Vikan


Vikan - 04.11.1993, Side 21

Vikan - 04.11.1993, Side 21
táknaö hluta af þínum eigin persónuleika. Dreymi þig vin sem er listamaður getur draumurinn birt þér viðhorf þitt til þess tiltekna manns en hann getur líka táknað þína eigin listahæfileika. ÓKUNNUGIR SEM BIRTAST í DRAUMI Algjörlega ókunnugt fólk getur staðið fyrir raunverulegar persónur, aðstæður eða stofnanir. Vitanlega getur það líka táknað hluta af okkur sjálfum. Dreymi okkur til dæm- is persneskan konung eða krossfara er oft auðvelt að tengja það við fólk sem er okkur mikilvægt. Stundum er samhengið þó ekki eins Ijóst. Mann nokkurn dreymdi að hann heyrði mikinn hávaða utan við húsið. Gluggarnir voru opnir, regnið streymdi niður og hvassviðri var skollið á. Hann brá fljótt við og 'okaði gluggunum. Fyrir utan húsið var hræðilegur villimaður sem gekk berserksgang, hljóp öskrandi um öæinn og olli margs konar uppþoti. Lögreglan var á hæl- Um hans. Hér var villimaðurinn hluti af dreymandanum sjálfum, það er að segja hin stórlynda hlið. Boðskapur raumsins var sá að ef villimaðurinn ætti að nást yrði maðurinn sjálfur að hafa taumhald á skapsmunum sín- Urn. Hvassviðrið táknaði hans eigið stormasama eðli. Hálffimmtugan mann dreymdi að hann ýtti á undan sér öarnavagni. í vagninum sat yfirmaður hans og önnur hlið andlits hans var gjörólík hinni. Þessum manni geðjaðist ans ekki að yfirmanni sínum, gagnrýndi hann og þóttist n°num miklu fremri. Yfirmaðurinn, sem hann hafði svo 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.