Vikan


Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 10

Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 10
TEXTI: HJALTIJON SVEINSSON AÐ VERA UNGLINGUR VIKAN RÆÐIR VIÐ BEGGU OG ALLA UM ÚTIVIST OG ÁHUGAMÁL Til þess að kynnast lítil- lega viðhorfum ungling- anna sjálfra til útivistar og áhugamála var félagsmið- stöðin Vitinn í Hafnarfirði heimsótt. Þar hitti blaðamaður fyrir tvo hressa krakka, þau Bergþóru Pálínu Björnsdóttur, fimmtán ára, og Þórð Alla Að- albjörnsson, fjórtán ára. Hún er í 10. bekk í Lækjaskóla og hann í 9. bekk Víðistaðaskóla. Aðspurð um hvernig þeim líkaði í skólanum luku þau upp einum munni um að þar þætti þeim gott að vera og námið gengi eftir vonum. - Hvað verjið þið miklum tíma til heimalærdóms alla jafna? Begga: Ég er búin að taka eftir þvf nú í haust að ég þarf miklu meiri tíma í hann en til dæmis í fyrra. Ég hugsa að ég þurfi að læra í að minnsta kosti tvo tíma á dag. Alli: Það er mjög misjafnt. Ætli ég eyði ekki einum og upp í tveimur tímum á dag, stundum meira, stundum minna. - Hvað gerið þið í frístund- um? Begga: Ég horfi mjög mikið á sjónvarpið, oft er ég hér og djassballett æfi ég tvisvar í viku. Það er ágætt að hanga hér í Vitanum, sem er opinn frá eitt til fjögur og svo aftur frá átta til hálfellefu. Alli: Það er svipað hjá mér, ég horfi oft á sjónvarp þegar eitthvað skemmtilegt er í því á kvöldin, ríkissjónvarpið. Ég kem líka oft hingað. Fótbolta og körfubolta spila ég með vinum mlnum í skólanum þegar gott er veður. HEIM KLUKKAN HÁLFTÓLF - Hvað eruð þið jafnan lengi úti á kvöldin? Begga: Ég er yfirleitt alltaf komin heim í síðasta lagi klukkan hálftólf ef ég þarf að fara í skólann daginn eftir. Ég fer samt ekki alltaf að sofa strax. Oft fer ég að horfa á sjónvarpið, Stöð 2. Ef mynd- irnar eru mjög seint tek ég þær upp og horfi á þær næst þegar ég hef tíma til. Ég er svolítinn tíma að labba heim úr Vitanum og oft þurfum við stelpurnar að kjafta saman áður en við kveðjumst. Ann- ars þarf ég að gæta mín á því að fara ekki allt of seint að sofa, ég þarf að vakna klukk- an sex til þess að bera út Morgunblaðið. Ég legg mig svo aftur og get sofið í svona þrjú kortér áður en ég dríf mig í skólann. Um helgar sef ég til hádegis, það er alveg á hreinu. Alli: Ég er alltaf kominn heim ekki síðar en hálftólf ef skóli er daginn eftir. Ég þarf að vakna rúmlega sjö. - Hvað borðið þið í morg- unmat? Begga: Hunangs-Cheerios og hafragraut. Alli: Oftast súrmjólk og brauðsneið. - Takið þið nesti með ykkur í skólann? Begga: Nei. Ég er líklega eina manneskjan í skólanum sem tekur ekki með sér nesti og kaupir sér heldur ekkert. Ég lifi bara á morgunmatnum þangað til ég fer heim í há- deginu. Alli: Ég tek oftast með mér nesti og stundum kaupi ég mér eitthvað í skólanum en þar eru til sölu samlokur, snúðar, kringlur og svo fram- vegis. MEÐ NÆTURSTRÆTÓ UM HELGAR - Hvaö megið þið vera lengi úti um helgar? Begga: Ég er komin heim svona um þrjúleytið. Ef við förum til Reykjavíkur tökum við næturstrætóinn heim klukkan tvö. Alli: Það er mjög misjafnt. Stundum er ég í Vitanum á föstudögum, stundum fer ég f bíó í Reykjavík. Þá er ég yfir- leitt kominn heim um eða upp úr miðnættinu. Ég fer mjög sjaldan í miðbæ Reykjavíkur. Begga: í fyrra vissi ég nán- ast ekki hvað var að gerast niðri í bæ í Reykjavík um helgar. Núna förum við krakk- arnir þangað næstum á hverju föstudagskyöldi, þá er okkar aldurshópur þar. Yfirleitt eru eldri krakkarnir á laugardög- um. Samt hef ég farið á laug- ardögum líka. - Hvað sækja krakkar niður í miðbæ um helgar? Begga: Bara að hitta fullt af krökkum, kjafta saman, hanga - það eru allir þar. Auðvitað er oft fyllirf og læti, ofbeldi jafnvel, en ef við höldum okk- ur saman f hópi þá er allt f lagi. Alli: Mestu lætin byrja klukkan þrjú þegar skemmti- stöðunum er lokað. Þá erum við löngu farin heim. ÁHÆTTA AÐ HALDA PARTÍ - Hvenær byrja unglingar í dag að drekka? Begga: Ég held að flestir 10VIKAN 20.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.