Vikan


Vikan - 07.10.1993, Side 10

Vikan - 07.10.1993, Side 10
TEXTI: HJALTIJON SVEINSSON AÐ VERA UNGLINGUR VIKAN RÆÐIR VIÐ BEGGU OG ALLA UM ÚTIVIST OG ÁHUGAMÁL Til þess að kynnast lítil- lega viðhorfum ungling- anna sjálfra til útivistar og áhugamála var félagsmið- stöðin Vitinn í Hafnarfirði heimsótt. Þar hitti blaðamaður fyrir tvo hressa krakka, þau Bergþóru Pálínu Björnsdóttur, fimmtán ára, og Þórð Alla Að- albjörnsson, fjórtán ára. Hún er í 10. bekk í Lækjaskóla og hann í 9. bekk Víðistaðaskóla. Aðspurð um hvernig þeim líkaði í skólanum luku þau upp einum munni um að þar þætti þeim gott að vera og námið gengi eftir vonum. - Hvað verjið þið miklum tíma til heimalærdóms alla jafna? Begga: Ég er búin að taka eftir þvf nú í haust að ég þarf miklu meiri tíma í hann en til dæmis í fyrra. Ég hugsa að ég þurfi að læra í að minnsta kosti tvo tíma á dag. Alli: Það er mjög misjafnt. Ætli ég eyði ekki einum og upp í tveimur tímum á dag, stundum meira, stundum minna. - Hvað gerið þið í frístund- um? Begga: Ég horfi mjög mikið á sjónvarpið, oft er ég hér og djassballett æfi ég tvisvar í viku. Það er ágætt að hanga hér í Vitanum, sem er opinn frá eitt til fjögur og svo aftur frá átta til hálfellefu. Alli: Það er svipað hjá mér, ég horfi oft á sjónvarp þegar eitthvað skemmtilegt er í því á kvöldin, ríkissjónvarpið. Ég kem líka oft hingað. Fótbolta og körfubolta spila ég með vinum mlnum í skólanum þegar gott er veður. HEIM KLUKKAN HÁLFTÓLF - Hvað eruð þið jafnan lengi úti á kvöldin? Begga: Ég er yfirleitt alltaf komin heim í síðasta lagi klukkan hálftólf ef ég þarf að fara í skólann daginn eftir. Ég fer samt ekki alltaf að sofa strax. Oft fer ég að horfa á sjónvarpið, Stöð 2. Ef mynd- irnar eru mjög seint tek ég þær upp og horfi á þær næst þegar ég hef tíma til. Ég er svolítinn tíma að labba heim úr Vitanum og oft þurfum við stelpurnar að kjafta saman áður en við kveðjumst. Ann- ars þarf ég að gæta mín á því að fara ekki allt of seint að sofa, ég þarf að vakna klukk- an sex til þess að bera út Morgunblaðið. Ég legg mig svo aftur og get sofið í svona þrjú kortér áður en ég dríf mig í skólann. Um helgar sef ég til hádegis, það er alveg á hreinu. Alli: Ég er alltaf kominn heim ekki síðar en hálftólf ef skóli er daginn eftir. Ég þarf að vakna rúmlega sjö. - Hvað borðið þið í morg- unmat? Begga: Hunangs-Cheerios og hafragraut. Alli: Oftast súrmjólk og brauðsneið. - Takið þið nesti með ykkur í skólann? Begga: Nei. Ég er líklega eina manneskjan í skólanum sem tekur ekki með sér nesti og kaupir sér heldur ekkert. Ég lifi bara á morgunmatnum þangað til ég fer heim í há- deginu. Alli: Ég tek oftast með mér nesti og stundum kaupi ég mér eitthvað í skólanum en þar eru til sölu samlokur, snúðar, kringlur og svo fram- vegis. MEÐ NÆTURSTRÆTÓ UM HELGAR - Hvaö megið þið vera lengi úti um helgar? Begga: Ég er komin heim svona um þrjúleytið. Ef við förum til Reykjavíkur tökum við næturstrætóinn heim klukkan tvö. Alli: Það er mjög misjafnt. Stundum er ég í Vitanum á föstudögum, stundum fer ég f bíó í Reykjavík. Þá er ég yfir- leitt kominn heim um eða upp úr miðnættinu. Ég fer mjög sjaldan í miðbæ Reykjavíkur. Begga: í fyrra vissi ég nán- ast ekki hvað var að gerast niðri í bæ í Reykjavík um helgar. Núna förum við krakk- arnir þangað næstum á hverju föstudagskyöldi, þá er okkar aldurshópur þar. Yfirleitt eru eldri krakkarnir á laugardög- um. Samt hef ég farið á laug- ardögum líka. - Hvað sækja krakkar niður í miðbæ um helgar? Begga: Bara að hitta fullt af krökkum, kjafta saman, hanga - það eru allir þar. Auðvitað er oft fyllirf og læti, ofbeldi jafnvel, en ef við höldum okk- ur saman f hópi þá er allt f lagi. Alli: Mestu lætin byrja klukkan þrjú þegar skemmti- stöðunum er lokað. Þá erum við löngu farin heim. ÁHÆTTA AÐ HALDA PARTÍ - Hvenær byrja unglingar í dag að drekka? Begga: Ég held að flestir 10VIKAN 20.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.