Vikan


Vikan - 04.11.1993, Page 43

Vikan - 04.11.1993, Page 43
hinna fundnu verðmæta, að minnsta kosti ekki allra og skila þeim þá til yfirvalda. Draumar þessir eiga ekkert skylt við raunverulegan fund verðmæta. Þeir endur- spegla sálfræðileg vandamál, eru einkenni um skort á sjálfsmati. Okkur finnst að við séum sjálf svo lítils virði að öllu góðu beri að vísa frá. Slíkir draumar eru alvarleg aðvörun um óheppilega stöðu sem gerir það að verkum að við getum spillt okkar eigin árangri. DRAUMAR UM VEÐRIÐ A Grænlandi, þar sem menn lifa á ystu mörkum náttúr- unnar - frá miðnætursól til niðdimms vetrarmyrkurs - frá hlýjum sumardögum til 30 gráða kulda að vetrinum - er veðrið vinsælt draumaefni. Kona nokkur hafði komist að því að eiginmaður hennar hafði samband við aðra konu. Hún hélt að hún hefði fyrirgefið honum en dreymdi botn- frosið stöðuvatn. í kringum það var ískalt snæviþakið tandslag. Greinilegra tákn um kaldar tilfinningar er tæp- ast hægt að finna. Draumurinn táknar að ef sambandið á að hafa einhvern möguleika til þess að geta lifað verð- ur hún að ræða þessar tilfinningar við eiginmann sinn. Annars mun allur þessi kuldi koma fram í sambúð þeirra °9 enda með skilnaði. Norðmann nokkurn, sem þótti mikið varið í að vera á svigskíðum, dreymdi umfangsmiklar skíðabrekkur og þar var hann með marga skíðakappa í kringum sig. Hann naut félagsskaparins svo sem best varð á kosið, sólin skein og umhverfið var hið fegursta. 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.