Vikan


Vikan - 04.11.1993, Síða 58

Vikan - 04.11.1993, Síða 58
urinn“ viö sögu. Báðir keppa um yfirhöndina og þar sem um er aö ræða baráttu upp á líf og dauða fer í hana allur sá þróttur sem ella heföi verið hægt aö nota á jákvæðari hátt. í samtalinu milli hafsins og fólksins í húsinu kemur fram áöur óþekkt stærö - vindurinn. Án hans væri hafið alveg eins rólegt og fjölskyldan óskaði. Ann ákvaö því aö láta vindinn taka til máls og niðurstaðan kom mjög á óvart: „Ég er vindurinn. Ég er ekki viss um hvaðan ég kem en ég finn að ég er andardráttur guðs - andi guðs sem sveif yfir vötnunum og kom þeim til að dansa af lífi. Ég er það líf sem guð blés í Adam og breytti honum úr leirhnaus í lif- andi sál. Ég blæs lífi í mennina og dreifi fræjum jarðarinn- ar. Stundum er ég vissulega töluvert hvass, eins og þegar guð talaði til Jobs, en það er rangt þegar menn kalla mig eyðandi og reiðast ef ég feyki af þeim hattinum eða læt skrölta í gluggarúðunum. Ef þeir byggja húsin sín rétt við hafið er það þeirra eigin sök. Sá náungi sem byggir hús sitt uppi á brekkubrún er jafnheimskur því að hann hefur gleymt afli mínu. Ég vil að fólk hlusti á mig því að ég færi því boðskap frá Guði. Menn ættu að hafa hliðsjón af því að ég er afar voldugur og óútreiknanlegur. í húsi, sem væri í hæfilegri fjarlægð frá mér, þar væri gott fyrir mennina að búa. Þar gætu þeir hlustað á mig í ró og næði án þess að óttinn yfirbugaði þá og þeir gætu byggt sér vindmyllu til þess að nota sér eitthvað af afli mínu. Mennirnir geta samt aldrei tamið mig eða stjórnað mér því að ég er miklu mátt- ugri en þeir.“ 56

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.