Vikan


Vikan - 04.11.1993, Side 51

Vikan - 04.11.1993, Side 51
 Þessi draumur gaf með eldfjörugri, leikrænni sýningu til kynna að konan vildi ná hlýju sambandi við fjölskyldu sína með hreinsandi og læknandi krafti kærleikans. Kærleikur- inn er sá eldur sem hreinsar okkur þegar hann flýtur í gegnum okkur og til annarra. Draumurinn merkir líka að það sé vonlaust að hlaupa burt frá eldinum þar sem hann sé innra með okkur sjálfum. Eyðandi draumar um eld geta verið viðvörun um eld- hættu. í næsta draumi ertáknfræðin augljós. Konu nokkra sem ætlaði að gifta sig dreymdi tilvonandi mannsefni sitt á þennan hátt: Páll, sem á fimm börn, dró sín börn og mín á sleða. Börnin rifust og börðust. í næsta draumi var ég alein. Uppi í götunni hafði brotist út mikill eldur sem breiddist ört út og eyðilagði byggingarnar allt í kring. Þar sem ég vildi ekki verða logunum að bráð dró ég mig til baka. Þá sá ég aðra götu beint fyrir framan mig og 'á hún til hægri. Ég sá líka svört stormský dragast saman. Eg gekk inn í íbúðina og fann börnin. Þeim var óglatt og teið illa en lampinn í anddyrinu var brunninn. Þessi draumur var greinileg aðvörun um að konan skyldi ®kki giftast Páli. Undin/itund hennar hafði fyrir löngu skynj- að mörg hættumerki en þau höfðu ekki fyrr komist upp á yfirborðið. LOFT Loft táknar oft andlega starfsemi. í eyðandi formi eins og óveðursskýjum eða hvirfilvindum í hitabeltinu getur það ^áknað óhóflegt álag á geðsmunina. 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.