Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 48
siðrænar meginreglur. Þetta getur átt við vanrækslu
viðvíkjandi líkama okkar, til dæmis áfengisnautn, reyk-
ingar, vímuefni, of mikil sætindi eða jafnvel hóflausa
sjálfselsku.
Eftirfarandi draumur gefur skemmtilega innsýn í verð-
mætamat manns nokkurs: „Ég sá mikinn fjölda maura
sem byggði skurðgoðamynd úr sandi. Hún var næstum
tíu metra há og ófullgerð. Það var erfitt að átta sig á
forminu en það duldist ekki að myndin var ekki í jafn-
vægi. Ég hugsaði með mér að ef maurarnir hefðu aðeins
haft vit á að byggja hana uppi á bakkanum væri ekki
hætta á að hún missti jafnvægið og brotnað í mola.“
Maðurinn var ekki í nokkrum vandræðum með að ráða
þennan draum. Maurarnir voru atvinna hans. Skurð-
goðamyndina tengdi hann við trúarbrögð og sandinn við
lélegt byggingarefni eöa ótrausta undirstöðu. Jafnvægis-
skerta skurðgoðamyndin sýndi afbakaða mynd af at-
vinnu hans. Draumurinn sýndi að hann hafði ranga af-
stöðu til vinnu sinnar. Vinnan var f fremstu röð og hann
tilbað hana eins og guð. Eiginleikar eins og vinátta, þol-
inmæði og fyrirgefning hurfu strax og hann gekk inn í
skrifstofuna. Hans eigin skýring í draumnum, að maur-
arnir hefðu átt að byggja guðamyndina uppi á bakkan-
um, segir að hann ætti að líta á vinnu sína í réttu Ijósi.
VATN
Af höfuðskepnunum fjórum er vatnið tengdast tilfinningum.
í draumum um vatn koma fram sterkustu tilfinningar okkar,
46