulum samt hlusta á söguna." „Hún fjallar um fyrrum skjólstæðing minn,“ sagði Petherick lögmaður. „Ég kalla hann Símon Clode. Hann var nokkuð efnaður og bjó í stóru húsi, ekki langt héðan. Hann hafði átt einn son sem lést í stríðinu. Sonurinn átti eitt barn, litla stúlku. Móðir hennar hafði dáið við fæðinguna og stúlkan bjó hjá afa sínum sem hændist mjög að henni. Chris litla gat gert allt sem hún vildi hjá afa sínum. Ég hef aldrei séð mann sem gerði meira fyrir eitt barn og því var sorgin ólýsanleg þegar stúlk- an lést úr lungnabólgu á tólfta ári. Aumingja Símon Clode leit ekki glaðan dag. Bróðir hans var þá nýlega látinn við lítil efni og Símon hafði af örlæti sínu boðist til að taka börn bróður síns að sér - tvær stúlkur, Grace og Maríu, og dreng, Georg. Þótt Símon frændi væri góður og örlátur við þessi börn sýndi hann þeim aldrei sömu ást og umhyggju og hann hafði sýnt litlu sonardóttur sinni. Georg Clode fékk starf í banka í nágrenn- inu og Grace giftist snjöllum, ungum lyfjafræð- ingi, Philip Garrod. Hann starfaði á rannsókn- arstofu. María, sem var róleg stúlka og sjálfri sér nóg, var heima og gætti frænda síns. Henni líkaði, að écj held, vel við hann án þess að láta það í Ijós. Á yfirborðinu fór allt friðsam- lega fram. Ég má til með að minnast á það að eftir að Chris litla dó gerði Símon Clode nýja erfðaskrá. Samkvæmt henni var auðæfum hans, sem voru talsverð, skipt jafnt á milli barnanna þriggja, Grace, Maríu og Georgs. Tíminn leið. Ég hitti Georg Clode af tilviljun dag einn og spurði hvernig frænda hans liði, þar sem ég hafði ekki séð hann um tíma. Mér til undrunar varð Georg skyndilega alvarlegur á svipinn. „Ég bið þig að koma vitinu fyrir Sím- on frænda,“ sagði hann dapur í bragði. Yfir- bragð hans, sem bar vott um heiðarleik en 38 VIKAN 20. TBL, 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.