Vikan - 04.11.1993, Page 10
MÁLDRAUMANNA
Suma drauma er auðvelt að skilja og til þess þarf engar
skýringar. Dreymi þig kynferðislegt samband við geð-
þekkan nágranna eða samstarfsfélaga sýnir draumurinn
aðeins ástarhug þinn til hans eða hennar. Ef þig dreymir
að þú drepir mann er augljóst að þú berð fjandsamlegar
hugsanir til hans, jafnvel þótt þú viljir ógjarnan viður-
kenna þær. í því tilfelli er mál hjartans þýtt yfir í líkinga-
mál. Flóknustu og afkáralegustu draumar hafa sama
hlutverk og þeir augljósustu: að láta á líkingamáli í Ijós
tilfinningar og skilning. Sumir draumar geta þó að sjálf-
sögðu verið flóknari en aðrir.
Draumurinn er kvikmynd sem sýnd er á tjaldi hugans.
Hann flytur boðskap sinn með hjálp hugmyndatengsla.
Þó að þetta líkingamál geti virst óaðgengilegt í byrjun er
það í rauninni gleggsta og áhrifaríkasta mál sem völ er á
þegar um er að ræða að skýra allar hliðar á vitundar-
hæfni okkar.
Að hugsa í líkingum eða myndum nær alveg aftur til
upphafs mannkynsins, þegar maðurinn hafði hvorki til-
einkað sér tungumál né sértæka hugsun. Við notum sí-
fellt margvísleg myndræn orðatiltæki í daglegu tali, til
dæmis: Ekki er allt gull sem glóir, hamra skal járn með-
an heitt er, úlfur í sauðargæru, gefa einhverjum langt nef
og svo framvegis. Þessi orðtök eru svo sjálfsagður hluti
málsins að við áttum okkur oft ekki á þeim sem líkingum-
Þegar okkur dreymir verður hugurinn eins og kvik-
8